Enski boltinn

Leikmannahópur Aston Villa stækkar og stækkar: Hvað verður um Birki Bjarnason?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trezeguet í leik með Kasimpasa.
Trezeguet í leik með Kasimpasa. vísir/getty
Aston Villa hefur keypt sinn níunda leikmann í sumar en vængmaðurinn Mahmoud Hassan, betur þekktur sem Trezeguet, hefur skrifað undir samning við félagið.

Trezeguet kemur frá tyrkneska félaginu, Kasimpasa, en ekki kemur fram hversu mikið Aston Villa borgar tyrkneska félaginu fyrir Egyptann.

Trezeguet var með Egyptalandi á Afríkumótinu í sumar en þar spilaði hann fjóra leiki og skoraði eitt mark. Hann byrjaði ferilinn með Al Ahly í heimalandinu áður en hann gekk í raðir Anderlecht 2015.



Frá 2017 hefur kantmaðurinn leikið í Tyrklandi en eins og áður segir er þetta níundi leikmaðurinn sem Aston Villa fær og sá tíundi gæti verið á leiðinni. Douglas Luiz er líklega að koma frá Manchester City.

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er enn á mála hjá Aston Villa. Hann fékk fá tækifæri undir lok síðustu leiktíðar og spurning er hversu mörg tækifæri hann fær núna eftir öll kaupin á leikmannamarkaðnum í sumar.

Aston Villa mætir Tottenham á útivelli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 10. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×