Morðóður maður handtekinn í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2019 18:21 Maðurinn var loks handtekinn við 7-11-verslun í Santa Ana en ekki áður en hann hafði stungið öryggisvörð þar til bana. AP/Alex Gallardo Lögreglan í Kaliforníu handtók karlmann á fertugsaldri sem gekk berserksgang og stakk fjóra til bana og særði tvo til viðbótar í gær, að því er virðist að handahófi. Árásarmaðurinn og fjögur fórnlömb hans eru sögð af rómönskum ættum. AP-fréttastofan segir að maðurinn, sem er 33 ára gamall, hafi rænt fjölda fyrirtækja og myrt tvo menn í fjölbýlishúsi þar sem hann býr í borginni Garden Grove. Hann var handtekinn þegar hann kom út úr verslun í nágrannaborginni Santa Ana. Þar hafði hann tekið byssu af öryggisverði sem hann stakk til bana. Talið er að fórnarlömb mannsins hafi verið valin að handahófi. „Rán, hatur og morð“ eru einu ástæður morðanna svo sé, að sögn Carl Whitney, liðsforingja í lögreglunni í Garden Grove. „Við vitum að þessi náungi var fullur af hatri og hann skaðaði margt fólk í kvöld,“ sagði Whitney.Hjó nærri því nefið af manni sem dældi eldsneyti á bíl sinn Til einhvers konar ágreinings virðist hafa komið á milli árásarmannsins og tveggja manna í fjölbýlishúsinu. Hann stakk þá báða til bana. Hann stakk næst konu, starfsmann tryggingafyrirtækis sem hann rændi, ítrekað. Talið er að konan komist lífs af. Næst réðst maðurinn á viðskiptavin bensínstöðvar sem var að dæla eldsneyti á bíl sinn. Stakk hann viðskiptavininn í bakið og hjó nærri af honum nefið, að sögn lögreglu. Sú atlaga virðist hafa verið með öllu tilefnislaus þar sem árásarmaðurinn gerði enga tilraun til að ræna manninn. Loks náðist árásarmaðurinn eftir að hann stakk öryggisvörð í 7-11-verslun í Santa Ana til bana. Hann gafst þá upp og lét frá sér stóran hníf og byssu sem hann hafði skorið úr belti öryggisvarðarins. Kom þá í ljós að hann hafði einnig stungið starfsmann Subway-veitingastaðar í nágrenninu til bana í vopnuðu ráni þar. Hnífsstungumorðin koma fast á hæla tveggja mannskæðra skotárása í Ohio og Texas um helgina þar sem vopnaðir menn skutu 31 til bana. Sérstaka athygli hefur ódæðið í El Paso í Texas vakið því morðinginn virðist hafa látið til skarar skríða vegna andúðar sinnar á innflytjendum og útlendingum. Fjöldamorðið er rannsakað sem hatursglæpur. Árásarmanninum og fjórum fórnarlömbum hans er lýst sem af rómönskum ættum. Tvö fórnarlambanna eru hvít. Bandaríkin Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Lögreglan í Kaliforníu handtók karlmann á fertugsaldri sem gekk berserksgang og stakk fjóra til bana og særði tvo til viðbótar í gær, að því er virðist að handahófi. Árásarmaðurinn og fjögur fórnlömb hans eru sögð af rómönskum ættum. AP-fréttastofan segir að maðurinn, sem er 33 ára gamall, hafi rænt fjölda fyrirtækja og myrt tvo menn í fjölbýlishúsi þar sem hann býr í borginni Garden Grove. Hann var handtekinn þegar hann kom út úr verslun í nágrannaborginni Santa Ana. Þar hafði hann tekið byssu af öryggisverði sem hann stakk til bana. Talið er að fórnarlömb mannsins hafi verið valin að handahófi. „Rán, hatur og morð“ eru einu ástæður morðanna svo sé, að sögn Carl Whitney, liðsforingja í lögreglunni í Garden Grove. „Við vitum að þessi náungi var fullur af hatri og hann skaðaði margt fólk í kvöld,“ sagði Whitney.Hjó nærri því nefið af manni sem dældi eldsneyti á bíl sinn Til einhvers konar ágreinings virðist hafa komið á milli árásarmannsins og tveggja manna í fjölbýlishúsinu. Hann stakk þá báða til bana. Hann stakk næst konu, starfsmann tryggingafyrirtækis sem hann rændi, ítrekað. Talið er að konan komist lífs af. Næst réðst maðurinn á viðskiptavin bensínstöðvar sem var að dæla eldsneyti á bíl sinn. Stakk hann viðskiptavininn í bakið og hjó nærri af honum nefið, að sögn lögreglu. Sú atlaga virðist hafa verið með öllu tilefnislaus þar sem árásarmaðurinn gerði enga tilraun til að ræna manninn. Loks náðist árásarmaðurinn eftir að hann stakk öryggisvörð í 7-11-verslun í Santa Ana til bana. Hann gafst þá upp og lét frá sér stóran hníf og byssu sem hann hafði skorið úr belti öryggisvarðarins. Kom þá í ljós að hann hafði einnig stungið starfsmann Subway-veitingastaðar í nágrenninu til bana í vopnuðu ráni þar. Hnífsstungumorðin koma fast á hæla tveggja mannskæðra skotárása í Ohio og Texas um helgina þar sem vopnaðir menn skutu 31 til bana. Sérstaka athygli hefur ódæðið í El Paso í Texas vakið því morðinginn virðist hafa látið til skarar skríða vegna andúðar sinnar á innflytjendum og útlendingum. Fjöldamorðið er rannsakað sem hatursglæpur. Árásarmanninum og fjórum fórnarlömbum hans er lýst sem af rómönskum ættum. Tvö fórnarlambanna eru hvít.
Bandaríkin Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02