Morðóður maður handtekinn í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2019 18:21 Maðurinn var loks handtekinn við 7-11-verslun í Santa Ana en ekki áður en hann hafði stungið öryggisvörð þar til bana. AP/Alex Gallardo Lögreglan í Kaliforníu handtók karlmann á fertugsaldri sem gekk berserksgang og stakk fjóra til bana og særði tvo til viðbótar í gær, að því er virðist að handahófi. Árásarmaðurinn og fjögur fórnlömb hans eru sögð af rómönskum ættum. AP-fréttastofan segir að maðurinn, sem er 33 ára gamall, hafi rænt fjölda fyrirtækja og myrt tvo menn í fjölbýlishúsi þar sem hann býr í borginni Garden Grove. Hann var handtekinn þegar hann kom út úr verslun í nágrannaborginni Santa Ana. Þar hafði hann tekið byssu af öryggisverði sem hann stakk til bana. Talið er að fórnarlömb mannsins hafi verið valin að handahófi. „Rán, hatur og morð“ eru einu ástæður morðanna svo sé, að sögn Carl Whitney, liðsforingja í lögreglunni í Garden Grove. „Við vitum að þessi náungi var fullur af hatri og hann skaðaði margt fólk í kvöld,“ sagði Whitney.Hjó nærri því nefið af manni sem dældi eldsneyti á bíl sinn Til einhvers konar ágreinings virðist hafa komið á milli árásarmannsins og tveggja manna í fjölbýlishúsinu. Hann stakk þá báða til bana. Hann stakk næst konu, starfsmann tryggingafyrirtækis sem hann rændi, ítrekað. Talið er að konan komist lífs af. Næst réðst maðurinn á viðskiptavin bensínstöðvar sem var að dæla eldsneyti á bíl sinn. Stakk hann viðskiptavininn í bakið og hjó nærri af honum nefið, að sögn lögreglu. Sú atlaga virðist hafa verið með öllu tilefnislaus þar sem árásarmaðurinn gerði enga tilraun til að ræna manninn. Loks náðist árásarmaðurinn eftir að hann stakk öryggisvörð í 7-11-verslun í Santa Ana til bana. Hann gafst þá upp og lét frá sér stóran hníf og byssu sem hann hafði skorið úr belti öryggisvarðarins. Kom þá í ljós að hann hafði einnig stungið starfsmann Subway-veitingastaðar í nágrenninu til bana í vopnuðu ráni þar. Hnífsstungumorðin koma fast á hæla tveggja mannskæðra skotárása í Ohio og Texas um helgina þar sem vopnaðir menn skutu 31 til bana. Sérstaka athygli hefur ódæðið í El Paso í Texas vakið því morðinginn virðist hafa látið til skarar skríða vegna andúðar sinnar á innflytjendum og útlendingum. Fjöldamorðið er rannsakað sem hatursglæpur. Árásarmanninum og fjórum fórnarlömbum hans er lýst sem af rómönskum ættum. Tvö fórnarlambanna eru hvít. Bandaríkin Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Lögreglan í Kaliforníu handtók karlmann á fertugsaldri sem gekk berserksgang og stakk fjóra til bana og særði tvo til viðbótar í gær, að því er virðist að handahófi. Árásarmaðurinn og fjögur fórnlömb hans eru sögð af rómönskum ættum. AP-fréttastofan segir að maðurinn, sem er 33 ára gamall, hafi rænt fjölda fyrirtækja og myrt tvo menn í fjölbýlishúsi þar sem hann býr í borginni Garden Grove. Hann var handtekinn þegar hann kom út úr verslun í nágrannaborginni Santa Ana. Þar hafði hann tekið byssu af öryggisverði sem hann stakk til bana. Talið er að fórnarlömb mannsins hafi verið valin að handahófi. „Rán, hatur og morð“ eru einu ástæður morðanna svo sé, að sögn Carl Whitney, liðsforingja í lögreglunni í Garden Grove. „Við vitum að þessi náungi var fullur af hatri og hann skaðaði margt fólk í kvöld,“ sagði Whitney.Hjó nærri því nefið af manni sem dældi eldsneyti á bíl sinn Til einhvers konar ágreinings virðist hafa komið á milli árásarmannsins og tveggja manna í fjölbýlishúsinu. Hann stakk þá báða til bana. Hann stakk næst konu, starfsmann tryggingafyrirtækis sem hann rændi, ítrekað. Talið er að konan komist lífs af. Næst réðst maðurinn á viðskiptavin bensínstöðvar sem var að dæla eldsneyti á bíl sinn. Stakk hann viðskiptavininn í bakið og hjó nærri af honum nefið, að sögn lögreglu. Sú atlaga virðist hafa verið með öllu tilefnislaus þar sem árásarmaðurinn gerði enga tilraun til að ræna manninn. Loks náðist árásarmaðurinn eftir að hann stakk öryggisvörð í 7-11-verslun í Santa Ana til bana. Hann gafst þá upp og lét frá sér stóran hníf og byssu sem hann hafði skorið úr belti öryggisvarðarins. Kom þá í ljós að hann hafði einnig stungið starfsmann Subway-veitingastaðar í nágrenninu til bana í vopnuðu ráni þar. Hnífsstungumorðin koma fast á hæla tveggja mannskæðra skotárása í Ohio og Texas um helgina þar sem vopnaðir menn skutu 31 til bana. Sérstaka athygli hefur ódæðið í El Paso í Texas vakið því morðinginn virðist hafa látið til skarar skríða vegna andúðar sinnar á innflytjendum og útlendingum. Fjöldamorðið er rannsakað sem hatursglæpur. Árásarmanninum og fjórum fórnarlömbum hans er lýst sem af rómönskum ættum. Tvö fórnarlambanna eru hvít.
Bandaríkin Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02