Hæstiréttur skipar ríkisstjóra Púertó Ríkó að segja af sér Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2019 20:02 Pierluisi tók við embætti á föstudag en þarf nú að láta af því. AP/Dennis M. Rivera Pichardo Pedro Pierluisi, sem sór embættiseið sem ríkisstjóri Púertó Ríkó í síðustu viku, þarf að segja af sér í dag. Hæstiréttur Púertó Ríkó ógilti embættistöku hans þar sem hún hafi ekki verið staðfest í báðum deildum þingsins. Pierluisi ætlar að una úrskurðinum. Dómsmálaráðherrann Wanda Vásquez ætti næst að taka við ríkisstjóraembættinu samkvæmt lögum Púertó Ríkó, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Glundroði hefur einkennt stjónmálalíf Púertó Ríkó, sem er bandarískt landsvæði, undanfarnar vikur. Ricardo Rosselló sagði af sér sem ríkisstjóri í skugga fjöldamótmæla eftir að í ljós kom að hann og aðrir embættismenn höfðu haft uppi ósæmileg ummæli í lokuðum samfélagsmiðlahópi, meðal annars um söngvarann Ricky Martin og borgarstjóra San Juan. Pierluisi var skipaður innanríkisráðherra og næsti handhafi ríkisstjóraembættisins 31. júlí. Hann sór embættiseið sem ríkisstjóri á föstudag. Skipan hans sem ráðherra hafði þá aðeins verið staðfest í neðri deild þingsins. Thomas Rivera Schatz, forseti öldungadeildarinnar, höfðaði mál á sunnudag til að fá embættistöku Pierluisi ógilta. Sjálfur taldi Pierluisi að þingið hafi ekki þurft að samþykkja skipan hans því þinghlé hafi staðið yfir. Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Búist við afsögn ríkisstjórans í skugga „Ricky-Leaks“ hneykslisins: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Ricardo Rosselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó, hafði í frammi fjandsamleg ummæli í garð minnihlutahópa en neitar opinberlega að segja af sér. Heimildir fréttastofu CNN herma þó að hann hyggist gera það síðdegis. 24. júlí 2019 10:45 Segir af sér í kjölfar RickyLeaks-hneykslisins Ricardo Rosselló ríkisstjóri Púertó Ríkó tilkynnti það í nótt að hann muni segja af sér í byrjun næsta mánaðar í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. 25. júlí 2019 06:56 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Pedro Pierluisi, sem sór embættiseið sem ríkisstjóri Púertó Ríkó í síðustu viku, þarf að segja af sér í dag. Hæstiréttur Púertó Ríkó ógilti embættistöku hans þar sem hún hafi ekki verið staðfest í báðum deildum þingsins. Pierluisi ætlar að una úrskurðinum. Dómsmálaráðherrann Wanda Vásquez ætti næst að taka við ríkisstjóraembættinu samkvæmt lögum Púertó Ríkó, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Glundroði hefur einkennt stjónmálalíf Púertó Ríkó, sem er bandarískt landsvæði, undanfarnar vikur. Ricardo Rosselló sagði af sér sem ríkisstjóri í skugga fjöldamótmæla eftir að í ljós kom að hann og aðrir embættismenn höfðu haft uppi ósæmileg ummæli í lokuðum samfélagsmiðlahópi, meðal annars um söngvarann Ricky Martin og borgarstjóra San Juan. Pierluisi var skipaður innanríkisráðherra og næsti handhafi ríkisstjóraembættisins 31. júlí. Hann sór embættiseið sem ríkisstjóri á föstudag. Skipan hans sem ráðherra hafði þá aðeins verið staðfest í neðri deild þingsins. Thomas Rivera Schatz, forseti öldungadeildarinnar, höfðaði mál á sunnudag til að fá embættistöku Pierluisi ógilta. Sjálfur taldi Pierluisi að þingið hafi ekki þurft að samþykkja skipan hans því þinghlé hafi staðið yfir.
Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Búist við afsögn ríkisstjórans í skugga „Ricky-Leaks“ hneykslisins: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Ricardo Rosselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó, hafði í frammi fjandsamleg ummæli í garð minnihlutahópa en neitar opinberlega að segja af sér. Heimildir fréttastofu CNN herma þó að hann hyggist gera það síðdegis. 24. júlí 2019 10:45 Segir af sér í kjölfar RickyLeaks-hneykslisins Ricardo Rosselló ríkisstjóri Púertó Ríkó tilkynnti það í nótt að hann muni segja af sér í byrjun næsta mánaðar í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. 25. júlí 2019 06:56 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Búist við afsögn ríkisstjórans í skugga „Ricky-Leaks“ hneykslisins: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Ricardo Rosselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó, hafði í frammi fjandsamleg ummæli í garð minnihlutahópa en neitar opinberlega að segja af sér. Heimildir fréttastofu CNN herma þó að hann hyggist gera það síðdegis. 24. júlí 2019 10:45
Segir af sér í kjölfar RickyLeaks-hneykslisins Ricardo Rosselló ríkisstjóri Púertó Ríkó tilkynnti það í nótt að hann muni segja af sér í byrjun næsta mánaðar í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. 25. júlí 2019 06:56