Komu til Íslands á flótta en reka nú veitingastað og túlkaþjónustu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2019 08:30 Hassan og Zahra á nýja staðnum sem ku hafa fengið góðar viðtökur. Vísir/Aðsend Skyndibitastaðurinn Afghan Style opnaði í Langarima í Grafarvogi í gær en um er að ræða fyrsta skyndibitastaðinn hér á landi sem býður upp á afganskan eða persneskan skyndibita. Eigendur staðarins eru hjónin Hassan Raza Akbari og Zahra Mesbah Sayed Ali. Þau eru bæði frá Afganistan. Í samtali við Vísi sagði Zahra að staðurinn hafi verið opnaður almenningi klukkan tíu í gær og að boðið hafi verið upp á sérstök tilboð í tilefni af opnun staðarins, sem er staðsettur þar sem skyndibitastaðurinn Rima Grill var áður. Zahra kveðst spennt fyrir verkefninu sem fram undan er í veitingarekstrinum. Maturinn sem boðið sé upp á sé hefðbundinn afganskur matur. Af Facebook-síðu staðarins má ráða að meðal rétta sem eru á boðstólum séu ýmiskonar kebabréttir, hrísgrjónarétturinn biryani og kofta-samloka, en kofta er regnhlífarhugtak yfir ýmsa kjötrétti sem eiga uppruna í nokkrum mismunandi matarmenningarheimum, meðal annars afgönskum.Unnu í mánuð að opnun staðarins Zahra segir húsnæðið að mörgu leyti hafa verið tilbúið til veitingarekstrar, enda var rekinn skyndibitastaður þar áður en þau Zahra og Hassan tóku við húsnæðinu. Þrátt fyrir það segir hún að húsnæðið hafi þarfnast einhverra lagfæringa til þess að falla betur að þeim rekstri sem þau hjón höfðu í huga.Staðurinn er til húsa í Langarima 21-23.Vísir/AðsendHún segist þá finna fyrir góðum móttökum frá Íslendingum og að hún hafi skynjað spennu fyrir opnun staðarins. Á Facebook-síðu Afghan Style má sjá marga Íslendinga lýsa yfir ánægju sinni með komu staðarins í Grafarvoginn og segjast margir hlakka til að bragða á því sem þar verður á boðstólum.Komu til Íslands á flótta Saga þeirra hjóna er afar áhugaverð en þau komu bæði hingað til lands í leit að betra lífi. Hassan kom hingað til lands árið 2007. Hann hafði stungið af að heiman ásamt kærustu sinni til að ganga í hjónaband en hún var barnshafandi. Hjónabandið var í óþökk fjölskyldu brúðarinnar þannig að þegar þau sneru aftur fjórum mánuðum seinna beið þeirra grimmileg hefnd. Hún féll fyrir hendi föður síns en Hassan var sendur af ættingjum sínum til Grikklands. Hann varð þar fyrir hnífaárás samlanda sinna og ætlaði því að reyna að komast til Kanada. Hann millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Þá átti hann engra annarra kosta völ en að sækja um hæli hér í miðju efnahagshruninu. Hann hefur gert ýmislegt til að falla inn í íslenskt samfélag, unnið sem aðstoðarmaður í eldhúsi og bílstjóri svo eitthvað sé nefnt. Fyrir fyrsta starfið sitt fékk hann engin laun eftir þriggja mánaða vinnu þar sem fyrirtækið varð gjaldþrota. Í viðtali við Stöð 2 árið 2015, í tilefni þess að hann væri að verða íslenskur ríkisborgari, sagði hann engan vafa leika á því að hér ætlaði hann að vera til æviloka. Meðal fyrstu afgönsku kvótaflóttamanna hér á landi Zahra kom hingað til lands árið 2012, með móður sinni og yngri systur og voru þær meðal fyrstu afgönsku kvótaflóttamannanna til þess að koma hingað til lands. Hún er fædd í Íran en á afganska foreldra. Aðstæður mæðgnanna sem kvenna af afgönskum uppruna voru afar erfiðar í Íran, eins og hún greindi frá í viðtali við Stöð 2 í lok síðasta árs.Systurnar komu til Íslands ásamt móður sinni sem kvótaflóttamenn haustið 2012. Hér eru þær ásamt dóttur Zöhru og Hassans.Vísir/Friðrik Þór„Ég get ekki ímyndað mér núna hver var tilfinningin mín á þeim tíma. Af því að við gátum ekki farið í háskóla, eða við þurftum að borga mjög mikið. Og við gátum ekki keyrt mótorhjól né bíl,“ útskýrir Zahra sem segir mikla mismunun hafa ríkt í garð Afgana í Íran. „Þetta var erfitt fyrir barn,“ sagði hún í því viðtali. Zahra fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember í fyrra. Saman eiga þau Zahra og Hassan rúmlega eins og hálfs árs gamla dóttur.Veitingar og túlkaþjónusta Hassan er útskrifaður kokkur og segir Zahra að eldamennskan eigi hug hans allan. „Hann langar mjög mikið að elda, og mig líka. Hann er alltaf að hugsa um það,“ segir Zahra í samtali við Vísi. Þess vegna hafi þau bæði stokkið til þegar tækifæri á því að opna afganskan skyndibitastað gafst. Hjónin eru þó ekki aðeins í veitingabransanum en þau reka einnig túlkaþjónustu sem túlkar yfir á fimmtán mismunandi tungumál. Meðal þeirra tungumála sem þjónusta þeirra, Kabul ehf, tekur að sér að túlka eru pólska, indverska, farsí og spænska. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Skyndibitastaðurinn Afghan Style opnaði í Langarima í Grafarvogi í gær en um er að ræða fyrsta skyndibitastaðinn hér á landi sem býður upp á afganskan eða persneskan skyndibita. Eigendur staðarins eru hjónin Hassan Raza Akbari og Zahra Mesbah Sayed Ali. Þau eru bæði frá Afganistan. Í samtali við Vísi sagði Zahra að staðurinn hafi verið opnaður almenningi klukkan tíu í gær og að boðið hafi verið upp á sérstök tilboð í tilefni af opnun staðarins, sem er staðsettur þar sem skyndibitastaðurinn Rima Grill var áður. Zahra kveðst spennt fyrir verkefninu sem fram undan er í veitingarekstrinum. Maturinn sem boðið sé upp á sé hefðbundinn afganskur matur. Af Facebook-síðu staðarins má ráða að meðal rétta sem eru á boðstólum séu ýmiskonar kebabréttir, hrísgrjónarétturinn biryani og kofta-samloka, en kofta er regnhlífarhugtak yfir ýmsa kjötrétti sem eiga uppruna í nokkrum mismunandi matarmenningarheimum, meðal annars afgönskum.Unnu í mánuð að opnun staðarins Zahra segir húsnæðið að mörgu leyti hafa verið tilbúið til veitingarekstrar, enda var rekinn skyndibitastaður þar áður en þau Zahra og Hassan tóku við húsnæðinu. Þrátt fyrir það segir hún að húsnæðið hafi þarfnast einhverra lagfæringa til þess að falla betur að þeim rekstri sem þau hjón höfðu í huga.Staðurinn er til húsa í Langarima 21-23.Vísir/AðsendHún segist þá finna fyrir góðum móttökum frá Íslendingum og að hún hafi skynjað spennu fyrir opnun staðarins. Á Facebook-síðu Afghan Style má sjá marga Íslendinga lýsa yfir ánægju sinni með komu staðarins í Grafarvoginn og segjast margir hlakka til að bragða á því sem þar verður á boðstólum.Komu til Íslands á flótta Saga þeirra hjóna er afar áhugaverð en þau komu bæði hingað til lands í leit að betra lífi. Hassan kom hingað til lands árið 2007. Hann hafði stungið af að heiman ásamt kærustu sinni til að ganga í hjónaband en hún var barnshafandi. Hjónabandið var í óþökk fjölskyldu brúðarinnar þannig að þegar þau sneru aftur fjórum mánuðum seinna beið þeirra grimmileg hefnd. Hún féll fyrir hendi föður síns en Hassan var sendur af ættingjum sínum til Grikklands. Hann varð þar fyrir hnífaárás samlanda sinna og ætlaði því að reyna að komast til Kanada. Hann millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Þá átti hann engra annarra kosta völ en að sækja um hæli hér í miðju efnahagshruninu. Hann hefur gert ýmislegt til að falla inn í íslenskt samfélag, unnið sem aðstoðarmaður í eldhúsi og bílstjóri svo eitthvað sé nefnt. Fyrir fyrsta starfið sitt fékk hann engin laun eftir þriggja mánaða vinnu þar sem fyrirtækið varð gjaldþrota. Í viðtali við Stöð 2 árið 2015, í tilefni þess að hann væri að verða íslenskur ríkisborgari, sagði hann engan vafa leika á því að hér ætlaði hann að vera til æviloka. Meðal fyrstu afgönsku kvótaflóttamanna hér á landi Zahra kom hingað til lands árið 2012, með móður sinni og yngri systur og voru þær meðal fyrstu afgönsku kvótaflóttamannanna til þess að koma hingað til lands. Hún er fædd í Íran en á afganska foreldra. Aðstæður mæðgnanna sem kvenna af afgönskum uppruna voru afar erfiðar í Íran, eins og hún greindi frá í viðtali við Stöð 2 í lok síðasta árs.Systurnar komu til Íslands ásamt móður sinni sem kvótaflóttamenn haustið 2012. Hér eru þær ásamt dóttur Zöhru og Hassans.Vísir/Friðrik Þór„Ég get ekki ímyndað mér núna hver var tilfinningin mín á þeim tíma. Af því að við gátum ekki farið í háskóla, eða við þurftum að borga mjög mikið. Og við gátum ekki keyrt mótorhjól né bíl,“ útskýrir Zahra sem segir mikla mismunun hafa ríkt í garð Afgana í Íran. „Þetta var erfitt fyrir barn,“ sagði hún í því viðtali. Zahra fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember í fyrra. Saman eiga þau Zahra og Hassan rúmlega eins og hálfs árs gamla dóttur.Veitingar og túlkaþjónusta Hassan er útskrifaður kokkur og segir Zahra að eldamennskan eigi hug hans allan. „Hann langar mjög mikið að elda, og mig líka. Hann er alltaf að hugsa um það,“ segir Zahra í samtali við Vísi. Þess vegna hafi þau bæði stokkið til þegar tækifæri á því að opna afganskan skyndibitastað gafst. Hjónin eru þó ekki aðeins í veitingabransanum en þau reka einnig túlkaþjónustu sem túlkar yfir á fimmtán mismunandi tungumál. Meðal þeirra tungumála sem þjónusta þeirra, Kabul ehf, tekur að sér að túlka eru pólska, indverska, farsí og spænska.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira