Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Sylvía Hall skrifar 4. ágúst 2019 23:43 Mikill fjöldi fólks hefur lagt blóm við veginn nærri Walmart versluninni þar sem skotárásin varð. vísir/epa Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius hefur verið handtekinn grunaður um árásina. Jordan var ein þeirra sem lést í árásinni og eiginmanns hennar er enn saknað. Í það minnsta tuttugu létust í skotárásinni sem var sú 250. í ár þar sem fleiri en fjórir slasast eða láta lífið.Sjá einnig: Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart Elizabeth Terry, ættingi fjölskyldunnar, segir hana hafa orðið fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að hlífa tveggja mánaða gömlum syni sínum frá skothríðinni. Sonur hennar slasaðist í árásinni en hann var dreginn undan líki hennar þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang. „Barnið var útatað í blóði hennar [þegar þeir komu á vettvang]. Þú fylgist með þessum atburðum og þú sérð þessa atburði og þú trúir því aldrei að þetta gæti komið fyrir þína eigin fjölskyldu,“ segir Terry í samtali við CNN. „Hvernig getur það gerst að foreldrar fari að kaupa skólaföng og láta lífið við að hlífa börnum sínum frá byssukúlum?“ Halda í vonina að eiginmaðurinn finnist á lífi Andre og Jordan Anchondo áttu þrjú börn saman, tveggja mánaða gamlan son sem var með þeim í versluninni og tvö önnur börn, tveggja og fimm ára gömul. Þau höfðu skutlað dóttur sinni á klappstýruæfingu á leið sinni í verslunina. Fyrsta tilkynning um árásarmanninn barst lögreglu klukkan 10:39 að staðartíma og hófu ættingjar hjónanna að reyna að ná í þau. Þegar þau svöruðu ekki síma fóru þau að hafa áhyggjur. „Við höldum enn í vonina að við finnum Andre á lífi. Við munum halda í vonina á meðan við getum,“ segir Terry en enn er verið að bera kennsl á lík þeirra sem létust í árásinni. Mikil samstaða myndaðist í El Paso eftir árásina.Vísir/APÞrjár skotárásir á einni viku Innan við sólarhring eftir árásina í El Paso varð önnur skotárás í Daytonborg í Ohio þar sem níu manns létu lífið. Á meðal fórnarlambanna var systir árásarmannsins en hann var skotinn til bana af lögreglu.Sjá einnig: Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímumÞá létust fjórir og þrettán særðust þegar árásarmaður lét til skarar skríða á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki síðustu helgi. Á meðal þeirra sem létust var hinn sex ára gamli Steven Romero. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina í El Paso í gær og sagði að hún væri verk heiguls. Enginn ástæða eða afsökun gæti réttlétt dráp á saklausu fólki.Today’s shooting in El Paso, Texas, was not only tragic, it was an act of cowardice. I know that I stand with everyone in this Country to condemn today’s hateful act. There are no reasons or excuses that will ever justify killing innocent people.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2019 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius hefur verið handtekinn grunaður um árásina. Jordan var ein þeirra sem lést í árásinni og eiginmanns hennar er enn saknað. Í það minnsta tuttugu létust í skotárásinni sem var sú 250. í ár þar sem fleiri en fjórir slasast eða láta lífið.Sjá einnig: Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart Elizabeth Terry, ættingi fjölskyldunnar, segir hana hafa orðið fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að hlífa tveggja mánaða gömlum syni sínum frá skothríðinni. Sonur hennar slasaðist í árásinni en hann var dreginn undan líki hennar þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang. „Barnið var útatað í blóði hennar [þegar þeir komu á vettvang]. Þú fylgist með þessum atburðum og þú sérð þessa atburði og þú trúir því aldrei að þetta gæti komið fyrir þína eigin fjölskyldu,“ segir Terry í samtali við CNN. „Hvernig getur það gerst að foreldrar fari að kaupa skólaföng og láta lífið við að hlífa börnum sínum frá byssukúlum?“ Halda í vonina að eiginmaðurinn finnist á lífi Andre og Jordan Anchondo áttu þrjú börn saman, tveggja mánaða gamlan son sem var með þeim í versluninni og tvö önnur börn, tveggja og fimm ára gömul. Þau höfðu skutlað dóttur sinni á klappstýruæfingu á leið sinni í verslunina. Fyrsta tilkynning um árásarmanninn barst lögreglu klukkan 10:39 að staðartíma og hófu ættingjar hjónanna að reyna að ná í þau. Þegar þau svöruðu ekki síma fóru þau að hafa áhyggjur. „Við höldum enn í vonina að við finnum Andre á lífi. Við munum halda í vonina á meðan við getum,“ segir Terry en enn er verið að bera kennsl á lík þeirra sem létust í árásinni. Mikil samstaða myndaðist í El Paso eftir árásina.Vísir/APÞrjár skotárásir á einni viku Innan við sólarhring eftir árásina í El Paso varð önnur skotárás í Daytonborg í Ohio þar sem níu manns létu lífið. Á meðal fórnarlambanna var systir árásarmannsins en hann var skotinn til bana af lögreglu.Sjá einnig: Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímumÞá létust fjórir og þrettán særðust þegar árásarmaður lét til skarar skríða á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki síðustu helgi. Á meðal þeirra sem létust var hinn sex ára gamli Steven Romero. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina í El Paso í gær og sagði að hún væri verk heiguls. Enginn ástæða eða afsökun gæti réttlétt dráp á saklausu fólki.Today’s shooting in El Paso, Texas, was not only tragic, it was an act of cowardice. I know that I stand with everyone in this Country to condemn today’s hateful act. There are no reasons or excuses that will ever justify killing innocent people.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2019
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02
Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33