Sýrlensk bragðlaukaveisla á Mandi í Skeifunni Mandi kynnir 2. ágúst 2019 15:00 Mandi Chicken máltið elduð eftir leyniuppskrift frá Sýrlandi. Mandi „Ég elska að búa til mat og finnst ekkert eins gefandi og að sjá fólk njóta matarins. Um daginn sá ég mann úti á götu að borða samloku frá Mandi og þegar hann var búinn sleikti hann hvern einasta sósudropa úr bréfinu. Ég varð svo glaður að ég tók af honum mynd og sagði við hann að nákvæmlega svona vildi ég að fólk borðaði matinn okkar,“ segir Hlal Jarah en hann rekur sýrlenska veitingastaðinn Mandi ásamt eiginkonu sinni Iwona Sochacka. Þau hjónin opnuðu nýlega Mandi í Skeifunni - Faxafeni 9 en fyrir reka þau Mandi við Ingólfstorg.Stöðugur straumur gesta er á nýja staðinn.„Við höfum rekið Mandi við Ingólfstorg í sjö ár og gengið vel. Fólk var alltaf að biðja okkur um að opna fleiri staði. Við vildum fara varlega í sakirnar og biðum eftir rétta tækifærinu. Við sjáum hins vegar ekki eftir þessari ákvörðun, Það er frábært að vera hérna í Skeifunni,“ segir Iwona og Hlal segir fjölskyldufólk sérstaklega ánægt með nýja staðinn. „Það er einfaldara að koma hingað í Skeifuna með krakkana, leggja bílnum og borða. Viðskiptavinir okkar sem komu til okkar um helgar niðri í bæ, koma núna alla daga, aftur og aftur. Sami matseðill er á báðum stöðum og svo erum við erum alltaf að þróa eitthvað nýtt. Maturinn okkar er fyrir alla og við leggjum sérstaka áherslu á að bjóða gott verð,“ segir Hlal. „Við flytjum til dæmis sjálf inn það hráefni sem við getum til að geta haldið verðinu í lágmarki.“Hlal Jarah segist elska að búa til mat og honum finnist ekkert eins gefandi og að sjá fólk njóta matarins.„Það eru allir svo uppteknir í dag og hafa lítinn tíma til að elda. Þá er frábært að koma við hjá okkur og annað hvort setjast inn og borða eða grípa kvöldmatinn með sér heim. Það ættu allir að finna eitthvað sem þeim líkar á matseðlinum,“ segir Iwona. „Við erum með máltíðir með kjúklingi, lambakjöti, fiski og mixi og máltíðunum fylgja hrísgrjón, salat og sósa. Við erum einnig með Shawarma eða vefjur, Falafel og salöt og hamborgara og bjóðum einnig grænmetisrétti og Vegan. Við erum einnig með veisluþjónustu fyrir hópa.“Hlal ólst upp við matargerð og var snemma farinn að elda við hlið föður síns. Hér er hann 14 ára á veitingastað fjölskyldunnar í Sýrlandi.Ólst upp við matargerðHlal á ekki langt að sækja ástríðuna fyrir matargerð en hann ólst nánast upp í eldhúsinu á veitingastað fjölskyldunnar í Sýrlandi. Þrettán ára var hann farinn að elda við hlið föður síns og eldar í dag ennþá eftir „leyniuppskriftum“ hans, sem Hlal á handskrifaðar á blöðum. Iwona segir Hlal hafa drukkið í sig kryddblöndur föður síns til jafns við móðurmjólkina. „Hann er frábær kokkur og styttir sér aldrei leið í eldamennskunni. Ef ég bið hann um hrísgrjónagraut í kvöldmatinn, sem mamma mín eldar á 20 mínútum, segir hann ekkert mál og maturinn er til tólf tímum síðar! En biðin er vel þess virði. Maturinn hans er algjör bragðbomba í munni,“ segir Iwona.Falafel máltíð á Mandi.„Með hægeldun nær maður fram því besta úr hráefninu,“ útskýrir Hlal. „Marga arabíska rétti tekur fjóra klukkutíma að elda eða lengur. Ég elda til dæmis kjötsúpu í tvo sólarhringa þegar ég á von á fjölskyldunni í mat,“ segir Hlal og Iwona segir stórfjölskylduna hittast tvisvar í viku og þá telur hópurinn hátt í 40 manns. „Við eigum bara tólf manna borðstofuborð svo það er setið þétt og á gólfinu og hvar sem er pláss. Fyrir okkur er samveran við fjölskylduna mikilvæg og að fólk njóti þess að borða. Eitt sinn lét Hlal alla skilja símann sinn eftir í körfu við dyrnar. Unglingarnir voru ekkert ánægðir með það en það skilaði sér í því að allir töluðu saman og nutu matarins. Þannig viljum við hafa það á Mandi, að fólk njóti þess að borða og vera saman.“Vefjurnar njóta mikilla vinsælda.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Mandi. Matur Viðskipti Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Sjá meira
„Ég elska að búa til mat og finnst ekkert eins gefandi og að sjá fólk njóta matarins. Um daginn sá ég mann úti á götu að borða samloku frá Mandi og þegar hann var búinn sleikti hann hvern einasta sósudropa úr bréfinu. Ég varð svo glaður að ég tók af honum mynd og sagði við hann að nákvæmlega svona vildi ég að fólk borðaði matinn okkar,“ segir Hlal Jarah en hann rekur sýrlenska veitingastaðinn Mandi ásamt eiginkonu sinni Iwona Sochacka. Þau hjónin opnuðu nýlega Mandi í Skeifunni - Faxafeni 9 en fyrir reka þau Mandi við Ingólfstorg.Stöðugur straumur gesta er á nýja staðinn.„Við höfum rekið Mandi við Ingólfstorg í sjö ár og gengið vel. Fólk var alltaf að biðja okkur um að opna fleiri staði. Við vildum fara varlega í sakirnar og biðum eftir rétta tækifærinu. Við sjáum hins vegar ekki eftir þessari ákvörðun, Það er frábært að vera hérna í Skeifunni,“ segir Iwona og Hlal segir fjölskyldufólk sérstaklega ánægt með nýja staðinn. „Það er einfaldara að koma hingað í Skeifuna með krakkana, leggja bílnum og borða. Viðskiptavinir okkar sem komu til okkar um helgar niðri í bæ, koma núna alla daga, aftur og aftur. Sami matseðill er á báðum stöðum og svo erum við erum alltaf að þróa eitthvað nýtt. Maturinn okkar er fyrir alla og við leggjum sérstaka áherslu á að bjóða gott verð,“ segir Hlal. „Við flytjum til dæmis sjálf inn það hráefni sem við getum til að geta haldið verðinu í lágmarki.“Hlal Jarah segist elska að búa til mat og honum finnist ekkert eins gefandi og að sjá fólk njóta matarins.„Það eru allir svo uppteknir í dag og hafa lítinn tíma til að elda. Þá er frábært að koma við hjá okkur og annað hvort setjast inn og borða eða grípa kvöldmatinn með sér heim. Það ættu allir að finna eitthvað sem þeim líkar á matseðlinum,“ segir Iwona. „Við erum með máltíðir með kjúklingi, lambakjöti, fiski og mixi og máltíðunum fylgja hrísgrjón, salat og sósa. Við erum einnig með Shawarma eða vefjur, Falafel og salöt og hamborgara og bjóðum einnig grænmetisrétti og Vegan. Við erum einnig með veisluþjónustu fyrir hópa.“Hlal ólst upp við matargerð og var snemma farinn að elda við hlið föður síns. Hér er hann 14 ára á veitingastað fjölskyldunnar í Sýrlandi.Ólst upp við matargerðHlal á ekki langt að sækja ástríðuna fyrir matargerð en hann ólst nánast upp í eldhúsinu á veitingastað fjölskyldunnar í Sýrlandi. Þrettán ára var hann farinn að elda við hlið föður síns og eldar í dag ennþá eftir „leyniuppskriftum“ hans, sem Hlal á handskrifaðar á blöðum. Iwona segir Hlal hafa drukkið í sig kryddblöndur föður síns til jafns við móðurmjólkina. „Hann er frábær kokkur og styttir sér aldrei leið í eldamennskunni. Ef ég bið hann um hrísgrjónagraut í kvöldmatinn, sem mamma mín eldar á 20 mínútum, segir hann ekkert mál og maturinn er til tólf tímum síðar! En biðin er vel þess virði. Maturinn hans er algjör bragðbomba í munni,“ segir Iwona.Falafel máltíð á Mandi.„Með hægeldun nær maður fram því besta úr hráefninu,“ útskýrir Hlal. „Marga arabíska rétti tekur fjóra klukkutíma að elda eða lengur. Ég elda til dæmis kjötsúpu í tvo sólarhringa þegar ég á von á fjölskyldunni í mat,“ segir Hlal og Iwona segir stórfjölskylduna hittast tvisvar í viku og þá telur hópurinn hátt í 40 manns. „Við eigum bara tólf manna borðstofuborð svo það er setið þétt og á gólfinu og hvar sem er pláss. Fyrir okkur er samveran við fjölskylduna mikilvæg og að fólk njóti þess að borða. Eitt sinn lét Hlal alla skilja símann sinn eftir í körfu við dyrnar. Unglingarnir voru ekkert ánægðir með það en það skilaði sér í því að allir töluðu saman og nutu matarins. Þannig viljum við hafa það á Mandi, að fólk njóti þess að borða og vera saman.“Vefjurnar njóta mikilla vinsælda.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Mandi.
Matur Viðskipti Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Sjá meira