Skotið á skrifstofur innflytjendayfirvalda í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 11:48 Fulltrúar innflytjenda- og tollaeftirlitsins ICE. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Forsvarsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) fullyrða að pólitísk orðræða og „villandi upplýsingar“ um innflytjendastefnu Trump-stjórnarinnar hafi verið orsakir þess að skotið var á skrifstofur stofnunarinnar í San Antonio í Texas í fyrrinótt. Enginn særðist. Nokkrum byssukúlum var skotið á skrifstofur ICE um klukkan þrjú að nóttu að staðartíma. Einnig var skotið á tvær nærliggjandi byggingar, að sögn alríkislögreglunnar FBI. Enginn hefur verið handtekinn og leitar alríkislögreglan nú að sökudólgnum eða dólgunum. Störf ICE í tíð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta hafa verið afar umdeild. Aðbúnaður í skýlum fyrir innflytjendur í haldi hefur verið harðlega gagnrýndur. Rétt eftir skotárásina í El Paso fyrir einni og hálfri og viku sem var sérstaklega beint að rómansk amerískum innflytjendum lét ICE til skarar skríða og handtók hundruð manna sem voru taldir dvelja ólöglega í Bandaríkjunum. Engar ráðstafanir voru gerðar vegna barna fólksins og bárust fregnir af því að skólayfirvöld hafi þurft að hafa hraðar hendur til að sjá börnum fyrir samastað eftir að foreldrar þeirra voru handteknir. Í yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skrifstofurnar í San Antonio kennir ICE orðræðu gagnrýnenda stofnunarinnar um hana, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessi truflandi almanna orðræða hylur störf mikilvægrar löggæslu og setur öryggi fulltrúa okkar í óþarfa hættu,“ sagði Daniel Bible, forstjóri ICE í San Antonio. Christopher Combs, yfirmaður FBI í borginni, segist óttast að fleiri skotárásir sem þessi gætu verið yfirvofandi vegna andrúmsloftsins í landinu. „Við getum ekki látið pólitíska orðræðu leiða okkur til ofbeldis þar sem alríkisstarfsmenn, saklaust fólk að vinna sína vinnu, er sett í hættu,“ segir Combs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Forsvarsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) fullyrða að pólitísk orðræða og „villandi upplýsingar“ um innflytjendastefnu Trump-stjórnarinnar hafi verið orsakir þess að skotið var á skrifstofur stofnunarinnar í San Antonio í Texas í fyrrinótt. Enginn særðist. Nokkrum byssukúlum var skotið á skrifstofur ICE um klukkan þrjú að nóttu að staðartíma. Einnig var skotið á tvær nærliggjandi byggingar, að sögn alríkislögreglunnar FBI. Enginn hefur verið handtekinn og leitar alríkislögreglan nú að sökudólgnum eða dólgunum. Störf ICE í tíð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta hafa verið afar umdeild. Aðbúnaður í skýlum fyrir innflytjendur í haldi hefur verið harðlega gagnrýndur. Rétt eftir skotárásina í El Paso fyrir einni og hálfri og viku sem var sérstaklega beint að rómansk amerískum innflytjendum lét ICE til skarar skríða og handtók hundruð manna sem voru taldir dvelja ólöglega í Bandaríkjunum. Engar ráðstafanir voru gerðar vegna barna fólksins og bárust fregnir af því að skólayfirvöld hafi þurft að hafa hraðar hendur til að sjá börnum fyrir samastað eftir að foreldrar þeirra voru handteknir. Í yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skrifstofurnar í San Antonio kennir ICE orðræðu gagnrýnenda stofnunarinnar um hana, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessi truflandi almanna orðræða hylur störf mikilvægrar löggæslu og setur öryggi fulltrúa okkar í óþarfa hættu,“ sagði Daniel Bible, forstjóri ICE í San Antonio. Christopher Combs, yfirmaður FBI í borginni, segist óttast að fleiri skotárásir sem þessi gætu verið yfirvofandi vegna andrúmsloftsins í landinu. „Við getum ekki látið pólitíska orðræðu leiða okkur til ofbeldis þar sem alríkisstarfsmenn, saklaust fólk að vinna sína vinnu, er sett í hættu,“ segir Combs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira