Man. United hefur borgað meira en milljarð fyrir hvert mark hjá Sanchez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 13:45 Alexis Sanchez. Getty/Simon Stacpoole Fortíð, nútíð og framtíð Alexis Sanchez á Old Trafford er ekki glæsileg. Miklar væntingar voru bundnar til Alexis Sanchez hjá Manchester United þegar hann kom frá Arsenal í janúar 2018. Síðan eru liðnir átján mánuðir og uppskera Alexis Sanchez eru 4 mörk í 45 leikjum. Nú er hann endanlega kominn í frystikistuna hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær sem vill að Sílemaðurinn komi sér til annars liðs. Það er rökrétt að Manchester United vilji losna við leikmanninn víst að stjórinn hefur ekki not fyrir hann.£41m since arriving £505,000 every week £8.2m per goal Sanchez has been a very expensive mistake #MUFChttps://t.co/EYEr1K0DvD — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 14, 2019Alexis Sanchez er nefnilega að fá 505 þúsund pund í laun á viku eða tæpar 76 milljónir íslenskra króna. Hann hefur fengið samtals 41 milljón pund inn á reikninginn sinn síðan að hann kom til Manchester United. Það gera 6,17 milljarða í íslenskum krónum. Það þýðir að Manchester United er búið að borga 8,2 milljónir punda fyrir hvert mark sem hann hefur skorað en Alexis Sanchez var einmitt fenginn til liðsins til að skora mörk. Það þýðir að Manchester United er búið að borga rúma 1,2 milljarða fyrir hvert mark talið í íslenskum krónum. Alexis Sanchez hefur verið óheppinn með meiðsli og misst úr tuttugu leiki vegna þeirra en frammistaða hans inn á vellinum hefur heldur ekki heillað marga. Alexis Sanchez skoraði 80 mörk í 166 leikjum með Arsenal í öllum keppnum frá 2014 til 2017 og var með 47 mörk í 141 leik með Barcelona frá 2011 til 2014. Hann hefur einnig skorað 43 mörk í 130 landsleikjum fyrir Síle. Alexis Sanchez er enn bara þrítugur og ætti að eiga mörg góð ár eftir. Það er þess vegna sem hann fékk þennan risasamning hjá Manchester United. Hvað gefur gerst hjá kappanum er síðan stóra spurningin sem margir vilja fá svar við. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Fortíð, nútíð og framtíð Alexis Sanchez á Old Trafford er ekki glæsileg. Miklar væntingar voru bundnar til Alexis Sanchez hjá Manchester United þegar hann kom frá Arsenal í janúar 2018. Síðan eru liðnir átján mánuðir og uppskera Alexis Sanchez eru 4 mörk í 45 leikjum. Nú er hann endanlega kominn í frystikistuna hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær sem vill að Sílemaðurinn komi sér til annars liðs. Það er rökrétt að Manchester United vilji losna við leikmanninn víst að stjórinn hefur ekki not fyrir hann.£41m since arriving £505,000 every week £8.2m per goal Sanchez has been a very expensive mistake #MUFChttps://t.co/EYEr1K0DvD — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 14, 2019Alexis Sanchez er nefnilega að fá 505 þúsund pund í laun á viku eða tæpar 76 milljónir íslenskra króna. Hann hefur fengið samtals 41 milljón pund inn á reikninginn sinn síðan að hann kom til Manchester United. Það gera 6,17 milljarða í íslenskum krónum. Það þýðir að Manchester United er búið að borga 8,2 milljónir punda fyrir hvert mark sem hann hefur skorað en Alexis Sanchez var einmitt fenginn til liðsins til að skora mörk. Það þýðir að Manchester United er búið að borga rúma 1,2 milljarða fyrir hvert mark talið í íslenskum krónum. Alexis Sanchez hefur verið óheppinn með meiðsli og misst úr tuttugu leiki vegna þeirra en frammistaða hans inn á vellinum hefur heldur ekki heillað marga. Alexis Sanchez skoraði 80 mörk í 166 leikjum með Arsenal í öllum keppnum frá 2014 til 2017 og var með 47 mörk í 141 leik með Barcelona frá 2011 til 2014. Hann hefur einnig skorað 43 mörk í 130 landsleikjum fyrir Síle. Alexis Sanchez er enn bara þrítugur og ætti að eiga mörg góð ár eftir. Það er þess vegna sem hann fékk þennan risasamning hjá Manchester United. Hvað gefur gerst hjá kappanum er síðan stóra spurningin sem margir vilja fá svar við.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira