Vegferðin til Englands hefst í kvöld Hjörvar Ólafsson skrifar 29. ágúst 2019 14:00 Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með Íslandi sem leikur sinn fyrsta mótsleik undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ísland hefur leik í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu kvenna í kvöld en liðið fær þá Ungverja í heimsókn. Íslenska liðið hefur farið í lokakeppni EM síðustu þrjú skiptin en liðið er enn að sleikja sárin eftir vonbrigðin sem fylgdu því að komast ekki á lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni í haust. Jón Þór Hauksson tók við liðinu af Frey Alexanderssyni eftir undankeppnina fyrir HM 2019 og mun hann þar af leiðandi stýra liðinu í sínum fyrsta mótsleik í kvöld. Jón Þór hefur ákveðið að fara í ákveðin kynslóðaskipti með liðið en í leikmannahópnum er hinn 16 ára gamli markvörður Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Blikarnir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Guðný Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir úr Val. Jón Þór hefur lagt áherslu á það í viðtölum í kringum þá leiki sem hann hefur stýrt að hann vilji bæta liðið í að halda boltanum innan liðsins, við að stýra leikjum og í pressuvörn. Guðbjörg Gunnarsdóttir sem verið hefur fyrsti kostur í marki landsliðsins síðustu ár er ólétt og af þeim sökum mun keflið annaðhvort fara til Söndru Sigurðardóttur eða Sonnýjar Láru Þráinsdóttur í þessari undankeppni. Sandra hefur hafið fleiri leiki undir stjórn Jóns Þórs og því þykir líklegt að hún muni byrja í markinu. Jón Þór sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri búinn að ákveða hver myndi standa í markinu en vildi ekki gefa upp hver það yrði.Ungir leikmenn að gera sig gildandi í hópnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, sagði á sama fundi að hún væri ánægð með hvernig fyrrgreindir leikmenn hefðu komið inn í hópinn. „Þessir ungu leikmenn sem hafa verið að koma inn í hópinn hafa aðlagast því hratt og vel hvernig við vinnum. Þær eru með mikið sjálfstraust og hafa komið af krafti inn í æfingarnar í þessari viku. Það er augljóst að þær hafa mikinn áhuga á að vera áfram hluti af þessu liði,“ segir Sara Björk um þá ungu og efnilegu leikmenn sem Jón Þór valdi í fyrstu leiki undankeppninnar. Búist er við því að Jón Þór muni halda sig við reynsluboltana í varnarlínunni, það er þær Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Sif Atladóttur, Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur. Hins vegar kemur bakvarðarpar Breiðabliks einnig til greina í þessum leik en Ásta Eir Árnadóttir hefur spilað talsvert undir stjórn Jóns Þórs og Áslaug Munda hefur hraða og eiginleika til þess að sækja bakvið varnir andstæðinganna úr bakvarðarstöðunni. Sá eiginleiki Áslaugar Mundu gæti nýst vel gegn liðum eins og Ungverjalandi sem líkleg eru til þess að spila þéttan varnarleik.Mikilvægt að fá Dagnýju aftur til leiks í góðu líkamlegu formi Dagný Brynjarsdóttir er að koma inn í liðið eftir fjarveru frá mótsleikjum síðan árið 2016 en hún kom inn í liðið á Algarve-mótinu í upphafi þessa árs og spilaði svo í báðum leikjunum gegn Finnlandi í vor. Dagný sagði í samtali við Fréttablaðið að hún væri að nálgast sitt besta form. Hún hefði fengið mikilvægar mínútur í Algarve og komist almennilega inn í leikstíl Jóns Þórs í leikjunum við Finna. Miðjuþríhyrningurinn Sara Björk, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný sem spilað hafa í áraraðir með íslenska liðinu mun að öllum líkindum vera á miðsvæðinu í kvöld. Verði íslenska liðið í vandræðum með að brjóta á bak aftur vörn ungverska liðsins er gott að vita af reynsluboltanum og markahróknum Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur leikið frábærlega með toppliði Vals í sumar. Fanndís Friðriksdóttir og Agla María Albertsdóttir hafa verið fyrstu tveir kostir í kantstöðuna í gegnum tíðina en frammistaða Hlínar með Val í sumar gæti skilað henni á annan vænginn. Annaðhvort Elín Metta Jensen eða Berglind Björg Þorvaldsdóttir eru líklegustu kandídatarnir til þess að leiða framlínuna og Elín Metta er líklegri. Þá getur Svava Rós Guðmundsdóttir sem hefur mikinn hraða og kraft leikið í öllum þremur framherjastöðunum. Auk Íslands og Ungverjalands eru Slóvakía, sem verður mótherji íslenska liðsins á mánudaginn kemur, Svíþjóð og Lettland í riðlinum. Níu riðlar eru í undankeppninni en efsta liðið í hverjum riðli kemst í lokakeppnina. Þau þrjú lið sem verða með bestan árangur í öðru sæti komast einnig beint áfram og hin sex liðin sem enda í öðru sæti í riðlunum fara í umspil í október á næsta ári. Ef að líkum lætur mun Ísland berjast við Svía sem unnu bronsverðlaun á HM í sumar um efsta sætið og Ungverjar og Slóvakar freista þess að gera íslenska liðinu skráveifu. Lettland er svo lakasta liðið á pappírnum í riðlinum. Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Ísland hefur leik í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu kvenna í kvöld en liðið fær þá Ungverja í heimsókn. Íslenska liðið hefur farið í lokakeppni EM síðustu þrjú skiptin en liðið er enn að sleikja sárin eftir vonbrigðin sem fylgdu því að komast ekki á lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni í haust. Jón Þór Hauksson tók við liðinu af Frey Alexanderssyni eftir undankeppnina fyrir HM 2019 og mun hann þar af leiðandi stýra liðinu í sínum fyrsta mótsleik í kvöld. Jón Þór hefur ákveðið að fara í ákveðin kynslóðaskipti með liðið en í leikmannahópnum er hinn 16 ára gamli markvörður Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Blikarnir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Guðný Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir úr Val. Jón Þór hefur lagt áherslu á það í viðtölum í kringum þá leiki sem hann hefur stýrt að hann vilji bæta liðið í að halda boltanum innan liðsins, við að stýra leikjum og í pressuvörn. Guðbjörg Gunnarsdóttir sem verið hefur fyrsti kostur í marki landsliðsins síðustu ár er ólétt og af þeim sökum mun keflið annaðhvort fara til Söndru Sigurðardóttur eða Sonnýjar Láru Þráinsdóttur í þessari undankeppni. Sandra hefur hafið fleiri leiki undir stjórn Jóns Þórs og því þykir líklegt að hún muni byrja í markinu. Jón Þór sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri búinn að ákveða hver myndi standa í markinu en vildi ekki gefa upp hver það yrði.Ungir leikmenn að gera sig gildandi í hópnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, sagði á sama fundi að hún væri ánægð með hvernig fyrrgreindir leikmenn hefðu komið inn í hópinn. „Þessir ungu leikmenn sem hafa verið að koma inn í hópinn hafa aðlagast því hratt og vel hvernig við vinnum. Þær eru með mikið sjálfstraust og hafa komið af krafti inn í æfingarnar í þessari viku. Það er augljóst að þær hafa mikinn áhuga á að vera áfram hluti af þessu liði,“ segir Sara Björk um þá ungu og efnilegu leikmenn sem Jón Þór valdi í fyrstu leiki undankeppninnar. Búist er við því að Jón Þór muni halda sig við reynsluboltana í varnarlínunni, það er þær Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Sif Atladóttur, Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur. Hins vegar kemur bakvarðarpar Breiðabliks einnig til greina í þessum leik en Ásta Eir Árnadóttir hefur spilað talsvert undir stjórn Jóns Þórs og Áslaug Munda hefur hraða og eiginleika til þess að sækja bakvið varnir andstæðinganna úr bakvarðarstöðunni. Sá eiginleiki Áslaugar Mundu gæti nýst vel gegn liðum eins og Ungverjalandi sem líkleg eru til þess að spila þéttan varnarleik.Mikilvægt að fá Dagnýju aftur til leiks í góðu líkamlegu formi Dagný Brynjarsdóttir er að koma inn í liðið eftir fjarveru frá mótsleikjum síðan árið 2016 en hún kom inn í liðið á Algarve-mótinu í upphafi þessa árs og spilaði svo í báðum leikjunum gegn Finnlandi í vor. Dagný sagði í samtali við Fréttablaðið að hún væri að nálgast sitt besta form. Hún hefði fengið mikilvægar mínútur í Algarve og komist almennilega inn í leikstíl Jóns Þórs í leikjunum við Finna. Miðjuþríhyrningurinn Sara Björk, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný sem spilað hafa í áraraðir með íslenska liðinu mun að öllum líkindum vera á miðsvæðinu í kvöld. Verði íslenska liðið í vandræðum með að brjóta á bak aftur vörn ungverska liðsins er gott að vita af reynsluboltanum og markahróknum Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur leikið frábærlega með toppliði Vals í sumar. Fanndís Friðriksdóttir og Agla María Albertsdóttir hafa verið fyrstu tveir kostir í kantstöðuna í gegnum tíðina en frammistaða Hlínar með Val í sumar gæti skilað henni á annan vænginn. Annaðhvort Elín Metta Jensen eða Berglind Björg Þorvaldsdóttir eru líklegustu kandídatarnir til þess að leiða framlínuna og Elín Metta er líklegri. Þá getur Svava Rós Guðmundsdóttir sem hefur mikinn hraða og kraft leikið í öllum þremur framherjastöðunum. Auk Íslands og Ungverjalands eru Slóvakía, sem verður mótherji íslenska liðsins á mánudaginn kemur, Svíþjóð og Lettland í riðlinum. Níu riðlar eru í undankeppninni en efsta liðið í hverjum riðli kemst í lokakeppnina. Þau þrjú lið sem verða með bestan árangur í öðru sæti komast einnig beint áfram og hin sex liðin sem enda í öðru sæti í riðlunum fara í umspil í október á næsta ári. Ef að líkum lætur mun Ísland berjast við Svía sem unnu bronsverðlaun á HM í sumar um efsta sætið og Ungverjar og Slóvakar freista þess að gera íslenska liðinu skráveifu. Lettland er svo lakasta liðið á pappírnum í riðlinum.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira