Bíókóngur Íslands segir launatölurnar tóma lygi

Árni, sem var einn fárra yfirlýstra stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta hér á landi í forsetakosningunum vestan hafs árið 2016, grípur til þess að svara fyrir sig á samfélagsmiðlum. Eitthvað sem fáir kunna betur en Trump.
Fram kom í frétt DV um laun Árna að hann hefði verið með um 4,4 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra. Árni gefur lítið fyrir þessa tölu.
„Þetta er tóm lýgi sem þarna stendur um mig,“ segir Árni í ummælakerfinu við frétt DV um tekjur hans árið 2018. Svo mörg voru þau orð.
Árni hafði engan áhuga á að tjá sig frekar um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann í gær til að leita frekari skýringa á því hvað nákvæmlega rangt væri farið með.
Tengdar fréttir

Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða
Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur.

Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn
Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook.

Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum
Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér.

Bíókóngur fagnar
Fjöldi ættingja, vina, samstarfs- og viðskiptafélaga bíókóngsins Árna Samúelssonar kom saman í Eymundsson á dögunum þegar útgáfu endurminninga Árna var fagnað. Í bókinni "Árni Sam - á fullu í 40 ár" er sagt frá ýmsum ævintýrum hans og uppátækjum eins og útvarpsrekstri, misheppnuðum tilraunum í sjónvarpsrekstri og baráttunni við Bakkus. Vöxtur og viðgangur Sam-bíóveldisins er stærsti hluti bókarinnar en Árni þurfti að berjast við ýmsar hindranir á veginum sem hann yfirsteig.