Borgarfulltrúar vilja lækka hámarkshraða á Reykjavegi Birgir Olgeirsson skrifar 21. ágúst 2019 19:31 Frá Reykjaveginum í Laugarneshverfi. Vísir Svo gæti farið að hámarkshraði á Reykjavegi í Laugarneshverfi Reykjavíkur verði lækkaður úr 50 kílómetra hámarkshraða í 30 ef borgarfulltrúar sem búa í grennd við veginn fá einhverju ráðið. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar þessa tillögu upp í Facebook-hópi sem ætlaður er íbúum Laugarneshverfis. Katrín er í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar og hefur skoðað Reykjaveginn sérstaklega þar sem hann stendur henni nærri.Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Á Katrín barn sem er að byrja í skóla og þarfa að fara yfir Reykjaveginn mörgum sinnum í viku eins og fjöldi annarra barna. Hún bendir á að það hafi verið rætt í mörg ár að gera leiðina við Reykjaveginn betri fyrir gangandi. Katrín segir það vekja furðu sína að hámarkshraði á veginum sé að hluta 50 kílómetrar á klukkustund og spyr hvort íbúar í Laugarneshverfi séu ekki flestir sammála því að það færi betur á að hámarkshraði væri 30 kílómetrar á klukkustund á veginum öllum. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Margir hafa blandað sér í umræðuna og lang flestir þegar þetta er ritað sammála Katrínu. Þar á meðal Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, sem vill þar að auki að hámarkshraði á öllum götum Laugarneshverfisins verði 30 kílómetrar á klukkustund. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Pírati, sem er formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, segir tillögu Katrínar vera borðleggjandi og að hún verði tekin upp á næsta fundi ráðsins. Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Svo gæti farið að hámarkshraði á Reykjavegi í Laugarneshverfi Reykjavíkur verði lækkaður úr 50 kílómetra hámarkshraða í 30 ef borgarfulltrúar sem búa í grennd við veginn fá einhverju ráðið. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar þessa tillögu upp í Facebook-hópi sem ætlaður er íbúum Laugarneshverfis. Katrín er í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar og hefur skoðað Reykjaveginn sérstaklega þar sem hann stendur henni nærri.Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Á Katrín barn sem er að byrja í skóla og þarfa að fara yfir Reykjaveginn mörgum sinnum í viku eins og fjöldi annarra barna. Hún bendir á að það hafi verið rætt í mörg ár að gera leiðina við Reykjaveginn betri fyrir gangandi. Katrín segir það vekja furðu sína að hámarkshraði á veginum sé að hluta 50 kílómetrar á klukkustund og spyr hvort íbúar í Laugarneshverfi séu ekki flestir sammála því að það færi betur á að hámarkshraði væri 30 kílómetrar á klukkustund á veginum öllum. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Margir hafa blandað sér í umræðuna og lang flestir þegar þetta er ritað sammála Katrínu. Þar á meðal Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, sem vill þar að auki að hámarkshraði á öllum götum Laugarneshverfisins verði 30 kílómetrar á klukkustund. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Pírati, sem er formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, segir tillögu Katrínar vera borðleggjandi og að hún verði tekin upp á næsta fundi ráðsins.
Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira