Paul Pogba mátti þola kynþáttaníð á netinu eftir vítaklúðrið í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 09:00 Paul Pogba trúði því varla að hann hefði klikkað á vítinu. Getty/Matthew Ashton Paul Pogba heimtaði að fá að taka víti Manchester United í gærkvöldi en í stað þess að verða hetjan varð hann skúrkur. Súrir stuðningsmenn United urðu sér til skammar á netinu strax eftir leik. Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, varð í gærkvöldi þriðji leikmaðurinn í enska boltanum á einni viku sem þurfti að sitja undir kynþáttarníði á samskiptamiðlum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Pogba klikkaði á vítaspyrnu sem hefði fært liði Manchester United sigurinn og þar með áfram fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni. Hann lét verja frá sér og leikur Wolves og Manchester United endaði með 1-1 jafntefli. Pogba bættist þar með í hóp Reading leikmannsins Yakou Meite og Chelsea mannsins Tammy Abraham sem klikkuðu líka á vítaspyrnum í sínum leikjum þar af Abraham í vítaspyrnukeppni á móti Liverpool í leiknum um Ofurbikar UEFA. Þeir voru báðir fórnarlamb kynþáttarníðs eftir síns leiki. Það er mikil vitundarvakning í Bretlandi í baráttunni gegn kynþáttarníði enda hafa rannsóknir sýnt að hún er að aukast aftur sem er mjög slæm þróun.Paul Pogba subjected to vile racist abuse online after missing penalty against Wolves https://t.co/TELrYIxmpjpic.twitter.com/1gtAl0OWad — Mirror Football (@MirrorFootball) August 20, 2019 Paul Pogba lá þarna vel við höggi hjá súrum stuðningsmönnum sem urðu uppvísir af því að setja inn skammarlegar færslur á Twitter. Aðrir stuðningsmenn Manchester United voru fljótir að koma Paul Pogba til varnar og fordæmdu umræddar Twitter-færslur sem innihéldu kynþáttaníð. Nokkrir af kynþáttahöturunum höfðu eytt færslum sínum seinna um kvöldið og aðrir reikningar voru horfnir í heilu lagi. Twitter hefur harðar reglur gagnvart þeim sem reyna að koma höggi á aðra með hatursfullri hegðun á samskiptamiðlinum. England Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Fleiri fréttir Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sjá meira
Paul Pogba heimtaði að fá að taka víti Manchester United í gærkvöldi en í stað þess að verða hetjan varð hann skúrkur. Súrir stuðningsmenn United urðu sér til skammar á netinu strax eftir leik. Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, varð í gærkvöldi þriðji leikmaðurinn í enska boltanum á einni viku sem þurfti að sitja undir kynþáttarníði á samskiptamiðlum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Pogba klikkaði á vítaspyrnu sem hefði fært liði Manchester United sigurinn og þar með áfram fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni. Hann lét verja frá sér og leikur Wolves og Manchester United endaði með 1-1 jafntefli. Pogba bættist þar með í hóp Reading leikmannsins Yakou Meite og Chelsea mannsins Tammy Abraham sem klikkuðu líka á vítaspyrnum í sínum leikjum þar af Abraham í vítaspyrnukeppni á móti Liverpool í leiknum um Ofurbikar UEFA. Þeir voru báðir fórnarlamb kynþáttarníðs eftir síns leiki. Það er mikil vitundarvakning í Bretlandi í baráttunni gegn kynþáttarníði enda hafa rannsóknir sýnt að hún er að aukast aftur sem er mjög slæm þróun.Paul Pogba subjected to vile racist abuse online after missing penalty against Wolves https://t.co/TELrYIxmpjpic.twitter.com/1gtAl0OWad — Mirror Football (@MirrorFootball) August 20, 2019 Paul Pogba lá þarna vel við höggi hjá súrum stuðningsmönnum sem urðu uppvísir af því að setja inn skammarlegar færslur á Twitter. Aðrir stuðningsmenn Manchester United voru fljótir að koma Paul Pogba til varnar og fordæmdu umræddar Twitter-færslur sem innihéldu kynþáttaníð. Nokkrir af kynþáttahöturunum höfðu eytt færslum sínum seinna um kvöldið og aðrir reikningar voru horfnir í heilu lagi. Twitter hefur harðar reglur gagnvart þeim sem reyna að koma höggi á aðra með hatursfullri hegðun á samskiptamiðlinum.
England Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Fleiri fréttir Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sjá meira