Körfubolti

Segja Þór íhuga að draga lið sitt úr Domino's deildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lið Þórs vann 1. deild síðasta vetur
Lið Þórs vann 1. deild síðasta vetur fésbókarsíða þórs
Þór Akureyri gæti dregið lið sitt úr keppni í Domino's deild karla vegna fjármagnserfiðleika. Vefmiðillinn Karfan.is greinir frá þessu í dag.

Þór vann sér inn sæti í Domino's deildinni á síðustu leiktíð með því að vinna fyrstu deild karla.

Í sumar hafa Þórsarar undirbúið lið sitt fyrir úrvalsdeildina og eru meðal annars búnir að semja við fjóra erlenda leikmenn.

Það gæti hins vegar farið svo að Akureyringar þurfi að hætta við þátttöku sína í deildinni.

Samkvæmt heimildum Körfunnar er ástæða þess áhyggjur aðalstjórnar af því hvernig eigi að fjármagna körfuknattleiksdeildina auk þess sem verkefni deildarinnar falli á fáar hendur.

Þá segir í frétt Körfunnar að bréf hafi gengið á milli manna á Akureyri um helgina þar sem kallað var eftir aðstoð Akureyringa.

Domino's deildin fer af stað í upphafi október og er fyrsti leikur Þórs útileikur gegn Haukum á Ásvöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×