Starfsmenn verslana lítið til í að skamma byssueigendur Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2019 21:48 22 voru myrtir í skotárás í Walmart í El Paso í Texas. AP/Andres Leighton Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. Forsvarsmenn Walmart, Kroger og annarra verslanakeðja tilkynntu í vikunni að þeir myndu biðja viðskiptavini um að bera ekki vopn í verslunum keðjanna, jafnvel í ríkjum þar sem vopnaburður er leyfilegur. Reglur þessar eru enn í þróun en Bloomberg segir um tvær milljónir starfsmanna fyrirtækjanna ekki vera ánægða með að þurfa mögulega að biðja vopnað fólk um að geyma byssurnar út í bíl eða yfirgefa verslanirnar. Þeir eru sérstaklega ekki spenntir fyrir því að þurfa að takast á við afleiðingar þess ef tilteknir viðskiptavinir neita að verða við beiðnum þeirra.Einn viðmælandi Bloomberg, sem stýrir stóru verkalýðsfélagi starfsmanna verslana segir ljóst að enginn hafi hugmynd um það hvernig fylgja eigi reglunum eftir. Talsmaður Kroger sagði starfsmenn fyrirtækisins vera að skoða málið með starfsmönnum annarra fyrirtækja. Einn viðmælandi sem starfar hjá Walmart sagði ráð gert fyrir því að verslunarstjórar eða öryggisverðir ræði við fólk sem komi í verslanirnar með skotvopn.Fleiri fyrirtæki bætast í hópinn Tvær mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í verslunum Walmart í sumar en slíkar árásir eru reglulegar í Bandaríkjunum. Undanfarið hafa forsvarsmenn sífellt fleiri fyrirtækja tekið upp á því að hætta að selja skotvopn eða að selja eingöngu veiðiriffla, eins og Walmart hefur gert. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hafa fordæmt fyrirtækin og í yfirlýsingu sem beindist sérstaklega að Walmart segir að það sé skammarlegtlegt að forsvarsmenn Walmart hafi látið undan þrýstingi „elítunnar“ sem beiti sér gegn byssum og að frelsiselskandi Bandaríkjamenn muni snúa sér að öðrum verslunum. Margar af verslunum Walmart eru staðsettar í dreifbýlli byggðum þar sem stuðningur við byssueign er meiri en víða annars staðar í Bandaríkjunum. Í skilaboðum til starfsmanna í kjölfar ákvörðunar Walmart sagði Doug McMillon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að núverandi ástand væri ólíðandi. Hann sagði einnig að í kjölfar skotárása í verslunum Walmart hafi aðilar gert sér sérstakar ferðir í verslanir Walmart með byssur og þá eingöngu til þess að hræða starfsmenn og viðskiptavini verslananna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. Forsvarsmenn Walmart, Kroger og annarra verslanakeðja tilkynntu í vikunni að þeir myndu biðja viðskiptavini um að bera ekki vopn í verslunum keðjanna, jafnvel í ríkjum þar sem vopnaburður er leyfilegur. Reglur þessar eru enn í þróun en Bloomberg segir um tvær milljónir starfsmanna fyrirtækjanna ekki vera ánægða með að þurfa mögulega að biðja vopnað fólk um að geyma byssurnar út í bíl eða yfirgefa verslanirnar. Þeir eru sérstaklega ekki spenntir fyrir því að þurfa að takast á við afleiðingar þess ef tilteknir viðskiptavinir neita að verða við beiðnum þeirra.Einn viðmælandi Bloomberg, sem stýrir stóru verkalýðsfélagi starfsmanna verslana segir ljóst að enginn hafi hugmynd um það hvernig fylgja eigi reglunum eftir. Talsmaður Kroger sagði starfsmenn fyrirtækisins vera að skoða málið með starfsmönnum annarra fyrirtækja. Einn viðmælandi sem starfar hjá Walmart sagði ráð gert fyrir því að verslunarstjórar eða öryggisverðir ræði við fólk sem komi í verslanirnar með skotvopn.Fleiri fyrirtæki bætast í hópinn Tvær mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í verslunum Walmart í sumar en slíkar árásir eru reglulegar í Bandaríkjunum. Undanfarið hafa forsvarsmenn sífellt fleiri fyrirtækja tekið upp á því að hætta að selja skotvopn eða að selja eingöngu veiðiriffla, eins og Walmart hefur gert. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hafa fordæmt fyrirtækin og í yfirlýsingu sem beindist sérstaklega að Walmart segir að það sé skammarlegtlegt að forsvarsmenn Walmart hafi látið undan þrýstingi „elítunnar“ sem beiti sér gegn byssum og að frelsiselskandi Bandaríkjamenn muni snúa sér að öðrum verslunum. Margar af verslunum Walmart eru staðsettar í dreifbýlli byggðum þar sem stuðningur við byssueign er meiri en víða annars staðar í Bandaríkjunum. Í skilaboðum til starfsmanna í kjölfar ákvörðunar Walmart sagði Doug McMillon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að núverandi ástand væri ólíðandi. Hann sagði einnig að í kjölfar skotárása í verslunum Walmart hafi aðilar gert sér sérstakar ferðir í verslanir Walmart með byssur og þá eingöngu til þess að hræða starfsmenn og viðskiptavini verslananna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira