Litháar brjálaðir og kvörtuðu yfir dómgæslunni til FIBA: „Þetta er fokking brandari“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. september 2019 23:30 Dainius Adomaitis var heitt í hamsi á blaðamannafundi eftir leikinn vísir/getty Litháen er úr leik á HM í körfubolta eftir tap fyrir Frakklandi. Á lokamínútum leiksins fékk litháenska liðið styttra stráið þegar kom að ákvörðunum dómarans og lét þjálfari liðsins dómarann heyra það á blaðamannafunid í leikslok. Frakkland hafði verið 16 stigum yfir í þriðja leikhluta en Litháar komu með sterka endurkomu og áttu möguleika á því að jafna leikinn 76-76. Leiknum lauk með 75-78 sigri Frakklands. Jonas Valanciunas var á vítalínunni og gat jafnað í 76-76. Skot hans dansaði aðeins á hringnum áður en Rudy Gobert sló það í burtu. Gobert snerti hringinn þegar hann stökk upp til þess að blaka boltanum frá. Samkvæmt reglum FIBA ætti það að þýða að Litháen hefði verið dæmd karfa. Dómarar leiksins dæmdu hins vegar ekkert og létu leikinn halda áfram. Landsliðsþjálfari Litháen, Dainius Adomaitis, var allt annað en sáttur eftir leikinn og fór mikinn á blaðamannafundi eftir leikinn. „Spyrjið FIBA út í dómgæsluna. Afhverju eru þið að spyrja mig út í dómgæslu?“ spurði reiður Adomaitis. „Þetta er annar leikurinn í röð, einn á móti Ástralíu þar sem við spiluðum rúgbý og svo núna má ekki einu sinni snerta andstæðinginn.“ „Þetta er fokking brandari. Þetta er ekki körfubolti. Til hvers eru þeir með þetta VAR kerfi? Þú þarft ekki að vera gáfaður, þú þarft að vera hreinskilinn.“ „Stoppið leikinn, farið og skoðið hvað gerðist.“ Litháenska landsliðið hefur sent inn formlega kvörtun til FIBA vegna málsins. Búist er við úrskurði frá FIBA á morgun, sunnudag. Körfubolti Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Litháen er úr leik á HM í körfubolta eftir tap fyrir Frakklandi. Á lokamínútum leiksins fékk litháenska liðið styttra stráið þegar kom að ákvörðunum dómarans og lét þjálfari liðsins dómarann heyra það á blaðamannafunid í leikslok. Frakkland hafði verið 16 stigum yfir í þriðja leikhluta en Litháar komu með sterka endurkomu og áttu möguleika á því að jafna leikinn 76-76. Leiknum lauk með 75-78 sigri Frakklands. Jonas Valanciunas var á vítalínunni og gat jafnað í 76-76. Skot hans dansaði aðeins á hringnum áður en Rudy Gobert sló það í burtu. Gobert snerti hringinn þegar hann stökk upp til þess að blaka boltanum frá. Samkvæmt reglum FIBA ætti það að þýða að Litháen hefði verið dæmd karfa. Dómarar leiksins dæmdu hins vegar ekkert og létu leikinn halda áfram. Landsliðsþjálfari Litháen, Dainius Adomaitis, var allt annað en sáttur eftir leikinn og fór mikinn á blaðamannafundi eftir leikinn. „Spyrjið FIBA út í dómgæsluna. Afhverju eru þið að spyrja mig út í dómgæslu?“ spurði reiður Adomaitis. „Þetta er annar leikurinn í röð, einn á móti Ástralíu þar sem við spiluðum rúgbý og svo núna má ekki einu sinni snerta andstæðinginn.“ „Þetta er fokking brandari. Þetta er ekki körfubolti. Til hvers eru þeir með þetta VAR kerfi? Þú þarft ekki að vera gáfaður, þú þarft að vera hreinskilinn.“ „Stoppið leikinn, farið og skoðið hvað gerðist.“ Litháenska landsliðið hefur sent inn formlega kvörtun til FIBA vegna málsins. Búist er við úrskurði frá FIBA á morgun, sunnudag.
Körfubolti Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira