Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur tólf daga, eða til loka september, til að koma með drög að útgöngusamningi vegna Brexit. Að öðrum kosti fara Bretar samningslausir úr Evrópusambandinu þann 31. október.
Þetta segir Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, en Finnar fara nú með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins.
Rinne bætir því við að þetta hafi hann og Emmanuel Macron Frakklandsforseti orðið ásáttir um á fundi í gær.
Breska ríkisútvarpið hefur eftir heimildarmanni úr skrifstofu forsætisráðuneyti Breta að þar á bæ muni menn leggja fram tillögur sínar á „hentugum tíma“, eins og það er orðað.
Johnson hefur sagt að hægt verði að ná samningum á leiðtogafundi Evrópusambandsins þann 17. október. Hann hefur þó lagt áherslu á að Bretar muni ganga úr ESB síðasta dag októbermánaðar, sama þó að ekki takist að ná samningum.
Keflavík
Grindavík