Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2019 18:24 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að hátt verð á áfengi hér á landi sé í boði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og annarra stjórnmálamanna á Alþingi. Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. Það vakti athygli í dag þegar Bjarni benti á hátt verð á stórum bjór á krana á barnum á Nordica Hilton-hótelinu í Reykjavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Færsla Bjarna kom í kjölfarið á gagnrýni Ólafs í Viðskiptablaðinu í dag á 2,5 prósent hækkun áfengisgjalds sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Rætt var við Ólaf um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Spurður út í Facebook-færslu Bjarna sagði Ólafur að ráðherrann væri sjálfur að selja meiri partinn af bjórnum í gegnum ríkisbúðina. „Og þar stjórna hann og félagar hans á Alþingi verðinu algjörlega, annars vegar með opinberum gjöldum á vöruna og hins vegar með álagninu ÁTVR. Því miður þá er fjármálaráðherrann í þessari færslu að dreifa athyglinni frá aðalatriðum málsins sem er að hið háa verð er í boði hans og annarra stjórnmálamanna,“ sagði Ólafur. Þá benti hann á að það væri ekkert nýtt að bjórinn væri dýrara á fínustu hótelum bæjarins en út úr búð. „Ef við horfum bara á útsöluverðið hvort sem er á bjór eða einhverju öðru áfengi í Vínbúðunum okkar þá eigum við Evrópumetið í öllum tilvikum nema að bjór er dýrari út úr búð í Noregi heldur en hér. Þar eru hærri opinber gjöld á honum sem útskýra það. Það er eina dæmið sem við finnum í þrjátíu og eitthvað Evrópulöndum um hærri gjaldtöku hins opinbera af áfengi og hærra verð.“ Ólafur sagði ástæðuna vera hæstu áfengisskatta í Evrópu. Félag atvinnurekenda hafi bent á það árum saman að menn hljóti að vera komnir að einhverjum mörkum í þessu. Ýmis rök hafi verið færð fram fyrir háum sköttum á áfengi, til dæmis er snýr að lýðheilsusjónarmiðum. Sagði Ólafur það geta verið gilt sjónarmið. „Það er hægt að færa rök fyrir því að áfengisneysla búi til vandamál sem kosta ríkissjóð einhverja tilteknar fjárhæðir og það sé ekki óeðlilegt að reyna að halda neyslunni niðri og fá tekjur á móti. En þá vaknar hins vegar spurningin hvar liggja mörkin því ef við horfum í kringum okkur í Evrópu þá skera norrænu ríkin sig úr. Noregur, Svíþjóð og Finnland eru með háa skatta á áfengi en þau eru samt, og þá sérstaklega Svíþjóð og Finnland, í öðrum keppnisflokki en Ísland. Við erum með helmingi hærri álögur á sterkt vín, kannski þrjátíu til sextíu prósent meira á bjór og svo framvegis. Það er mjög erfitt að gera atlögu að þessu Evrópumeti Íslendinga í áfengisverði,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Áfengi og tóbak Neytendur Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að hátt verð á áfengi hér á landi sé í boði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og annarra stjórnmálamanna á Alþingi. Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. Það vakti athygli í dag þegar Bjarni benti á hátt verð á stórum bjór á krana á barnum á Nordica Hilton-hótelinu í Reykjavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Færsla Bjarna kom í kjölfarið á gagnrýni Ólafs í Viðskiptablaðinu í dag á 2,5 prósent hækkun áfengisgjalds sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Rætt var við Ólaf um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Spurður út í Facebook-færslu Bjarna sagði Ólafur að ráðherrann væri sjálfur að selja meiri partinn af bjórnum í gegnum ríkisbúðina. „Og þar stjórna hann og félagar hans á Alþingi verðinu algjörlega, annars vegar með opinberum gjöldum á vöruna og hins vegar með álagninu ÁTVR. Því miður þá er fjármálaráðherrann í þessari færslu að dreifa athyglinni frá aðalatriðum málsins sem er að hið háa verð er í boði hans og annarra stjórnmálamanna,“ sagði Ólafur. Þá benti hann á að það væri ekkert nýtt að bjórinn væri dýrara á fínustu hótelum bæjarins en út úr búð. „Ef við horfum bara á útsöluverðið hvort sem er á bjór eða einhverju öðru áfengi í Vínbúðunum okkar þá eigum við Evrópumetið í öllum tilvikum nema að bjór er dýrari út úr búð í Noregi heldur en hér. Þar eru hærri opinber gjöld á honum sem útskýra það. Það er eina dæmið sem við finnum í þrjátíu og eitthvað Evrópulöndum um hærri gjaldtöku hins opinbera af áfengi og hærra verð.“ Ólafur sagði ástæðuna vera hæstu áfengisskatta í Evrópu. Félag atvinnurekenda hafi bent á það árum saman að menn hljóti að vera komnir að einhverjum mörkum í þessu. Ýmis rök hafi verið færð fram fyrir háum sköttum á áfengi, til dæmis er snýr að lýðheilsusjónarmiðum. Sagði Ólafur það geta verið gilt sjónarmið. „Það er hægt að færa rök fyrir því að áfengisneysla búi til vandamál sem kosta ríkissjóð einhverja tilteknar fjárhæðir og það sé ekki óeðlilegt að reyna að halda neyslunni niðri og fá tekjur á móti. En þá vaknar hins vegar spurningin hvar liggja mörkin því ef við horfum í kringum okkur í Evrópu þá skera norrænu ríkin sig úr. Noregur, Svíþjóð og Finnland eru með háa skatta á áfengi en þau eru samt, og þá sérstaklega Svíþjóð og Finnland, í öðrum keppnisflokki en Ísland. Við erum með helmingi hærri álögur á sterkt vín, kannski þrjátíu til sextíu prósent meira á bjór og svo framvegis. Það er mjög erfitt að gera atlögu að þessu Evrópumeti Íslendinga í áfengisverði,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Áfengi og tóbak Neytendur Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59