„Við erum öll í einni keðju og ég er lásinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. september 2019 21:30 Íbúar á Álftanesi hafa áhyggjur af mikilli umferð um götu sem þrír skólar, sundlaug og íþróttahús liggja að. Veitur standa fyrir endurnýjun á lögnum og þurftu að tímabundið að loka vegi þar sem umferðin fer annars um. Denni gangbrautavörður stendur þó vaktina og bendir ökumönnum á að aka varlega. Veitur endurnýja nú stofnlagnir fyrir hita og vatnsveitu við þrjár götur á Álftanesi. Framkvæmdirnar hófust fyrir mánuði og áætlað er að þeim ljúki í október. Vegna framkvæmdanna hefur Suðurnesvegi verið lokað og því hefur umferð aukist mikið við Breiðamýri þar sem eru tveir leikskólar, grunnskóli , sundlaug og íþróttamiðstöð. Oddur Carl Thorarensen ritstjóri íbúar Álftaness segir íbúa hafa áhyggjur af umferð við helstu skóla og íþróttamiðstöð Álftaness.„Íbúar eru uggandi vegna framkvæmdanna þar sem lokunin við Suðurnesveg hefur þau áhrif að það er meira ekið framhjá skólunum og íþróttaaðstöðunni hérna. Þeir segja að þeir hafi ekki fengið svör frá Veitum þegar þeir hafa sent inn spurningar og óttast að framkvæmdirnar muni dragast of mikið. Það má hins vegar nefna að við erum afar ánægð með að ráðist hafi verið í framkvæmdirnar, segir Oddur Carl Thorarensen ritstjóri Fabebooksíðunnar Íbúar Álftaness. Oddur bendir á að hægt sé að aka aðra leið en framhjá skólunum. Sveinn Bjarnason eða Denni hefur verið gangbrautarvörður við skólanna í 14 ár tekur undir með Oddi. „Ég hef mælt báðar vegalengdir og það er alveg jafn langt fyrir ökumenn að fara hina leiðina. Áður en framkvæmdirnar hófust voru hér að meðaltali um 60 bílar að fara um á morgnanna en nú hef ég talið allt að 200 bíla. Þá eru of margir sem aka yfir hámarkshraða sem er 30 kílómetrar á klukkustund,“ segir Denni. Denni segir að samfélagið í heild beri ábyrgð á ferlinu. „Börnin, foreldrarnir, skólinn, ökumennirnir eru í raun ein keðja og í henni er ég lásinn og fylgi krökkunum yfir götuna. Það hefur komið fyrir að lásinn hefur veikst og þá verður keðjan bara að halda og gera engin mistök,“ segir Denni. Denni segir starfið afar gefandi. „Börnin eru alveg yndisleg, þau eru svo góð. Einu sinni veiktist ég og þá heyrði ég af stelpu sem hljóp heim til sín alveg í sjokki yfir að Denni væri ekki við gangbrautina. Þetta þótti mér vænt um. Þegar vorar þá koma yngstu börnin yfir götuna hjá mér með foreldrum sínum og þá eru þau eru eins og blóm,“ segir Denni. Denni sem var í fimm lögum af fatnaði segir að sér verði sjaldan kalt í starfinu, hann sé með skúr þar sem hann geti hlýjað sér eða sótt sér meiri föt. Umferðaröryggi Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Íbúar á Álftanesi hafa áhyggjur af mikilli umferð um götu sem þrír skólar, sundlaug og íþróttahús liggja að. Veitur standa fyrir endurnýjun á lögnum og þurftu að tímabundið að loka vegi þar sem umferðin fer annars um. Denni gangbrautavörður stendur þó vaktina og bendir ökumönnum á að aka varlega. Veitur endurnýja nú stofnlagnir fyrir hita og vatnsveitu við þrjár götur á Álftanesi. Framkvæmdirnar hófust fyrir mánuði og áætlað er að þeim ljúki í október. Vegna framkvæmdanna hefur Suðurnesvegi verið lokað og því hefur umferð aukist mikið við Breiðamýri þar sem eru tveir leikskólar, grunnskóli , sundlaug og íþróttamiðstöð. Oddur Carl Thorarensen ritstjóri íbúar Álftaness segir íbúa hafa áhyggjur af umferð við helstu skóla og íþróttamiðstöð Álftaness.„Íbúar eru uggandi vegna framkvæmdanna þar sem lokunin við Suðurnesveg hefur þau áhrif að það er meira ekið framhjá skólunum og íþróttaaðstöðunni hérna. Þeir segja að þeir hafi ekki fengið svör frá Veitum þegar þeir hafa sent inn spurningar og óttast að framkvæmdirnar muni dragast of mikið. Það má hins vegar nefna að við erum afar ánægð með að ráðist hafi verið í framkvæmdirnar, segir Oddur Carl Thorarensen ritstjóri Fabebooksíðunnar Íbúar Álftaness. Oddur bendir á að hægt sé að aka aðra leið en framhjá skólunum. Sveinn Bjarnason eða Denni hefur verið gangbrautarvörður við skólanna í 14 ár tekur undir með Oddi. „Ég hef mælt báðar vegalengdir og það er alveg jafn langt fyrir ökumenn að fara hina leiðina. Áður en framkvæmdirnar hófust voru hér að meðaltali um 60 bílar að fara um á morgnanna en nú hef ég talið allt að 200 bíla. Þá eru of margir sem aka yfir hámarkshraða sem er 30 kílómetrar á klukkustund,“ segir Denni. Denni segir að samfélagið í heild beri ábyrgð á ferlinu. „Börnin, foreldrarnir, skólinn, ökumennirnir eru í raun ein keðja og í henni er ég lásinn og fylgi krökkunum yfir götuna. Það hefur komið fyrir að lásinn hefur veikst og þá verður keðjan bara að halda og gera engin mistök,“ segir Denni. Denni segir starfið afar gefandi. „Börnin eru alveg yndisleg, þau eru svo góð. Einu sinni veiktist ég og þá heyrði ég af stelpu sem hljóp heim til sín alveg í sjokki yfir að Denni væri ekki við gangbrautina. Þetta þótti mér vænt um. Þegar vorar þá koma yngstu börnin yfir götuna hjá mér með foreldrum sínum og þá eru þau eru eins og blóm,“ segir Denni. Denni sem var í fimm lögum af fatnaði segir að sér verði sjaldan kalt í starfinu, hann sé með skúr þar sem hann geti hlýjað sér eða sótt sér meiri föt.
Umferðaröryggi Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira