Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var kaldhæðinn í svörum eftir tapið fyrir Norwich City, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Liverpool er með fimm stiga forskot á City á toppi deildarinnar eftir fimm umferðir.
„Fimm stig eru fimm stig en það er september,“ sagði Guardiola.
„Hvað eigum við að gera? Óska Liverpool til hamingju með titilinn. Mér dettur ekki í hug að efast um mína menn.“
City hefur þegar tapað fimm stigum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Á öllu síðasta tímabili tapaði liðið aðeins 16 stigum.
Næsti leikur City er gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.
„Eigum við að óska Liverpool til hamingju með titilinn?“
Tengdar fréttir
Pukki með mark og stoðsendingu þegar nýliðarnir unnu meistarana
Norwich City vann afar óvæntan sigur á Englandsmeisturum Manchester City á Carrow Road.