„Ég er algjörlega ósammála þessari niðurstöðu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 12:40 Boris Johnson í New York í gær þar sem hann tekur þátt í allsherjarþingi og loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna. vísir/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, kveðst algjörlega ósammála þeirri niðurstöðu hæstaréttar landsins að þingfrestun hans nú í aðdraganda Brexit hafi verið ólögleg. Þetta sagði Johnson við fjölmiðla í New York í morgun en hann er staddur vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. „Ég er algjörlega ósammála þessari niðurstöðu hæstaréttar. Ég ber mikla virðingu fyrir dómskerfinu okkar en ég tel að þetta hafi verið röng niðurstaða,“ sagði Johnson. Sagði hann þingfrestun hafa verið notaða um aldir án þess að gripið væri inn í ferlið með þessum hætti. "There are a lot of people who want to frustrate Brexit."@BorisJohnson says the #SupremeCourt ruling that his decision to prorogue parliament was unlawful was "not the right decision." Get the latest here: https://t.co/9AIO3XpiWCpic.twitter.com/mL1tyh3hws — Sky News (@SkyNews) September 24, 2019„En það sem er mikilvægara er að það leikur enginn vafi á því að það er fjöldi fólks sem vill tefja Brexit. Það er fullt af fólki sem vill einfaldlega koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu,“ sagði Johnson sem vildi ekki meina að hann ætti nú ekki aðra möguleika en að fresta Brexit fram yfir 31. október sem hann hefur hingað til alls ekki viljað gera. „Eins og lögin eru núna þá fer Bretland úr ESB þann 31. október, sama hvað. En það sem er spennandi fyrir okkur núna er að ná góðum samningi og það er það sem við erum að vinna í. Það verkefni verður ekki auðveldara með þessu sem er í gangi á þinginu eða fyrir dómstólum,“ sagði Johnson. Heimildir Sky-fréttastofunnar herma að Johnson hyggist ekki segja af sér en hann mun halda aftur til London í dag eftir að hann hefur flutt ræðu í New York. Þá mun ríkisstjórnin koma saman til fundar en John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, hefur kallað þingið saman á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Bretar með tólf daga til að skýra fyrirætlanir sínar Forrsætisráðherra Breta hefur tólf daga, eða til loka september, til að koma með drög að útgöngusamningi vegna Brexit. 19. september 2019 08:39 Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, kveðst algjörlega ósammála þeirri niðurstöðu hæstaréttar landsins að þingfrestun hans nú í aðdraganda Brexit hafi verið ólögleg. Þetta sagði Johnson við fjölmiðla í New York í morgun en hann er staddur vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. „Ég er algjörlega ósammála þessari niðurstöðu hæstaréttar. Ég ber mikla virðingu fyrir dómskerfinu okkar en ég tel að þetta hafi verið röng niðurstaða,“ sagði Johnson. Sagði hann þingfrestun hafa verið notaða um aldir án þess að gripið væri inn í ferlið með þessum hætti. "There are a lot of people who want to frustrate Brexit."@BorisJohnson says the #SupremeCourt ruling that his decision to prorogue parliament was unlawful was "not the right decision." Get the latest here: https://t.co/9AIO3XpiWCpic.twitter.com/mL1tyh3hws — Sky News (@SkyNews) September 24, 2019„En það sem er mikilvægara er að það leikur enginn vafi á því að það er fjöldi fólks sem vill tefja Brexit. Það er fullt af fólki sem vill einfaldlega koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu,“ sagði Johnson sem vildi ekki meina að hann ætti nú ekki aðra möguleika en að fresta Brexit fram yfir 31. október sem hann hefur hingað til alls ekki viljað gera. „Eins og lögin eru núna þá fer Bretland úr ESB þann 31. október, sama hvað. En það sem er spennandi fyrir okkur núna er að ná góðum samningi og það er það sem við erum að vinna í. Það verkefni verður ekki auðveldara með þessu sem er í gangi á þinginu eða fyrir dómstólum,“ sagði Johnson. Heimildir Sky-fréttastofunnar herma að Johnson hyggist ekki segja af sér en hann mun halda aftur til London í dag eftir að hann hefur flutt ræðu í New York. Þá mun ríkisstjórnin koma saman til fundar en John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, hefur kallað þingið saman á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Bretar með tólf daga til að skýra fyrirætlanir sínar Forrsætisráðherra Breta hefur tólf daga, eða til loka september, til að koma með drög að útgöngusamningi vegna Brexit. 19. september 2019 08:39 Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06
Bretar með tólf daga til að skýra fyrirætlanir sínar Forrsætisráðherra Breta hefur tólf daga, eða til loka september, til að koma með drög að útgöngusamningi vegna Brexit. 19. september 2019 08:39
Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38