Mikil aukning á árinu í sjálfsvígssímtölum Björn Þorfinnsson skrifar 1. október 2019 07:45 Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparlínu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Um 30 prósent fleiri sjálfsvígssímtöl hafa borist í Hjálparsíma Rauða krossins það sem af er ári miðað við sama tímabil 2018. Samtökin hafa í samstarfi við Geðhjálp sett í gang herferð til þess að uppfræða ungmenni um geðheilsu. Rauði krossinn hefur um árabil starfrækt Hjálparsíma þar sem einstaklingar geta hringt inn eða sent skilaboð á netinu um ýmis vandamál. Úrræðið er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sjálfboðaliðar manna vaktirnar á daginn og kvöldin en næturvaktirnar eru launaðar. „Við erum með um 90 til 100 sjálfboðaliða sem manna vaktirnar. Þörfin er ærin því okkur berast um fjórtán þúsund símtöl og skilaboð á ári. Við tökum á öllum vandamálum fólks en flest þeirra eru þó sálræns eðlis. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Samkvæmt skráningu Hjálparsímans hafa það sem af er ári borist 717 samtöl frá einstaklingum í sjálfsvígshugleiðingum. Fjöldinn var 553 á sama tíma í fyrra og því er aukningin um 30 prósent. „Það þarf ekki að þýða að það séu fleiri í sjálfsvígshugleiðingum en áður, heldur að það séu fleiri sem leita sér hjálpar og þora að tala um það þegar þeim líður illa,“ segir Sandra Björk. Rauði krossinn og Geðhjálp blésu í herlúðra og hrintu forvarnarverkefninu Útmeð’a í framkvæmd til að minna á hvaða þættir geta stuðlað að góðu andlegu heilbrigði. Um er að ræða tíu myndbönd sem eiga að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf halda. „Það má segja að við höfum uppfært Geðorðin tíu, sem margir þekkja, og fært þau í nútímalegri búning. Þetta eru gagnvirk myndbönd, unnin í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Tjarnargötu, þar sem áhorfandinn á að geta upplifað hvernig lífið getur breyst með því að temja sér betri venjur og hugsa vel um sjálfan sig. Þetta er í formi tíu skrefa sem öll eiga að hjálpa til við að stuðla að betri geðheilsu,“ segir Sandra Björk. Myndböndin eru aðgengileg á heimasíðu verkefnisins, utmeda.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Um 30 prósent fleiri sjálfsvígssímtöl hafa borist í Hjálparsíma Rauða krossins það sem af er ári miðað við sama tímabil 2018. Samtökin hafa í samstarfi við Geðhjálp sett í gang herferð til þess að uppfræða ungmenni um geðheilsu. Rauði krossinn hefur um árabil starfrækt Hjálparsíma þar sem einstaklingar geta hringt inn eða sent skilaboð á netinu um ýmis vandamál. Úrræðið er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sjálfboðaliðar manna vaktirnar á daginn og kvöldin en næturvaktirnar eru launaðar. „Við erum með um 90 til 100 sjálfboðaliða sem manna vaktirnar. Þörfin er ærin því okkur berast um fjórtán þúsund símtöl og skilaboð á ári. Við tökum á öllum vandamálum fólks en flest þeirra eru þó sálræns eðlis. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Samkvæmt skráningu Hjálparsímans hafa það sem af er ári borist 717 samtöl frá einstaklingum í sjálfsvígshugleiðingum. Fjöldinn var 553 á sama tíma í fyrra og því er aukningin um 30 prósent. „Það þarf ekki að þýða að það séu fleiri í sjálfsvígshugleiðingum en áður, heldur að það séu fleiri sem leita sér hjálpar og þora að tala um það þegar þeim líður illa,“ segir Sandra Björk. Rauði krossinn og Geðhjálp blésu í herlúðra og hrintu forvarnarverkefninu Útmeð’a í framkvæmd til að minna á hvaða þættir geta stuðlað að góðu andlegu heilbrigði. Um er að ræða tíu myndbönd sem eiga að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf halda. „Það má segja að við höfum uppfært Geðorðin tíu, sem margir þekkja, og fært þau í nútímalegri búning. Þetta eru gagnvirk myndbönd, unnin í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Tjarnargötu, þar sem áhorfandinn á að geta upplifað hvernig lífið getur breyst með því að temja sér betri venjur og hugsa vel um sjálfan sig. Þetta er í formi tíu skrefa sem öll eiga að hjálpa til við að stuðla að betri geðheilsu,“ segir Sandra Björk. Myndböndin eru aðgengileg á heimasíðu verkefnisins, utmeda.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira