Sá Meghan lekann fyrir? Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2019 08:18 Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, höfðar nú mál gegn götublaðinu Mail on Sunday. Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, stendur sjálfur í málaferlum gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Vísir/getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. Þetta er talið benda til þess að Meghan hafi mögulega séð lekann fyrir. Breska dagblaðið Guardian hefur þetta upp úr gögnum máls sem hertogaynjan höfðar nú gegn götublaðinu Mail on Sunday, sem birti bréfið. Hún sakar blaðið um brot á höfundarréttarlögum og brot gegn friðhelgi einkalífs hennar. Lögmenn Meghan halda því m.a. fram að blaðið hafi aðeins birt valda hluta úr bréfinu og þannig tekið efni þess úr samhengi. Þannig hafi það ekki birt efnisgreinar þar sem hún gagnrýndi bresku götublöðin harðlega, auk athugasemda þar sem hún lýsti einlægum áhyggjum af heilsu og velferð föður síns. Sjá einnig: Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Þá hafi blaðið ekki leitað viðbragða hjá Meghan eða fulltrúa konungsfjölskyldunnar áður en bréfið var birt, og ekki látið hana vita af birtingu þess yfir höfuð. Meghan skrifaði bréfið í ágúst 2018. Í því grátbiður hún föður sinn um að hætta að ræða einkamál hennar við blaðamenn og kvað hann hafa brotið hjarta sitt í „milljón bita“ með því að veita ítrekuð viðtöl um samband hennar við Harry Bretaprins, sem nú er eiginmaður hennar. Faðir Markle tjáði sig um málið í forsíðuviðtali við Mail on Sunday í byrjun þessa mánaðar. Þar kvaðst hann hafa verið „miður sín“ þegar hann heyrði af því að tilvist bréfsins hefði kvisast út. Hann hefði því séð sig knúinn til að greina frá innihaldi þess eftir að ákveðin efnisatriði þess voru mistúlkuð. Harry Bretaprins höfðar nú sjálfur mál gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Hann heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. Prinsinn telur brotin spanna mörg ár. Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11 Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. 6. október 2019 10:11 Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. Þetta er talið benda til þess að Meghan hafi mögulega séð lekann fyrir. Breska dagblaðið Guardian hefur þetta upp úr gögnum máls sem hertogaynjan höfðar nú gegn götublaðinu Mail on Sunday, sem birti bréfið. Hún sakar blaðið um brot á höfundarréttarlögum og brot gegn friðhelgi einkalífs hennar. Lögmenn Meghan halda því m.a. fram að blaðið hafi aðeins birt valda hluta úr bréfinu og þannig tekið efni þess úr samhengi. Þannig hafi það ekki birt efnisgreinar þar sem hún gagnrýndi bresku götublöðin harðlega, auk athugasemda þar sem hún lýsti einlægum áhyggjum af heilsu og velferð föður síns. Sjá einnig: Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Þá hafi blaðið ekki leitað viðbragða hjá Meghan eða fulltrúa konungsfjölskyldunnar áður en bréfið var birt, og ekki látið hana vita af birtingu þess yfir höfuð. Meghan skrifaði bréfið í ágúst 2018. Í því grátbiður hún föður sinn um að hætta að ræða einkamál hennar við blaðamenn og kvað hann hafa brotið hjarta sitt í „milljón bita“ með því að veita ítrekuð viðtöl um samband hennar við Harry Bretaprins, sem nú er eiginmaður hennar. Faðir Markle tjáði sig um málið í forsíðuviðtali við Mail on Sunday í byrjun þessa mánaðar. Þar kvaðst hann hafa verið „miður sín“ þegar hann heyrði af því að tilvist bréfsins hefði kvisast út. Hann hefði því séð sig knúinn til að greina frá innihaldi þess eftir að ákveðin efnisatriði þess voru mistúlkuð. Harry Bretaprins höfðar nú sjálfur mál gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Hann heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. Prinsinn telur brotin spanna mörg ár.
Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11 Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. 6. október 2019 10:11 Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11
Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. 6. október 2019 10:11
Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57