Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. október 2019 09:15 Cees van den Bosch er framkvæmdastjóri Voig Travel. Vísir/Tryggvi Páll Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. Hollenskt ferðaþjónustufyrirtæki hans hefur komið með hundruð milljóna inn á svæðið á skömmum tíma. Hann vill vinna með heimamönnum til þess að renna styrkari stoðum undir heilsársferðaþjónustu á landsbyggðinni. Hann beið átekta á meðan mesti vöxturinn í ferðaþjónustu átti sér stað hér á landi áður en hann fór að selja ferðir til Íslands.Miklir sigrar... Það er snemma morguns sem Cees sest niður með fréttamanni í byggingu í miðbæ Akureyrar sem áður hýsti skrifstofur Kaupfélags Eyfirðinga, KEA. Það er langt síðan að KEA var með puttana í nánast öllu sem gerðist á svæðinu. Kannski tímanna tákn að gamla kaupfélagið er í dag fjárfestingafélag. En í gömlu KEA-byggingunni er þó töluvert líf, heimili samtaka og stofnana sem, ef til vill í anda KEA, berjast meðal annars fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Þar á meðal er Markaðsstofa Norðurlands sem einbeitir sér að því að markaðssetja Norðurland sem áfangastað fyrir ferðamenn.Þarna glittir í KEA-húsið við Göngugötuna og Gilið á Akureyri.Vísir/VilhelmÞað hefur að mestu leyti gengið vel og miklir sigrar unnist á undanförnum árum. Norðurstrandarleiðin sem til varð að frumkvæði Markaðstofunnar hefur vakið heimsathygli. Þá hefur Markaðsstofunni tekist að laða að erlendar ferðaskrifstofur á borð við Voigt til Akureyrar. Í fyrsta sinn í langan tíma er meira segja hægt að panta ferð til Akureyrar í gegnum bókunarsíðu alþjóðlegs flugfélags....en líka áföll Að undanförnu hefur þó gefið á bátinn. Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem hampað var sem sönnunargagni eitt fyrir því að hægt væri að laða að erlendar ferðaskrifstofur og flugfélög til Akureyrar, fór nýverið óvænt á hausinn. Þá eru ýmis teikn á lofti um það að meiri áhugi sé meðal þeirra sem fara með stjórn flugmála á Íslandi að horfa til Egilsstaða, frekar en Akureyrar, þegar kemur að uppbyggingu á flugvelli númer eitt á landsbyggðinni, og þá með öryggissjónarmið í huga fremur en ferðaþjónustuna. Það er einmitt á vegum Markaðsstofunnar sem Cees er mættur til Íslands. Heimamenn vilja fá skýr svör um hvort byggja eigi upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflug eða ekki. Málþing var sett upp og Cees meðal annars fenginn til þess að stappa stálinu í heimamenn.Sveinbjörn Indriðason, þriðji frá vinstri og forstjóri Isavia, var á meðal þeirra sem hélt erindi á málþinginu. Í máli hans kom fram að uppbygging Akureyrarflugvallar væri meira byggðamál, fremur en viðskiptatækifæri.Mynd/Rögnvaldur HelgasonFimmtán ár frá hugmynd að fæðingu Fyrirtæki hans, Voigt Travel, í samstarfi við hollenska flugfélagið Transavia, seldi í allt sextán ferðir frá Rotterdam til Akureyrar í sumar. Áframhald verður eftir áramót þegar boðið verður upp á átta ferðir frá Amsterdam til Akureyrar.En af hverju Akureyri? „Ég var hérna mjög stuttlega árið 2004 yfir veturinn. Mér datt þá í hug að Ísland gæti boðið upp á miklu meira sem hefur reynst vera rétt,“ segir hinn hávaxni og síðhærði Cees í samtali við Vísi. Sú tilfinning læðist að fréttamanni að hann geri fátt nema það sé afskaplega vel skipulagt og undirbúið. Kannski þess vegna sem það liðu fimmtán ár frá því að Cees datt í hug að það væru tækifæri á Íslandi þangað til fyrsti ferðamaðurinn á vegum Voigt Travel steig niður fæti á Akureyrarflugvelli í vor. Þannig segir Cees að hann hafi ekki viljað taka þátt í hinum ævintýralega vexti á fjölda ferðamanna sem heimsóttu Ísland. Gæðin sem hægt var að bjóða upp á voru ekki í samræmi við verð segir hann. Undirbúningur fyrir Íslandsferðirnar hófst fyrir alvöru árið 2018. „Á þeim tíma tók ég eftir því að það var ekki lengur þessi gríðarlegi vöxtur svo að ég hugsaði með mér að þetta væri tíminn til þess að finna bakdyrainnganginn að Íslandi í stað þess að nota aðaldyrnar í Keflavík.“Dettifoss er eitt helsta aðdráttarafl NorðurlandsVísir/VilhelmKafa dýpra og ekki að ferðast til að geta sagt „tékk“ Markhópur Cees er fólk með góðar tekjur, fólk sem hann segir að njóti þess að ferðast og uppgötva hluti á eigin spýtur, staði sem ekki allir hafi séð á Instagram. Kostirnir við að fljúga beint til Akureyrar séu því margir. „Þegar fólk kemur beint hingað þá þarf það ekki að fara í gegnum Keflavík og allan þann pakka sem þar er að finna,“ segir Cees. Í margmenninnu á Keflavíkurflugvelli öðlist gestir Íslands strax þá vitneskju að þeir séu ekki þeir einu sem eru komnir til að heimsækja Íslands. Viðskiptavinir Cees eru líka kannski ekki þessir hefbundnu ferðamenn sem komið hafa til Íslands undanfarin ár. 2-3 nætur. Reykjavík tékk, Gullni hringurinn tékk. Instagram tékk. „Viðskiptavinir okkar vilja dvelja lengur á sama stað og kafa dýpra þar frekar en að hoppa á milli merkilegra staða til að geta strikað það út af listanum,“ segir Cees.Dreifðu sér um allt land Þannig dvöldu gestir Voigt Travel að meðaltali í ellefu nætur hér á landi í sumar. 25 prósent af þeim hélt sig alfarið á Norðurlandi, 75 prósent skoðaði einnig aðra landshluta áður en aftur var haldið til Akureyrar áleiðis til Rotterdam. Hann segist vera sannfærður um að Norðurland, sem og aðrir landshlutar sem verða minna varir við ferðamenn en Suðvesturhornið, geti boðið upp á dýpri upplifun fyrir ferðamenn. Meiri raunveruleika. „Þetta gildir líka um Austurland, Vesturland og Vestfirði og ég tel að Suðurlandið bjóði líka upp á fallega, óþekkta staði en við verðum að dreifa ferðamönnunum betur til þess að geta boðið upp á betri upplifun þar sem ferðamennirnir geta komist í betri tengsl við Ísland og Íslendinga,“ segir Cees.Fyrsta flugi Transavia og Voigt var tel tekið á Akureyri í vor.Vísir/Tryggvi PállLengri dvöl skapar nýjar áskoranir Þetta skapar þó áskoranir fyrir ferðaþjónustuaðila á þessum svæðum. Verði aukning á ferðamönnum sem hafa áhugi á að dvelja lengur á sama stað verður ef til vill eðlisbreyting á hegðun þeirra ferðamanna sem venjulega hafa sótt landsbyggðina heim. Kröfur ferðamannanna séu einfaldlega meiri en þeirra sem eigi bara leið hjá. „Menn eru kannski vanari því að ferðamennirnir komi seint að kvöld og þurfi aðeins rúm, kannski einn kvöldverð, og svo fari þeir snemma morguns aftur. Núna er fólk í lengri tíma á hverjum stað sem þarfnast nýs viðhorfs og nýrrar nálgunar,“ segir Cees og bætir við að þetta hafi verið ein af hindrunum sem hann hafi fundið fyrir eftir að Voigt hóf sölu á ferðum til Akureyrar.„Við erum með villibráð“ En það er augljóst að Cees og Voigt eru ekki að tjalda til einnar nætur. Þannig hefur Voigt Travel staðið fyrir námskeiðum fyrir ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi til þess að undirbúa þá og kynna þeim þær kröfur sem gerðar eru til þeirra af Voigt Travel. Vel virðist hafa verið tekið í þetta enda vakti það athygli fréttamanns að ferðaþjónustuaðilar sem sóttu málþingið í Hofi um framtíð flugs um Akureyrarflugvöll heilsuðu Cees flestir eins og gömlum vin.„Áttu ekki leið um Mývatnssveit í þetta skiptið? Við erum með villibráð.“ Þetta var það sem heyrðist í einum gesti eftir að hafa tekið í spaðann á Cees eftir málþingið. Kannski ekki skrýtið þar sem þessar sextán ferðir Voigt Travel skiluðu um 600 milljónum inn í hagkerfið á svæðinu á þessu ári. Það munar um minna þegar fréttir af erfiðri stöðu í ferðaþjónustunni fylla síður vef- og prentmiðla með reglulegu millibili. Cees ræðir við Chris Hagen, sem sá um Akureyrarflug bresku ferðaskrifstofunnar Super Break áður en félagið varð gjaldþrota.Vísir/Tryggvi Páll„Pop-up öryggiskerfi“ og bið úti fyrir innritun Talandi um fregnir sem sagðar eru reglulega er óhjákvæmilegt að spyrja Cees út í aðstöðuna á Akureyrarflugvelli. Hún dugir ágætlega fyrir innanlandsflug en það þarf ekki nema 150 sæta þotu til þess að allt fyllist, líkt og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. „Akureyrarflugvöllur er lítill flugvöllur sem glímir við tæknileg vandamál, sem eru að vísu að leysast núna,“ segir Cees og vísar til þess að stutt er í að svokallaður ILS-búnaður verði tekinn í gagnið sem auðvelda ætti aðflug að vellinum. „Sérstaklega er þó flugvallarbyggingin ekki á því stigi sem æskilegt er fyrir stórar flugvélar. Við þurfum á því að halda að eitthvað verði gert þar,“ segir Cees. Aðstaðan sé hreinlega ekki boðleg. „Fólk sem tékkar sig inn þarf að bíða úti, þegar þau koma hingað vilja flestir fá þjónustu sem fyrst, svo sem að leigja bíl. Flugstöðin er allt of lítil með svona pop-up öryggiskerfi, sem er ekki það sem viljum sjá,“ segir Cees og vísar til þess að öryggisleitin er dregin fram þegar á þarf að halda.En af hverju ekki bara Egilsstaðir? Það liggur þá beint við að spyrja hvort Cees þurfi endilega að selja ferðir til Akureyrar fyrst hann vilji sleppa við Keflavík. Af hverju ekki til dæmis til Egilsstaða þar sem vilji virðist vera fyrir hendi að gera flugvöllinn þar að fyrsta varaflugvelli fyrir Keflavík á landsbyggðinni? „Ef ég horfi til Akureyrar þá eru hér mikil innviði. Hér er spítali, hér er hálfgerð borg og mörg fyrirtæki. Norðrið er líka í miðjunni og það þýðir að fólk frá Austurlandi og Vesturlandi getur komið hingað,“ segir Cees. Það er oft þröngt á þingi í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi PállStærsta ástæðan er þó líklega eitt helsta aðdráttarafl norðursins. „Veturinn er sterk söluvara fyrir okkur og ef það er einhver alvöru vetur á Íslandi, þá er hann hérna fyrir norðan. Til að byggja upp heilsársstarfsemi þá er þetta vænlegasti kosturinn,“ segir Cees. Þá vonar hann að fleiri ferðaskrifstofur frá fleiri löndum en Hollandi og Bretlandi fylgi fordæmi Voigt og Super Break og velji Akureyri sem áfangastað. „Til þess að ferðaþjónustan þróist meira á svæðinu þá þurfum við fleiri fyrirtæki hingað inn. Ég vona að þessi hugmynd okkar að fljúga hingað að sumri til og að vetri til verði fordæmi fyrir aðrar ferðaskrifstofur,“ segir Cees. Þreifingar hafi meðal annars átt sér stað á meðal kollega Cees í öðrum löndum en Hollandi um að hefja samstarfAkureyrarflugvöllur verði önnur gátt inn í landið En til þess að hægt sé að laða að þessi fyrirtæki og svo til þess að flugvöllurinn geti tekið á móti farþegunum með góðu móti þurfi að fjárfesta í Akureyrarflugvelli. „Allir á Íslandi ættu að taka það alvarlega að Akureyri ætti að vera önnur gátt inn í Ísland og að fjárfest verði í flugvellinum til að gera það að veruleika,“ segir Cees. Boltinn sé hjá yfirvöldum. „Ég hvet þá til þess að gera það vegna þess að það mun ekki bara vera ábátasamt fyrir þetta svæði heldur hjálpa öllu landinu að verða þróaður og vel skipulagður áfangastaður fyrir ferðamenn.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rúmur hálfur milljarður gæti glatast Verði ekki flogið til Akureyrar í vetur gætu fyrirtæki á svæðinu tapað rúmum hálfum milljarði króna. Helmingur flugsætanna var seldur og reiknað er með að níu þúsund gistinætur glatist á tveimur mánuðum. "Mikið högg,“ segir formaður bæjarráðs Akureyrar. 9. ágúst 2019 06:15 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi kölluðu í dag eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. 15. október 2019 20:30 Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27 Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. 21. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. Hollenskt ferðaþjónustufyrirtæki hans hefur komið með hundruð milljóna inn á svæðið á skömmum tíma. Hann vill vinna með heimamönnum til þess að renna styrkari stoðum undir heilsársferðaþjónustu á landsbyggðinni. Hann beið átekta á meðan mesti vöxturinn í ferðaþjónustu átti sér stað hér á landi áður en hann fór að selja ferðir til Íslands.Miklir sigrar... Það er snemma morguns sem Cees sest niður með fréttamanni í byggingu í miðbæ Akureyrar sem áður hýsti skrifstofur Kaupfélags Eyfirðinga, KEA. Það er langt síðan að KEA var með puttana í nánast öllu sem gerðist á svæðinu. Kannski tímanna tákn að gamla kaupfélagið er í dag fjárfestingafélag. En í gömlu KEA-byggingunni er þó töluvert líf, heimili samtaka og stofnana sem, ef til vill í anda KEA, berjast meðal annars fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Þar á meðal er Markaðsstofa Norðurlands sem einbeitir sér að því að markaðssetja Norðurland sem áfangastað fyrir ferðamenn.Þarna glittir í KEA-húsið við Göngugötuna og Gilið á Akureyri.Vísir/VilhelmÞað hefur að mestu leyti gengið vel og miklir sigrar unnist á undanförnum árum. Norðurstrandarleiðin sem til varð að frumkvæði Markaðstofunnar hefur vakið heimsathygli. Þá hefur Markaðsstofunni tekist að laða að erlendar ferðaskrifstofur á borð við Voigt til Akureyrar. Í fyrsta sinn í langan tíma er meira segja hægt að panta ferð til Akureyrar í gegnum bókunarsíðu alþjóðlegs flugfélags....en líka áföll Að undanförnu hefur þó gefið á bátinn. Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem hampað var sem sönnunargagni eitt fyrir því að hægt væri að laða að erlendar ferðaskrifstofur og flugfélög til Akureyrar, fór nýverið óvænt á hausinn. Þá eru ýmis teikn á lofti um það að meiri áhugi sé meðal þeirra sem fara með stjórn flugmála á Íslandi að horfa til Egilsstaða, frekar en Akureyrar, þegar kemur að uppbyggingu á flugvelli númer eitt á landsbyggðinni, og þá með öryggissjónarmið í huga fremur en ferðaþjónustuna. Það er einmitt á vegum Markaðsstofunnar sem Cees er mættur til Íslands. Heimamenn vilja fá skýr svör um hvort byggja eigi upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflug eða ekki. Málþing var sett upp og Cees meðal annars fenginn til þess að stappa stálinu í heimamenn.Sveinbjörn Indriðason, þriðji frá vinstri og forstjóri Isavia, var á meðal þeirra sem hélt erindi á málþinginu. Í máli hans kom fram að uppbygging Akureyrarflugvallar væri meira byggðamál, fremur en viðskiptatækifæri.Mynd/Rögnvaldur HelgasonFimmtán ár frá hugmynd að fæðingu Fyrirtæki hans, Voigt Travel, í samstarfi við hollenska flugfélagið Transavia, seldi í allt sextán ferðir frá Rotterdam til Akureyrar í sumar. Áframhald verður eftir áramót þegar boðið verður upp á átta ferðir frá Amsterdam til Akureyrar.En af hverju Akureyri? „Ég var hérna mjög stuttlega árið 2004 yfir veturinn. Mér datt þá í hug að Ísland gæti boðið upp á miklu meira sem hefur reynst vera rétt,“ segir hinn hávaxni og síðhærði Cees í samtali við Vísi. Sú tilfinning læðist að fréttamanni að hann geri fátt nema það sé afskaplega vel skipulagt og undirbúið. Kannski þess vegna sem það liðu fimmtán ár frá því að Cees datt í hug að það væru tækifæri á Íslandi þangað til fyrsti ferðamaðurinn á vegum Voigt Travel steig niður fæti á Akureyrarflugvelli í vor. Þannig segir Cees að hann hafi ekki viljað taka þátt í hinum ævintýralega vexti á fjölda ferðamanna sem heimsóttu Ísland. Gæðin sem hægt var að bjóða upp á voru ekki í samræmi við verð segir hann. Undirbúningur fyrir Íslandsferðirnar hófst fyrir alvöru árið 2018. „Á þeim tíma tók ég eftir því að það var ekki lengur þessi gríðarlegi vöxtur svo að ég hugsaði með mér að þetta væri tíminn til þess að finna bakdyrainnganginn að Íslandi í stað þess að nota aðaldyrnar í Keflavík.“Dettifoss er eitt helsta aðdráttarafl NorðurlandsVísir/VilhelmKafa dýpra og ekki að ferðast til að geta sagt „tékk“ Markhópur Cees er fólk með góðar tekjur, fólk sem hann segir að njóti þess að ferðast og uppgötva hluti á eigin spýtur, staði sem ekki allir hafi séð á Instagram. Kostirnir við að fljúga beint til Akureyrar séu því margir. „Þegar fólk kemur beint hingað þá þarf það ekki að fara í gegnum Keflavík og allan þann pakka sem þar er að finna,“ segir Cees. Í margmenninnu á Keflavíkurflugvelli öðlist gestir Íslands strax þá vitneskju að þeir séu ekki þeir einu sem eru komnir til að heimsækja Íslands. Viðskiptavinir Cees eru líka kannski ekki þessir hefbundnu ferðamenn sem komið hafa til Íslands undanfarin ár. 2-3 nætur. Reykjavík tékk, Gullni hringurinn tékk. Instagram tékk. „Viðskiptavinir okkar vilja dvelja lengur á sama stað og kafa dýpra þar frekar en að hoppa á milli merkilegra staða til að geta strikað það út af listanum,“ segir Cees.Dreifðu sér um allt land Þannig dvöldu gestir Voigt Travel að meðaltali í ellefu nætur hér á landi í sumar. 25 prósent af þeim hélt sig alfarið á Norðurlandi, 75 prósent skoðaði einnig aðra landshluta áður en aftur var haldið til Akureyrar áleiðis til Rotterdam. Hann segist vera sannfærður um að Norðurland, sem og aðrir landshlutar sem verða minna varir við ferðamenn en Suðvesturhornið, geti boðið upp á dýpri upplifun fyrir ferðamenn. Meiri raunveruleika. „Þetta gildir líka um Austurland, Vesturland og Vestfirði og ég tel að Suðurlandið bjóði líka upp á fallega, óþekkta staði en við verðum að dreifa ferðamönnunum betur til þess að geta boðið upp á betri upplifun þar sem ferðamennirnir geta komist í betri tengsl við Ísland og Íslendinga,“ segir Cees.Fyrsta flugi Transavia og Voigt var tel tekið á Akureyri í vor.Vísir/Tryggvi PállLengri dvöl skapar nýjar áskoranir Þetta skapar þó áskoranir fyrir ferðaþjónustuaðila á þessum svæðum. Verði aukning á ferðamönnum sem hafa áhugi á að dvelja lengur á sama stað verður ef til vill eðlisbreyting á hegðun þeirra ferðamanna sem venjulega hafa sótt landsbyggðina heim. Kröfur ferðamannanna séu einfaldlega meiri en þeirra sem eigi bara leið hjá. „Menn eru kannski vanari því að ferðamennirnir komi seint að kvöld og þurfi aðeins rúm, kannski einn kvöldverð, og svo fari þeir snemma morguns aftur. Núna er fólk í lengri tíma á hverjum stað sem þarfnast nýs viðhorfs og nýrrar nálgunar,“ segir Cees og bætir við að þetta hafi verið ein af hindrunum sem hann hafi fundið fyrir eftir að Voigt hóf sölu á ferðum til Akureyrar.„Við erum með villibráð“ En það er augljóst að Cees og Voigt eru ekki að tjalda til einnar nætur. Þannig hefur Voigt Travel staðið fyrir námskeiðum fyrir ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi til þess að undirbúa þá og kynna þeim þær kröfur sem gerðar eru til þeirra af Voigt Travel. Vel virðist hafa verið tekið í þetta enda vakti það athygli fréttamanns að ferðaþjónustuaðilar sem sóttu málþingið í Hofi um framtíð flugs um Akureyrarflugvöll heilsuðu Cees flestir eins og gömlum vin.„Áttu ekki leið um Mývatnssveit í þetta skiptið? Við erum með villibráð.“ Þetta var það sem heyrðist í einum gesti eftir að hafa tekið í spaðann á Cees eftir málþingið. Kannski ekki skrýtið þar sem þessar sextán ferðir Voigt Travel skiluðu um 600 milljónum inn í hagkerfið á svæðinu á þessu ári. Það munar um minna þegar fréttir af erfiðri stöðu í ferðaþjónustunni fylla síður vef- og prentmiðla með reglulegu millibili. Cees ræðir við Chris Hagen, sem sá um Akureyrarflug bresku ferðaskrifstofunnar Super Break áður en félagið varð gjaldþrota.Vísir/Tryggvi Páll„Pop-up öryggiskerfi“ og bið úti fyrir innritun Talandi um fregnir sem sagðar eru reglulega er óhjákvæmilegt að spyrja Cees út í aðstöðuna á Akureyrarflugvelli. Hún dugir ágætlega fyrir innanlandsflug en það þarf ekki nema 150 sæta þotu til þess að allt fyllist, líkt og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. „Akureyrarflugvöllur er lítill flugvöllur sem glímir við tæknileg vandamál, sem eru að vísu að leysast núna,“ segir Cees og vísar til þess að stutt er í að svokallaður ILS-búnaður verði tekinn í gagnið sem auðvelda ætti aðflug að vellinum. „Sérstaklega er þó flugvallarbyggingin ekki á því stigi sem æskilegt er fyrir stórar flugvélar. Við þurfum á því að halda að eitthvað verði gert þar,“ segir Cees. Aðstaðan sé hreinlega ekki boðleg. „Fólk sem tékkar sig inn þarf að bíða úti, þegar þau koma hingað vilja flestir fá þjónustu sem fyrst, svo sem að leigja bíl. Flugstöðin er allt of lítil með svona pop-up öryggiskerfi, sem er ekki það sem viljum sjá,“ segir Cees og vísar til þess að öryggisleitin er dregin fram þegar á þarf að halda.En af hverju ekki bara Egilsstaðir? Það liggur þá beint við að spyrja hvort Cees þurfi endilega að selja ferðir til Akureyrar fyrst hann vilji sleppa við Keflavík. Af hverju ekki til dæmis til Egilsstaða þar sem vilji virðist vera fyrir hendi að gera flugvöllinn þar að fyrsta varaflugvelli fyrir Keflavík á landsbyggðinni? „Ef ég horfi til Akureyrar þá eru hér mikil innviði. Hér er spítali, hér er hálfgerð borg og mörg fyrirtæki. Norðrið er líka í miðjunni og það þýðir að fólk frá Austurlandi og Vesturlandi getur komið hingað,“ segir Cees. Það er oft þröngt á þingi í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi PállStærsta ástæðan er þó líklega eitt helsta aðdráttarafl norðursins. „Veturinn er sterk söluvara fyrir okkur og ef það er einhver alvöru vetur á Íslandi, þá er hann hérna fyrir norðan. Til að byggja upp heilsársstarfsemi þá er þetta vænlegasti kosturinn,“ segir Cees. Þá vonar hann að fleiri ferðaskrifstofur frá fleiri löndum en Hollandi og Bretlandi fylgi fordæmi Voigt og Super Break og velji Akureyri sem áfangastað. „Til þess að ferðaþjónustan þróist meira á svæðinu þá þurfum við fleiri fyrirtæki hingað inn. Ég vona að þessi hugmynd okkar að fljúga hingað að sumri til og að vetri til verði fordæmi fyrir aðrar ferðaskrifstofur,“ segir Cees. Þreifingar hafi meðal annars átt sér stað á meðal kollega Cees í öðrum löndum en Hollandi um að hefja samstarfAkureyrarflugvöllur verði önnur gátt inn í landið En til þess að hægt sé að laða að þessi fyrirtæki og svo til þess að flugvöllurinn geti tekið á móti farþegunum með góðu móti þurfi að fjárfesta í Akureyrarflugvelli. „Allir á Íslandi ættu að taka það alvarlega að Akureyri ætti að vera önnur gátt inn í Ísland og að fjárfest verði í flugvellinum til að gera það að veruleika,“ segir Cees. Boltinn sé hjá yfirvöldum. „Ég hvet þá til þess að gera það vegna þess að það mun ekki bara vera ábátasamt fyrir þetta svæði heldur hjálpa öllu landinu að verða þróaður og vel skipulagður áfangastaður fyrir ferðamenn.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rúmur hálfur milljarður gæti glatast Verði ekki flogið til Akureyrar í vetur gætu fyrirtæki á svæðinu tapað rúmum hálfum milljarði króna. Helmingur flugsætanna var seldur og reiknað er með að níu þúsund gistinætur glatist á tveimur mánuðum. "Mikið högg,“ segir formaður bæjarráðs Akureyrar. 9. ágúst 2019 06:15 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi kölluðu í dag eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. 15. október 2019 20:30 Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27 Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. 21. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Rúmur hálfur milljarður gæti glatast Verði ekki flogið til Akureyrar í vetur gætu fyrirtæki á svæðinu tapað rúmum hálfum milljarði króna. Helmingur flugsætanna var seldur og reiknað er með að níu þúsund gistinætur glatist á tveimur mánuðum. "Mikið högg,“ segir formaður bæjarráðs Akureyrar. 9. ágúst 2019 06:15
Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00
Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi kölluðu í dag eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. 15. október 2019 20:30
Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27
Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. 21. ágúst 2019 11:15