Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2019 19:00 Herdís Gunnarsdóttir er settur forstjóri Reykjalundar en hún byrjaði sem framkvæmdarstjóri endurhæfingar við stofnunina fyrir hálfum mánuði. Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. Starfsmannafundur var haldinn á Reykjalundi í hádeginu í dag þar sem tilkynnt var um nýja stjórnendur stofnunarinnar. Fundurinn var haldinn í skugga vantrausts sem um hundrað starfsmenn lýstu vantrausti á stjórn stofnunarinnar í síðustu viku eftir að forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga var fyrirvaralaust sagt upp.Þurfti að hugsa sig vel um Herdís Gunnarssdóttir settur forstjóri segist hafa hugsað sig vel um þegar henni bauðst að taka starfið að sér en aðeins tvær vikur eru síðan hún tók við sem framkvæmdastjóri endurhæfingar. „Þetta er auðvitað mjög flókin staða og ég var mjög hugi um hvort ég ætti að taka þetta að mér og í raun ákvað ég ekki að gera það fyrr en mjög seint í gærkvöldi og þá mér tímabundið. Ég setti fram kröfur um að áheyrnafulltrúi SÍBS viki af fundum framkvæmdastjórnar og að staða forstjóra yrði auglýst sem fyrst. Þá er mikilvægt að átta sig á því að það þarf að vera starfhæf framkvæmdarstjóri við Reykjalund til að hægt sé að semja við Sjúkratryggingar Íslands og það er líka forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt um næstu mánaðarmót,“ segir Herdís. Ólafur Þór Ævarsson er nýr framkvæmdastjóri lækninga við Reykjalund, Hann hlakkar til að starfa þar,Einn umsækjandi um stöðu framkvæmdastjóra lækninga Staða framkvæmdastjóra lækninga var auglýst í sumar og sótti Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir um stöðuna og var ráðinn í dag. Hann hefði viljað sjá fleiri umsækjendur. „Ég túlka það einhvern veginn þannig að menn hafi verið að mótmæla eða ekki haft hug á að sækja um starfið. Ég tel að það hafi verið mistök því ég hefði viljað keppa við þá hæfu menn sem eru starfandi hér. Landlæknir mati mig hæfan í stöðuna og það hefði verið óþægilegt ef það hefði verið einhver vafi á því en ég hef unnið mikið í endurhæfingu sem geðlæknir,“ segir Ólafur. Hann segist lengi hafa dreymt um að starfa á Reykjalundi pg skilji vel reiði starfsfólks. „Ég skil að það er mikil vanlíðan í húsinu og ég held að það geti verið kostur að fá einhvern utanfrá eins og mig. Ég vil reyna að skilja hvernig hægt er að vinna úr reiðinni svo að hlutirnir fari í góðan farveg. Ég þekki til starfseminnar og veit hvað það er merkilegt starf unnið hérna, ég brenn fyrir því og hlakka til að starfa hér“ segir Ólafur. Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS segir að margt hefði mátt fara öðruvísi þegar tveimur stjórnendum var sagt upp á Reykjalundi.VísirSveinn Guðmundsson stjórnarformaður SÍBS segist hafa skilning á ólgu meðal starfsmanna „Ég hef ekkert um það að segja en ég skil reiðina og undirtóninn og allt og get ekkert gert meira,“ segir Sveinn. Sveinn segir að kannski hefði mátt fara öðruvísi að í uppsögnunum. „Ég get ekki sagt hvernig þær báru að það er bara trúnaðarmál, auðvitað getur margt hafa mátt hafa farið öðruvísi,“ segir Sveinn. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. Starfsmannafundur var haldinn á Reykjalundi í hádeginu í dag þar sem tilkynnt var um nýja stjórnendur stofnunarinnar. Fundurinn var haldinn í skugga vantrausts sem um hundrað starfsmenn lýstu vantrausti á stjórn stofnunarinnar í síðustu viku eftir að forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga var fyrirvaralaust sagt upp.Þurfti að hugsa sig vel um Herdís Gunnarssdóttir settur forstjóri segist hafa hugsað sig vel um þegar henni bauðst að taka starfið að sér en aðeins tvær vikur eru síðan hún tók við sem framkvæmdastjóri endurhæfingar. „Þetta er auðvitað mjög flókin staða og ég var mjög hugi um hvort ég ætti að taka þetta að mér og í raun ákvað ég ekki að gera það fyrr en mjög seint í gærkvöldi og þá mér tímabundið. Ég setti fram kröfur um að áheyrnafulltrúi SÍBS viki af fundum framkvæmdastjórnar og að staða forstjóra yrði auglýst sem fyrst. Þá er mikilvægt að átta sig á því að það þarf að vera starfhæf framkvæmdarstjóri við Reykjalund til að hægt sé að semja við Sjúkratryggingar Íslands og það er líka forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt um næstu mánaðarmót,“ segir Herdís. Ólafur Þór Ævarsson er nýr framkvæmdastjóri lækninga við Reykjalund, Hann hlakkar til að starfa þar,Einn umsækjandi um stöðu framkvæmdastjóra lækninga Staða framkvæmdastjóra lækninga var auglýst í sumar og sótti Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir um stöðuna og var ráðinn í dag. Hann hefði viljað sjá fleiri umsækjendur. „Ég túlka það einhvern veginn þannig að menn hafi verið að mótmæla eða ekki haft hug á að sækja um starfið. Ég tel að það hafi verið mistök því ég hefði viljað keppa við þá hæfu menn sem eru starfandi hér. Landlæknir mati mig hæfan í stöðuna og það hefði verið óþægilegt ef það hefði verið einhver vafi á því en ég hef unnið mikið í endurhæfingu sem geðlæknir,“ segir Ólafur. Hann segist lengi hafa dreymt um að starfa á Reykjalundi pg skilji vel reiði starfsfólks. „Ég skil að það er mikil vanlíðan í húsinu og ég held að það geti verið kostur að fá einhvern utanfrá eins og mig. Ég vil reyna að skilja hvernig hægt er að vinna úr reiðinni svo að hlutirnir fari í góðan farveg. Ég þekki til starfseminnar og veit hvað það er merkilegt starf unnið hérna, ég brenn fyrir því og hlakka til að starfa hér“ segir Ólafur. Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS segir að margt hefði mátt fara öðruvísi þegar tveimur stjórnendum var sagt upp á Reykjalundi.VísirSveinn Guðmundsson stjórnarformaður SÍBS segist hafa skilning á ólgu meðal starfsmanna „Ég hef ekkert um það að segja en ég skil reiðina og undirtóninn og allt og get ekkert gert meira,“ segir Sveinn. Sveinn segir að kannski hefði mátt fara öðruvísi að í uppsögnunum. „Ég get ekki sagt hvernig þær báru að það er bara trúnaðarmál, auðvitað getur margt hafa mátt hafa farið öðruvísi,“ segir Sveinn.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira