Alpla, sem kemur frá Austurríki, hafði betur gegn Patreki Jóhannessyni og lærisveinum hans í EHF-bikarnum og slógu þá út eftir vítakastkeppni.
Viggó er ekki hrifinn af því hvernig spekingar hafa talað um austurrísku deildina en hann lék með West Wien frá 2017 til 2019.
Alpla Hard sló Skjern út úr EHF-Cup áðan. Án þriggja byrjunarliðsmanna í þokkabót. En þið handbolta spekingar haldið endilega áfram að tala um hvað austurríska deildin er slök #handbolti
— Viggó Kristjánsson (@kristjansson73) October 12, 2019
Viggó segir að handboltaspekingar hafi ekki verið að tala nægilega vel um austurrísku deildina og sagt hana slaka.
Hann hefur nú flutt sig um set og leikur með Leipzig í Þýskalandi.