Stofnar starfshóp til að skoða hvernig bregðast eigi við rafrettunotkun ungmenna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2019 12:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Vísir/Vilhelm Í september óskaði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur hér á landi greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Í minnisblaði Landlæknis um stöðuna er lagt til við ráðherra að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. Svandís hefur ákveðið að bregðast við. „Mér finnst ástæða til að skoða það betur og setja í gang af því tilefni starfshóp sem er á vegum ráðuneytisins, Embættis landlæknis, Neytendastofu og Umboðsmanns barna til þess að fara yfir kosti þess að draga úr möguleika á því að bjóða upp á þessi fjölbreyttu bragðefni vegna þess að það kann að vera nákvæmlega það sem börn laðast helst að,“ segir Svandís. Landlæknir hefur sagst hafa mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna en tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota rafrettur daglega og næstum fjórðungur framhaldskólanema. Svandís tekur í sama streng. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skipta umræðunni um rafrettur í tvennt, annars vegar þá sem eru að nota rafrettur til að hætta að rekja en það hefur verið sýnt og sannað að það er mikilvæg og gagnleg leið til þess. Og hins vegar eru börn og ungmenni sem hafa aldrei reykt en eru að byrja notkun á rafrettum sem kann svo að leiða til þess að þær séu notaðar til að taka inn nikótín. Þegar við vorum að setja lögin í þinginu vildum við horfa á það allan tímann að stemma stigu við því og reisa við því skorður að börn og ungmenni ánetjuðust rafrettum,“ segir Svandís. Neytendastofa, sem fer með eftirlit með lögum um rafrettur og áfyllingar, hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af ólöglegum vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir en í kvölfréttum Stöðvar 2 á dögunum sagði sérfræðingur hjá Neytendastofu að ekki væri hægt að sinna eftirlitinu til fulls þar sem aðeins einn starfsmaður sinnti því. Söluaðilar væru fleiri en gert hafði verið ráð fyrir. „Þetta er eitt af því sem við þurfum að skoða. Lögin hafa ekki verið lengi í gildi og við þurfum að sjá hvernig eftirlitinu vindur fram. Til þess að við vitum nákvæmlega hver staðan er á Íslandi þá þurfum við að sjá regluverkið eins og það er núna með fullu eftirliti eins og lögin gerðu ráð fyrir og ég á eftir að skoða þessar athugasemdir og röksemdir Neytendastofu í þessum efnum,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. 7. október 2019 19:00 Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva. 8. október 2019 18:45 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Sjá meira
Í september óskaði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur hér á landi greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Í minnisblaði Landlæknis um stöðuna er lagt til við ráðherra að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. Svandís hefur ákveðið að bregðast við. „Mér finnst ástæða til að skoða það betur og setja í gang af því tilefni starfshóp sem er á vegum ráðuneytisins, Embættis landlæknis, Neytendastofu og Umboðsmanns barna til þess að fara yfir kosti þess að draga úr möguleika á því að bjóða upp á þessi fjölbreyttu bragðefni vegna þess að það kann að vera nákvæmlega það sem börn laðast helst að,“ segir Svandís. Landlæknir hefur sagst hafa mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna en tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota rafrettur daglega og næstum fjórðungur framhaldskólanema. Svandís tekur í sama streng. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skipta umræðunni um rafrettur í tvennt, annars vegar þá sem eru að nota rafrettur til að hætta að rekja en það hefur verið sýnt og sannað að það er mikilvæg og gagnleg leið til þess. Og hins vegar eru börn og ungmenni sem hafa aldrei reykt en eru að byrja notkun á rafrettum sem kann svo að leiða til þess að þær séu notaðar til að taka inn nikótín. Þegar við vorum að setja lögin í þinginu vildum við horfa á það allan tímann að stemma stigu við því og reisa við því skorður að börn og ungmenni ánetjuðust rafrettum,“ segir Svandís. Neytendastofa, sem fer með eftirlit með lögum um rafrettur og áfyllingar, hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af ólöglegum vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir en í kvölfréttum Stöðvar 2 á dögunum sagði sérfræðingur hjá Neytendastofu að ekki væri hægt að sinna eftirlitinu til fulls þar sem aðeins einn starfsmaður sinnti því. Söluaðilar væru fleiri en gert hafði verið ráð fyrir. „Þetta er eitt af því sem við þurfum að skoða. Lögin hafa ekki verið lengi í gildi og við þurfum að sjá hvernig eftirlitinu vindur fram. Til þess að við vitum nákvæmlega hver staðan er á Íslandi þá þurfum við að sjá regluverkið eins og það er núna með fullu eftirliti eins og lögin gerðu ráð fyrir og ég á eftir að skoða þessar athugasemdir og röksemdir Neytendastofu í þessum efnum,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. 7. október 2019 19:00 Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva. 8. október 2019 18:45 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Sjá meira
Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. 7. október 2019 19:00
Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva. 8. október 2019 18:45