Umfjöllun og viðtöl: Valur 87-73 Þór Þ. | Valsmenn tryggðu stigin með frábærum 4. leikhluta Gabríel Sighvatsson skrifar 10. október 2019 22:15 Ágúst Björgvinsson er þjálfari Vals. vísir/eyþór Valur og Þór Þorlákshöfn mættust í 2. umferð Dominos deildar karla í kvöld. Valur byrjaði tímabilið á naumum sigri gegn Fjölni en Þór var með tap á bakinu. Leikurinn var í járnum framan af. Valsmenn voru ekki upp á sitt besta og Þórsarar að spila mjög vel. Í 4. leikhluta sprakk Valsliðið út og gerði út um leikinn. Þeir unnu 4. leikhluta 35-10. Virkilega svekkjandi fyrir Þór sem var betri aðilinn stóran hluta leiks.Af hverju vann Valur?Valur átti ótrúlegan 4. leikhluta. Eftir að hafa verið frekar slakir framan af leiks, gerðist eitthvað. Þeir fóru að seta niður þrista hvað eftir annað og með hverju stiginu sem þeir skoruðu jókst sjálfstraustið og þeir gengu á lagið og gerðu út af um þennan leik.Hvað gekk illa?Það er slæmt að Valsmenn skulu vera svona lengi í gang. Þeir voru heppni í 1. umferð og redduðu sér aftur í kvöld. Þeir geta ekki gert þetta alltaf og þurfa að fara að skoða leik sinn. Þá er þa áhyggjuefni að Þórsarar skuli hafa klikkað svona í lok leiks, þeir þurfa að sigla svona leikjum í höfn til að ná í stig.Hverjir stóðu upp úr?Vincent Terrence Bailey átti góðan leik hjá Þór og skoraði 32 stig. Vanalega dugir það fyrir sigri en ekki í dag. Marko Bakovic var duglegur og náði 8 fráköstum og var með 4 stoðsendingar. Hjá Valsmönnum var Frank Aron Booker stigahæstur með 25 stig en flest af þeim komu í 4. leikhluta. Þá var Pavel Ermolinkij frábær í sama leikhluta og hjálpaði sínum mönnum að landa sigrinum.Hvað gerist næst?Valur prísar sig sæla að vera með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina en sækja ÍR-ingana heim í næstu umferð. Þórsarar eru enn án stiga en þeir mæta nöfnum sínum frá Akureyri í næstu umferð.Ágúst: Pavel lét okkur heyra þaðÁgúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var ánægður með góðan 4. leikhluta hjá sínu liði. „Við spiluðum mjög vel í 4. leikhluta. Vörnin small og þá kom sóknin með og sjálfstraustið í skotunum eins og þú sást. Við klárum þennan leik mjög vel, mjög sterkt.“ Ágúst sagði að hugarfarið í mönnum hafi breyst fyrir þann leikhluta og ákveðinn lykilmaður sýndi leiðtogahæfni. „Við vorum miklu ákveðnari í því sem við vorum að gera. Við vorum að eyða allt of mikilli orku í að svekkja okkur og pirra okkur á alls konar hlutum. Bæði það sem var að gerast innan liðsins og það sem var að gerast í kringum, dómgæslu og hvað þeir voru að gera. Við fórum að líta meira inn á við og einbeittum okkur að sjálfum okkur.“ „Leikhléið á milli 3. og 4. leikhluta, við vorum að tala um það allan leikinn að halda áfram og þá lét Pavel okkur í rauninni heyra það. Hann sagði hættum þessu helvítis kjaftæði og förum og náum í þennan sigur. Við erum á heimavelli og það kemur ekkert annað til greina en að vinna þennan leik,“ Liðið var ekki að spila vel framan af og var Ágúst sammála því. „Við eigum langt í land. Við erum að slípa okkur saman eins og flest önnur lið en við erum komnir styttra en við vldum. Á meðan við að ná í punkta og erum ekki komnir lengra þá er maður nokkuð ánægður með það.“ „Það var bara hugarfarsbreyting. Pavel kveikti í þessu liði.“ „Við erum mjög ánægðir með sigrana og tökum þeim en spilamennskan þarf að vera betra og við þurfum að halda áfram að bæta okkur. Nú er það bara næsti leikur sem skiptir máli.“Friðrik Ingi: Pavel tók yfir leikinn„Ég er algjörlega brjálaður. Það er eitt að tapa leikjum en að tapa leikjum þar sem þú ert að spila á útivelli og frábærlega í 20-25 mínútur og missa þetta svona frá okkur...“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Þórs, eftir svekkjandi tap gegn Valsmönnum. „Við vorum agalegir á lokakaflanum! Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna í og laga.“ Þórsarar duttu alveg út úr leiknum í lokin eins og Friðrik Ingi minntist á. „Þeir fengu smá smjörþef á heimavelli og gengu á lagið. Maður þarf að spila betur á útivelli til að ná í úrslit. Þeir fengu sjálfstraust og þá einhvern veginn koðnuðum við niður.“ „Mér fannst við ekki sýna þá samheldni sem við þurfum að gera á svona stundu. Undir eðlilegum kringumstæðum, lið sem er með góðan takt og annað, við hefðum veðrað þetta af okkur en við vorum langt frá því í dag, því miður. Meirihlutann af leiknum vorum við miklu betri.“ „Alveg sama hvaða andstæðingur það er, þegar andstæðingurinn spilar á heimavelli þá er auðvelt að komast í "riþma." Valur er með mjög góða skotmenn og þeir gengu á lagið. Pavel tekur yfir leikinn á lokakaflanum og stýrði þessu frá A-Ö.“ sagði Friðik. Hann var þó ánægður með spilamennskuna í fyrri hluta leiksins og hefur engar áhyggjur þó úrslitin hafi ekki fallið með þeim í fyrstu 2 leikjunum. „Ég var mjög ánægður með varnarleikinn lengstum framan af og sóknarleikurinn var á köflum fínn en líka stirðbusalegur á köflum. Það er bara rosalega svekkjandi að tapa leik á útivelli þar sem þú ert með leikinn í höndunum í talsverðan meirihluta. Það er ekki það sem telur, Valsmennirnir gerðu það sem þeir þurftu og gerðu það vel, ég óska þeim til hamingju með það.“ „Þú vilt vinna og ná þér í stig en ég fer ekkert á límingunum með þetta. Við eigum eftir að ná í okkar sigra og þeir koma.“Pavel: Við erum ekki liðPavel Ermolinskij, leikmanni Vals, leið vel með að ná í tvö stig þrátt fyrir erfiðan leik.„Mjög vel, að sjálfsögðu! Við erum í þeirri stöðu að við erum lið sem þarf að vinna leiki, sérstaklega á móti liðum sem eru í okkar hluta deildarinnar.“ Pavel lá greinilega mikið á hjarta. Hann var ekki að skafa af hlutunum aðspurður út í frammistöðu liðsins er undirritaður minntist á að hún hefði getað verið betri. „Þú ert góður þarna! Hún var langt frá því að vera góð. Hún var ekki ágæt, hún var bara slök. Ég er tilbúinn til þess að fórna einhverjum sigrum og einhverjum töpum ef að við erum að vinna að einhverju og við megum ekki festast í þessu hugarfari að reyna að vinna leiki endalaust.“ sagði Pavel og hélt áfram að gagnrýna hugarfarið í liðinu: „Þó að þetta snúist að sjálfsögðu um um það, þá þurfum við að hugsa lengra fram í tímann og hvað við erum að reyna að byggja upp hérna í þessu liði. Við erum ekki nógu góðir til að klöngra okkur úr hverjum einasta leik. Við þurfum að komast á stað þar sem við áttum okkur á því hvar við erum, í hverju við erum góðir, hvað við ætlum að gera og svo förum við út frá því. Það eru bara tveir leiki búnir en þeir hafa spilast mjög svipað.“ Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, sagði að Pavel hefði kveikt í mannskapnum í byrjun 4. leikhluta en Pavel gat varla talist ánægður með það. „Ég er ekki alveg viss með það... Hvað á ég að segja? Það á ekki að þurfa þess, segi ég. Það á ekki að þurfa þess að öskra og garga og kveikja í mönnum. Við eigum bara að sýna meiri metnað og stolt en að þurfa að láta öskra á okkur og þurfa að gíra sig upp í hluti.“ „Þetta er ekki til framdráttar. Ef við ætlum að treysta á það að ég komi inn í 3. leikhluta og öskri á einhvern til að við byrjum að spila vel þá erum við í slæmum málum.“ Þrátt fyrir slæma frammistöðu í fyrri hálfleik þá náði Valur að klára verkefnið í kvöld sem er mikilvægt að mati Pavels. „Það er það jákvæða. Báðir þessir leikir, á móti Fjölni og í kvöld, við spilum ekki vel en getum klárað leiki. Það er mjög sterkur hæfileiki. Það er hæfileiki sem þú kemst ekki langt án. Fyrst við höfum hann þá þurfum við að bæta í hitt en þessi eiginleiki er mjög mikilvægur.“ Pavel var ánægður með uppskeruna en ítrekaði að hugarfarið þarfnast breytinga. „Eins og ég segi, við erum ekki lið. Þótt við viljum komast þangað, í dag erum við ekki lið sem getur tekið neinum sigrum sem sjálfsögðum hlut. Tveir sigrar í tveimur leikjum er frábært fyrir okkur, ég er mjög ánægður.“ Dominos-deild karla
Valur og Þór Þorlákshöfn mættust í 2. umferð Dominos deildar karla í kvöld. Valur byrjaði tímabilið á naumum sigri gegn Fjölni en Þór var með tap á bakinu. Leikurinn var í járnum framan af. Valsmenn voru ekki upp á sitt besta og Þórsarar að spila mjög vel. Í 4. leikhluta sprakk Valsliðið út og gerði út um leikinn. Þeir unnu 4. leikhluta 35-10. Virkilega svekkjandi fyrir Þór sem var betri aðilinn stóran hluta leiks.Af hverju vann Valur?Valur átti ótrúlegan 4. leikhluta. Eftir að hafa verið frekar slakir framan af leiks, gerðist eitthvað. Þeir fóru að seta niður þrista hvað eftir annað og með hverju stiginu sem þeir skoruðu jókst sjálfstraustið og þeir gengu á lagið og gerðu út af um þennan leik.Hvað gekk illa?Það er slæmt að Valsmenn skulu vera svona lengi í gang. Þeir voru heppni í 1. umferð og redduðu sér aftur í kvöld. Þeir geta ekki gert þetta alltaf og þurfa að fara að skoða leik sinn. Þá er þa áhyggjuefni að Þórsarar skuli hafa klikkað svona í lok leiks, þeir þurfa að sigla svona leikjum í höfn til að ná í stig.Hverjir stóðu upp úr?Vincent Terrence Bailey átti góðan leik hjá Þór og skoraði 32 stig. Vanalega dugir það fyrir sigri en ekki í dag. Marko Bakovic var duglegur og náði 8 fráköstum og var með 4 stoðsendingar. Hjá Valsmönnum var Frank Aron Booker stigahæstur með 25 stig en flest af þeim komu í 4. leikhluta. Þá var Pavel Ermolinkij frábær í sama leikhluta og hjálpaði sínum mönnum að landa sigrinum.Hvað gerist næst?Valur prísar sig sæla að vera með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina en sækja ÍR-ingana heim í næstu umferð. Þórsarar eru enn án stiga en þeir mæta nöfnum sínum frá Akureyri í næstu umferð.Ágúst: Pavel lét okkur heyra þaðÁgúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var ánægður með góðan 4. leikhluta hjá sínu liði. „Við spiluðum mjög vel í 4. leikhluta. Vörnin small og þá kom sóknin með og sjálfstraustið í skotunum eins og þú sást. Við klárum þennan leik mjög vel, mjög sterkt.“ Ágúst sagði að hugarfarið í mönnum hafi breyst fyrir þann leikhluta og ákveðinn lykilmaður sýndi leiðtogahæfni. „Við vorum miklu ákveðnari í því sem við vorum að gera. Við vorum að eyða allt of mikilli orku í að svekkja okkur og pirra okkur á alls konar hlutum. Bæði það sem var að gerast innan liðsins og það sem var að gerast í kringum, dómgæslu og hvað þeir voru að gera. Við fórum að líta meira inn á við og einbeittum okkur að sjálfum okkur.“ „Leikhléið á milli 3. og 4. leikhluta, við vorum að tala um það allan leikinn að halda áfram og þá lét Pavel okkur í rauninni heyra það. Hann sagði hættum þessu helvítis kjaftæði og förum og náum í þennan sigur. Við erum á heimavelli og það kemur ekkert annað til greina en að vinna þennan leik,“ Liðið var ekki að spila vel framan af og var Ágúst sammála því. „Við eigum langt í land. Við erum að slípa okkur saman eins og flest önnur lið en við erum komnir styttra en við vldum. Á meðan við að ná í punkta og erum ekki komnir lengra þá er maður nokkuð ánægður með það.“ „Það var bara hugarfarsbreyting. Pavel kveikti í þessu liði.“ „Við erum mjög ánægðir með sigrana og tökum þeim en spilamennskan þarf að vera betra og við þurfum að halda áfram að bæta okkur. Nú er það bara næsti leikur sem skiptir máli.“Friðrik Ingi: Pavel tók yfir leikinn„Ég er algjörlega brjálaður. Það er eitt að tapa leikjum en að tapa leikjum þar sem þú ert að spila á útivelli og frábærlega í 20-25 mínútur og missa þetta svona frá okkur...“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Þórs, eftir svekkjandi tap gegn Valsmönnum. „Við vorum agalegir á lokakaflanum! Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna í og laga.“ Þórsarar duttu alveg út úr leiknum í lokin eins og Friðrik Ingi minntist á. „Þeir fengu smá smjörþef á heimavelli og gengu á lagið. Maður þarf að spila betur á útivelli til að ná í úrslit. Þeir fengu sjálfstraust og þá einhvern veginn koðnuðum við niður.“ „Mér fannst við ekki sýna þá samheldni sem við þurfum að gera á svona stundu. Undir eðlilegum kringumstæðum, lið sem er með góðan takt og annað, við hefðum veðrað þetta af okkur en við vorum langt frá því í dag, því miður. Meirihlutann af leiknum vorum við miklu betri.“ „Alveg sama hvaða andstæðingur það er, þegar andstæðingurinn spilar á heimavelli þá er auðvelt að komast í "riþma." Valur er með mjög góða skotmenn og þeir gengu á lagið. Pavel tekur yfir leikinn á lokakaflanum og stýrði þessu frá A-Ö.“ sagði Friðik. Hann var þó ánægður með spilamennskuna í fyrri hluta leiksins og hefur engar áhyggjur þó úrslitin hafi ekki fallið með þeim í fyrstu 2 leikjunum. „Ég var mjög ánægður með varnarleikinn lengstum framan af og sóknarleikurinn var á köflum fínn en líka stirðbusalegur á köflum. Það er bara rosalega svekkjandi að tapa leik á útivelli þar sem þú ert með leikinn í höndunum í talsverðan meirihluta. Það er ekki það sem telur, Valsmennirnir gerðu það sem þeir þurftu og gerðu það vel, ég óska þeim til hamingju með það.“ „Þú vilt vinna og ná þér í stig en ég fer ekkert á límingunum með þetta. Við eigum eftir að ná í okkar sigra og þeir koma.“Pavel: Við erum ekki liðPavel Ermolinskij, leikmanni Vals, leið vel með að ná í tvö stig þrátt fyrir erfiðan leik.„Mjög vel, að sjálfsögðu! Við erum í þeirri stöðu að við erum lið sem þarf að vinna leiki, sérstaklega á móti liðum sem eru í okkar hluta deildarinnar.“ Pavel lá greinilega mikið á hjarta. Hann var ekki að skafa af hlutunum aðspurður út í frammistöðu liðsins er undirritaður minntist á að hún hefði getað verið betri. „Þú ert góður þarna! Hún var langt frá því að vera góð. Hún var ekki ágæt, hún var bara slök. Ég er tilbúinn til þess að fórna einhverjum sigrum og einhverjum töpum ef að við erum að vinna að einhverju og við megum ekki festast í þessu hugarfari að reyna að vinna leiki endalaust.“ sagði Pavel og hélt áfram að gagnrýna hugarfarið í liðinu: „Þó að þetta snúist að sjálfsögðu um um það, þá þurfum við að hugsa lengra fram í tímann og hvað við erum að reyna að byggja upp hérna í þessu liði. Við erum ekki nógu góðir til að klöngra okkur úr hverjum einasta leik. Við þurfum að komast á stað þar sem við áttum okkur á því hvar við erum, í hverju við erum góðir, hvað við ætlum að gera og svo förum við út frá því. Það eru bara tveir leiki búnir en þeir hafa spilast mjög svipað.“ Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, sagði að Pavel hefði kveikt í mannskapnum í byrjun 4. leikhluta en Pavel gat varla talist ánægður með það. „Ég er ekki alveg viss með það... Hvað á ég að segja? Það á ekki að þurfa þess, segi ég. Það á ekki að þurfa þess að öskra og garga og kveikja í mönnum. Við eigum bara að sýna meiri metnað og stolt en að þurfa að láta öskra á okkur og þurfa að gíra sig upp í hluti.“ „Þetta er ekki til framdráttar. Ef við ætlum að treysta á það að ég komi inn í 3. leikhluta og öskri á einhvern til að við byrjum að spila vel þá erum við í slæmum málum.“ Þrátt fyrir slæma frammistöðu í fyrri hálfleik þá náði Valur að klára verkefnið í kvöld sem er mikilvægt að mati Pavels. „Það er það jákvæða. Báðir þessir leikir, á móti Fjölni og í kvöld, við spilum ekki vel en getum klárað leiki. Það er mjög sterkur hæfileiki. Það er hæfileiki sem þú kemst ekki langt án. Fyrst við höfum hann þá þurfum við að bæta í hitt en þessi eiginleiki er mjög mikilvægur.“ Pavel var ánægður með uppskeruna en ítrekaði að hugarfarið þarfnast breytinga. „Eins og ég segi, við erum ekki lið. Þótt við viljum komast þangað, í dag erum við ekki lið sem getur tekið neinum sigrum sem sjálfsögðum hlut. Tveir sigrar í tveimur leikjum er frábært fyrir okkur, ég er mjög ánægður.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum