Fagra Flórída á Hringbraut Pétur Sigurðsson skrifar 29. október 2019 15:55 Hvorki Guðbergur Guðbergsson, né neinn af fasteignasölunum á Fasteignasölunni Bæ, eru með réttindi til þess að selja fasteignir í Flórída. Þeir mega tengja saman fasteignasala í Flórída og mögulega kaupendur frá Íslandi og fær þá fasteignasalan Bær tilvísunargjald fyrir þá þjónustu. Þeim er ekki heimilt að tjá sig um ágæti fasteigna í Flórída, en mega lesa af blaði það sem Löggiltur fasteignasali hefur ritað. Þeir mega ekki fylla út eða skrifa kaupsamning fyrir eign í Flórída. Öllum fasteignasölum ber skilda að bera á sér skírteini útvegið af fylkinu, þegar þeir eru að vinna. Það er rétt að það er eftirspurn eftir húsum í Flórída, en of margir eru að leigja út húsin sína og það er yfirframboð á leiguhúsnæði. Þannig að það er ekki raunhæft að ætlast til að þú getir haft 4% ávöxtun eða hærra af eigninni. Að eitthvað hús sem byggt er í dag skili sér til baka í leigu á 10 til 15 árum eða þaðan af skemmri tíma er óraunhæfur draumur. Einu tilfellin sem þetta hefur gengið er þegar menn keyptu hús á brunaútsölu í hruninu, þ.e. um það bil einum þriðja af eðlilegu verði. Sögulega séð þá hækkar verð í Flórída um 3% á ári en í Bandaríkjunum í heild um 4%. Það er óraunhæft að miða við einhverja hækkun milli einstakra ára. Frá því ég byrjaði í fasteignasölu fyrir rúmum 19 árum, þá hefur verð hækkað og lækkað frá 33% hækkun með niður í 66% lækkun minnst. Rétt fyrir hrun komust menn upp með það að nefna bara tekjurnar sem þeir höfðu, í dag þurfa allir að sanna (yfirleitt með skattskýrslum) hvaða tekjur þeir hafa. Einu líkurnar á því að þeir sleppi við það er að þeir greiði mjög há útborgun, líklega 50% eða hærra. Vextir eru aldrei nefndir í þættinum en þeir eru fyrir Ameríkana með háar tekjur og frábæra greiðslusögu 3.96% í dag. Þó það sé staðhæft að allt sé innifalið þá vantar samt öll húsgögn, lín, borðbúnað, skreitingar, smátæki og fleira. Þetta getur verið góður biti ef vel á að gera, en það er ekkert minnst á þetta í kynningunni. Í dag koma öll hús fullbúin sama hver byggingaraðilinn er, stundum vantar ísskáp, þvottavél og þurrkara en það er undantekning. Það er sleppt því að tala um að þegar byggingaraðilar selja hús þá láta þeir kaupandann greiða fyrir sig það sem er hér hefðbundinn kostnaður seljanda við sölu. Eins og lögfræðikostnað $500 til $1000, stimpilgjald $7 af hverjum $1,000 af verðmæti kaupsamnings og svo tryggingu sem tryggir hreint veðbókarvottorð $5.75 af hverjum 1,000 af verðmæti kaupsamnings. VHC Hospitality hóf starfsemi í janúar 2017 og er nýlegt fyrirtæki með litla reynslu. Sjáið hvað gerist ef það er óskað eftir skriflegri tryggingu fyrir hagnaði af leigunni. Það er talað um traustan samstarfsaðila, sjá tengil: https://www.consumeraffairs.com/housing/aaa_builders.html# Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Hvorki Guðbergur Guðbergsson, né neinn af fasteignasölunum á Fasteignasölunni Bæ, eru með réttindi til þess að selja fasteignir í Flórída. Þeir mega tengja saman fasteignasala í Flórída og mögulega kaupendur frá Íslandi og fær þá fasteignasalan Bær tilvísunargjald fyrir þá þjónustu. Þeim er ekki heimilt að tjá sig um ágæti fasteigna í Flórída, en mega lesa af blaði það sem Löggiltur fasteignasali hefur ritað. Þeir mega ekki fylla út eða skrifa kaupsamning fyrir eign í Flórída. Öllum fasteignasölum ber skilda að bera á sér skírteini útvegið af fylkinu, þegar þeir eru að vinna. Það er rétt að það er eftirspurn eftir húsum í Flórída, en of margir eru að leigja út húsin sína og það er yfirframboð á leiguhúsnæði. Þannig að það er ekki raunhæft að ætlast til að þú getir haft 4% ávöxtun eða hærra af eigninni. Að eitthvað hús sem byggt er í dag skili sér til baka í leigu á 10 til 15 árum eða þaðan af skemmri tíma er óraunhæfur draumur. Einu tilfellin sem þetta hefur gengið er þegar menn keyptu hús á brunaútsölu í hruninu, þ.e. um það bil einum þriðja af eðlilegu verði. Sögulega séð þá hækkar verð í Flórída um 3% á ári en í Bandaríkjunum í heild um 4%. Það er óraunhæft að miða við einhverja hækkun milli einstakra ára. Frá því ég byrjaði í fasteignasölu fyrir rúmum 19 árum, þá hefur verð hækkað og lækkað frá 33% hækkun með niður í 66% lækkun minnst. Rétt fyrir hrun komust menn upp með það að nefna bara tekjurnar sem þeir höfðu, í dag þurfa allir að sanna (yfirleitt með skattskýrslum) hvaða tekjur þeir hafa. Einu líkurnar á því að þeir sleppi við það er að þeir greiði mjög há útborgun, líklega 50% eða hærra. Vextir eru aldrei nefndir í þættinum en þeir eru fyrir Ameríkana með háar tekjur og frábæra greiðslusögu 3.96% í dag. Þó það sé staðhæft að allt sé innifalið þá vantar samt öll húsgögn, lín, borðbúnað, skreitingar, smátæki og fleira. Þetta getur verið góður biti ef vel á að gera, en það er ekkert minnst á þetta í kynningunni. Í dag koma öll hús fullbúin sama hver byggingaraðilinn er, stundum vantar ísskáp, þvottavél og þurrkara en það er undantekning. Það er sleppt því að tala um að þegar byggingaraðilar selja hús þá láta þeir kaupandann greiða fyrir sig það sem er hér hefðbundinn kostnaður seljanda við sölu. Eins og lögfræðikostnað $500 til $1000, stimpilgjald $7 af hverjum $1,000 af verðmæti kaupsamnings og svo tryggingu sem tryggir hreint veðbókarvottorð $5.75 af hverjum 1,000 af verðmæti kaupsamnings. VHC Hospitality hóf starfsemi í janúar 2017 og er nýlegt fyrirtæki með litla reynslu. Sjáið hvað gerist ef það er óskað eftir skriflegri tryggingu fyrir hagnaði af leigunni. Það er talað um traustan samstarfsaðila, sjá tengil: https://www.consumeraffairs.com/housing/aaa_builders.html#
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar