Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ræddi stöðuna á Paul Pogba eftir sigurinn á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Síðasti leikur Pogba með liði Manchester United var á móti Arsenal í lok september. Hann missti líka af landsleikjum Frakka í október.
Manchester United midfielder Paul Pogba is likely to be out until December because of an ankle injury.
More here https://t.co/FOA98cW8Wupic.twitter.com/rzhi4S6hrQ
— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2019
„Ég held að við sjáum Paul ekki fyrr en í desember,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Hann verður lengi frá og þarf sinn tíma til að ná sér. Það verður því líklega ekki fyrr en í desember sem við sjáum hann spila með okkur,“ sagði Solskjær.
Paul Pogba hefur misst af 5 af síðustu 6 deildarleikjum og United liðið hefur fengið sjö stig út úr þeim. Liðið fékk sex stig út úr þeim fimm leikjum sem Pogba hefur spilað á leiktíðinni.