Afgerandi forskot Íhaldsflokksins í aðdraganda atkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 22:59 Hvorki hefur gengið né rekið hjá Johnson í breska þinginu frá því að hann varð forsætisráðherra í júlí. Ekki er útlit fyrir að það breytist á mánudag. Vísir/EPA Íhaldsflokkur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mælist með afgerandi forskot á Verkamannaflokkinn, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, í nýrri skoðanakönnun. Johnson ætlar að láta breska þingið greiða atkvæðagreiðslu um tillögu hans um að boða til þingkosninga í desember á mánudag. Samkvæmt könnun Opinium sem Reuters-fréttastofan segir frá bætir Íhaldsflokkurinn við sig frá síðustu könnun og fengi um 40% atkvæða. Það er sextán prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn sem mælist með 24%. Í tíð Corbyn hefur Verkamannaflokkurinn tekið lítt afgerandi afstöðu til útgöngunnar úr Evrópusambandinu. Frjálslyndir demókratar, sem eru andvígir útgöngu úr Evrópusambandinu, hafa sigið aðeins frá fyrri könnun og mælast nú með um 15%, fimm prósentustigum meira en Brexit-flokkur Nigels Farage, fyrrverandi leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins (Ukip). Tillaga Johnson um þingkosningar 12. desember verður tekin til atkvæðagreiðslu í þinginu á mánudag. Hún var lögð fram eftir að þingið hafnaði að afgreiða útgöngusamning Johnson við Evrópusambandið í tæka tíð fyrir útgöngu sem var fyrirhuguð 31. október. Johnson óskaði í kjölfarið eftir fresti á útgöngunni frá ESB en ekki hefur enn verið ákveðið hversu langur hann verður. Ekki er útlit fyrir að Johnson verði að ósk sinni um kosningar. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir ætla að greiða atkvæði gegn tillögunni eða sitja hjá en tveir þriðju hlutar þingheims verða að samþykkja hana. Norður-írski sambandsflokkurinn (DUP), sem varði minnihlutastjórn Íhaldsflokksins fyrr á kjörtímabilinu, er einnig mótfallinn tillögunni. Bretland Brexit Tengdar fréttir Johnson vill kosningar í desember Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Breski forsætisráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að kosið verði í Bretlandi í desember. 24. október 2019 17:30 ESB samþykkir að fresta Brexit og Johnson berst fyrir kosningum Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. 25. október 2019 18:45 Ræða um lengd nýs frests til að veita Bretum Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins ræða nú hversu langan frest á útgöngu úr sambandinu Bretum verði boðinn. 25. október 2019 07:15 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Íhaldsflokkur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mælist með afgerandi forskot á Verkamannaflokkinn, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, í nýrri skoðanakönnun. Johnson ætlar að láta breska þingið greiða atkvæðagreiðslu um tillögu hans um að boða til þingkosninga í desember á mánudag. Samkvæmt könnun Opinium sem Reuters-fréttastofan segir frá bætir Íhaldsflokkurinn við sig frá síðustu könnun og fengi um 40% atkvæða. Það er sextán prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn sem mælist með 24%. Í tíð Corbyn hefur Verkamannaflokkurinn tekið lítt afgerandi afstöðu til útgöngunnar úr Evrópusambandinu. Frjálslyndir demókratar, sem eru andvígir útgöngu úr Evrópusambandinu, hafa sigið aðeins frá fyrri könnun og mælast nú með um 15%, fimm prósentustigum meira en Brexit-flokkur Nigels Farage, fyrrverandi leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins (Ukip). Tillaga Johnson um þingkosningar 12. desember verður tekin til atkvæðagreiðslu í þinginu á mánudag. Hún var lögð fram eftir að þingið hafnaði að afgreiða útgöngusamning Johnson við Evrópusambandið í tæka tíð fyrir útgöngu sem var fyrirhuguð 31. október. Johnson óskaði í kjölfarið eftir fresti á útgöngunni frá ESB en ekki hefur enn verið ákveðið hversu langur hann verður. Ekki er útlit fyrir að Johnson verði að ósk sinni um kosningar. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir ætla að greiða atkvæði gegn tillögunni eða sitja hjá en tveir þriðju hlutar þingheims verða að samþykkja hana. Norður-írski sambandsflokkurinn (DUP), sem varði minnihlutastjórn Íhaldsflokksins fyrr á kjörtímabilinu, er einnig mótfallinn tillögunni.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Johnson vill kosningar í desember Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Breski forsætisráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að kosið verði í Bretlandi í desember. 24. október 2019 17:30 ESB samþykkir að fresta Brexit og Johnson berst fyrir kosningum Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. 25. október 2019 18:45 Ræða um lengd nýs frests til að veita Bretum Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins ræða nú hversu langan frest á útgöngu úr sambandinu Bretum verði boðinn. 25. október 2019 07:15 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Johnson vill kosningar í desember Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Breski forsætisráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að kosið verði í Bretlandi í desember. 24. október 2019 17:30
ESB samþykkir að fresta Brexit og Johnson berst fyrir kosningum Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. 25. október 2019 18:45
Ræða um lengd nýs frests til að veita Bretum Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins ræða nú hversu langan frest á útgöngu úr sambandinu Bretum verði boðinn. 25. október 2019 07:15