Skutu eldflaugum í tólfta sinn á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2019 12:06 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur gefið Bandaríkjunum frest út árið til að hefja viðræður á nýjan leik. AP/Ahn Young-joon Tveimur skammdrægum eldflaugum virðist hafa verið skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Samkvæmt yfirmönnum herafla Suður-Kóreu var eldflaugunum skotið til austurs, eins og oftast er gert, og flugu þær um 370 kílómetra í 90 kílómetra hæð áður en þær féllu í hafið. Suður-Kóreumenn fylgjast nú náið með nágrönnum sínum í norðri og hvort fleiri eldflaugum verði skotið á loft.Yonhap fréttaveitan, frá Suður-Kóreu, segir að herafli landsins hafi vitað af flutningi færanlegra skotpalla innan Norður-Kóreu. Verið sé að fara yfir þau gögn sem til eru til að greina hvurslags eldflaugar um sé að ræða.Þetta er í tólfta sinn sem eldflaugum hefur verið skotið á loft frá Norður-Kóreu á þessu ári. Síðast var það gert í byrjun mánaðarins þegar tilraun var gerð með eldflaug sem hægt er að skjóta úr kafbátum. Samband ríkjanna tveggja hefur versnað töluvert á undanförnum mánuðum. Áður virtist það þó vera að skána og funduðu embættismenn ríkjanna reglulega. Alger pattstaða hefur hins vegar myndast í viðræðum varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur gefið Bandaríkjunum frest út árið til að hefja viðræður á nýjan leik. Á sunnudaginn sendu Norður-Kóreumenn frá sér yfirlýsingu um að ríkisstjórn Donald Trump ætti ekki að hunsa þann frest. Það yrðu mistök. Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Sjá meira
Tveimur skammdrægum eldflaugum virðist hafa verið skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Samkvæmt yfirmönnum herafla Suður-Kóreu var eldflaugunum skotið til austurs, eins og oftast er gert, og flugu þær um 370 kílómetra í 90 kílómetra hæð áður en þær féllu í hafið. Suður-Kóreumenn fylgjast nú náið með nágrönnum sínum í norðri og hvort fleiri eldflaugum verði skotið á loft.Yonhap fréttaveitan, frá Suður-Kóreu, segir að herafli landsins hafi vitað af flutningi færanlegra skotpalla innan Norður-Kóreu. Verið sé að fara yfir þau gögn sem til eru til að greina hvurslags eldflaugar um sé að ræða.Þetta er í tólfta sinn sem eldflaugum hefur verið skotið á loft frá Norður-Kóreu á þessu ári. Síðast var það gert í byrjun mánaðarins þegar tilraun var gerð með eldflaug sem hægt er að skjóta úr kafbátum. Samband ríkjanna tveggja hefur versnað töluvert á undanförnum mánuðum. Áður virtist það þó vera að skána og funduðu embættismenn ríkjanna reglulega. Alger pattstaða hefur hins vegar myndast í viðræðum varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur gefið Bandaríkjunum frest út árið til að hefja viðræður á nýjan leik. Á sunnudaginn sendu Norður-Kóreumenn frá sér yfirlýsingu um að ríkisstjórn Donald Trump ætti ekki að hunsa þann frest. Það yrðu mistök.
Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Sjá meira