
Í ár hefur Omnom endurvakið þrjár bragðtegundir fyrri ára sem þykja minna einna helst á minningar liðinna jóla og er innblásturinn fenginn úr matarhefðum, bragðtónum og íslenskum venjum og siðum sem hringja inn jólin. Vetrarlína Omnom í ár samanstendur af Dark Nibs + Raspberry, Milk+ Cookies og Spiced White + Caramel.
„Þessi súkkulaði eru öll mjög ólík en passa vel saman. En í ár eru súkkulaðistykkin einnig fáanleg í fallegri gjafaöskju sem tónar vel við þemað í ár og fullkomnar vetrarlínuna,” útskýrir Kjartan.

„Þetta hefur verið einstaklinglega skemmtileg ferli, bæði að fínpússa uppskriftirnar og vinna með nýju fólki. Við fórum t.d. í samstarf með Brauð&co fyrir Milk + Cookies stykkið og fengum þá til að búa til hina fullkomnu krydduðu smáköku sem fer ofan á mjólkursúkkulaðið.“


Þessi kynning er unnin í samstarfi við Omnom.