„Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu“ Jakob Bjarnar skrifar 7. nóvember 2019 14:30 Sandra Gunnarsdóttir gagnrýnir stjórnendur Hrafnistu harðlega en afi hennar dó afar þjáður í faðmi aðstandenda. „Hann dó í höndunum á okkur, sárkvalinn, honum blæddi út og það fossaði blóð úr honum bæði uppi og niðri,“ segir Sandra Gunnarsdóttir ung kona sem lenti í þeirri skelfilegu lífsreynslu að þurfa að kveðja afa sinn með þessum hætti. Sandra greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrr í vikunni hvernig dauða afa hennar bar. Ingólfur Árni Jónsson lést á Hrafnistu 69 ára gamall. Sandra telur engan vafa á leika að vanræksla starfsfólks hafi haft þar sitt að segja; þó ítrekað væri óskað eftir því að kallaður yrði til læknir vegna skelfilegs ástands Ingólfs Árna hafi það verið hunsað. Hún setur fram alvarlegar athugasemdir við það hvernig starfsfólk Hrafnistu, hvar afi hennar var dvalarmaður, brást við ástandinu. Vefmiðillinn Skandall tók frásögn Söndru upp og birti í gær, það gerði DV einnig en Vísir reyndi lengi dags í gær að ná sambandi við stjórnendur Hrafnistu.Harmar fréttaflutninginn Forstöðukona Hrafnistu í Hafnarfirði vildi ekki tjá sig um málið, sagði að upplifun sé eitt, raunverulega atburðarás annan en vísaði á Pétur Magnússon forstjóra Hrafnistu. Ekki tókst að ná tali af honum en hann sendi seinna um daginn frá sér yfirlýsingu sem birtist á frettabladid.is þar sem hann harmar fréttaflutninginn og segir það sem fram það sem þar komi fram sé ekki í samræmi við staðreyndir. Sandra segir ekkert nýtt fram komið í málinu í samtali við DV en til stendur að kryfja afa hennar. Henni var mjög brugðið við tilkynningu Péturs og segir hana ómanneskjulega, það sem þar komi fram eigi ekki við nein rök að styðjast og hafi þann eina tilgang að draga úr upplifun hennar og móður hennar af dauða Ingólfs. „Að öllum líkindum hefur Ingólfur látist úr ósæðarrofi sem er mjög banvænt en má auðveldlega sjá til dæmis með ómskoðun – einkennin lýsa sér einna helst í mjög miklum kviðar- og bakverkjum. Ingólfur byrjaði strax um morguninn 31. október að kvarta undan miklum kviðverkjum – því var ekkert sinnt vegna þess að upp og niður var að ganga á Hrafnistu,“ segir Sandra og lýsir atburðarráðs í tímalínu.Atburðarrás í tímalínu samkvæmt SöndruKlukkan 17:30 þegar Ingólfur var að labba í kvöldmatinn hneig hann niður – honum var komið fyrir upp í rúmi hjá sér og ekki séð neina ástæðu til þess að láta lækni skoða hann.Klukkan 19:00 var fyrst hringt í dóttur hans og henni tilkynnt að liðið hefði yfir pabba hennar fyrr um daginn og að það væri gott fyrir hann ef hún gæti kíkt til hans.Þegar við komum til hans er ástandið alls ekki gott og mun verra en var látið hljóma i gegnum símann – eina sem er sagt við okkur er að hann sé samt allur á uppleið og sé að braggast – þarna er neitað um að láta lækni skoða hann.Hann var búinn að æla á öll fötin sín og lyktin eftir því en ekki gafst tími starfsmanna til þess að skipta um föt þar sem of mikið var að gera á deildinni.Klukkan 21:00 sagði læknir á bakvakt símleiðis að okkur væri óhætt að fara heim, hann sæi ekki ástæðu fyrir því að við þyrftum að sitja yfir honum – það myndi síðan læknir kíkja bara á hann morguninn eftir.Við tókum ekki í mál að víkja hann þar sem það var deginum ljósara að ekki væri allt með felldu.Við bentum meðal annars á að;Hann var með mjög uppblásinn kvið (venjulega með flatan maga) (skýringin er sú að kviðurinn er þarna að fyllast af blóði) en svarið sem við fengum var að það væri ómögulegt að segja til um ástæðuna á kviðnum og við spurðar hvort hann væri vanalega ekki með bumbu?Vinstra augað hans lafði alla leið niður á kinn – svarið við því var að það væri líklegast út af smá súrefnisskorti.Það kurraði alltaf meira og meira í lungunum á honum og hann átti orðið mjög erfitt með andardrátt – enginn læknir.Púlsinn hans fór upp í 135 slög á mínútu og síðan strax niður í 40 slög – svarið við því var að hann væri vanur að rokka svona í púlsi.Hann ældi upp svörtum vökva sem við sögðum að væri blóð – svarið við því að þetta væri bara næringardrykkurinn sem hann drakk fyrr um kvöldið.Ég benti á að súrefnismaskinn sem hann væri með í andlitinu væri ekki að gera mikið fyrir hann þar sem hann væri of lítill – svarið við því var að hann væri með svo stórt nef.Súrefnisslanga sem er ætluð að vera í nefinu á fólki var sett í munninn á honum.Hann var með ískalda fætur og með kaldan svita – enginn læknir.Sjúklingur á hæðinni fyrir ofan Ingólf var að fá blóðtappa og var okkur ítrekað sagt að hjúkrunarfræðingurinn gæti ekki komið til okkar fyrr en búið væri að sinna þeim sjúklingi.Læknirinn á bakvakt sá aldrei ástæðu til þess að koma og skoða hann.Þegar hjúkrunarfræðingurinn gaf sér loksins tíma í að koma þá var henni augljóst í hvað stemmdi og var ákveðið að gefa honum morfín til þess að lina kvalirnar – sirka hálftíma seinna var hann látinn, klukkan 22:20. Hann dó í höndunum á okkur, sárkvalinn, honum blæddi út og það fossaði blóð úr honum bæði uppi og niðri.Læknir segir ekki rétt að málum staðið Sandra segir svo frá að næsta dag hafi þau verið sjö aðstandendur í herbergi með lækni á Hrafnistu, þar sem hann tjáði undrun sína á þessum vinnubrögðum, hann sagði að aðstandendur ættu alltaf að geta beðið um lækni og að það ætti ávallt að verða við þeirri beiðni.Hrafnista í Hafnarfirði.Hrafnista„Hann sagði einnig, ólíkt Pétri forstjóra, að það hefði verið undirmannað þetta kvöld og tók fram að þetta væri láglaunastarf og starfsfólkið eftir því. Hann sagði að nær aldrei væri fólk krufið sem dæi á elliheimilum en í þetta skipti vildi hann fara fram á það. Hann tók skýrt fram að mun meiri vinna hefði átt að fara í Ingólf og að hann hefði att að vera mál málanna þetta kvöld.“Skammarlega búið að eldra fólki Sandra segir Pétur forstjóri hafi ekki hafa verið á staðnum þetta örlagaríka kvöld. Enginn læknir hafi verið á staðnum og hún furðar sig á tilkynningu hans. „Hvernig getur hann sagt það sem hann er að segja? Hann hefur ekki hringt í okkur til að biðjast afsökunar, fá okkar upplifun eða til að gefa nánari skýringu á atburðum þessa kvölds,“ segir Sandra og bætir því við að þjóðfélagið sé þannig að skammarlega sé búið að eldra fólki, það skipti okkur engu máli. „Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu.“ Eldri borgarar Hafnarfjörður Heilbrigðismál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
„Hann dó í höndunum á okkur, sárkvalinn, honum blæddi út og það fossaði blóð úr honum bæði uppi og niðri,“ segir Sandra Gunnarsdóttir ung kona sem lenti í þeirri skelfilegu lífsreynslu að þurfa að kveðja afa sinn með þessum hætti. Sandra greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrr í vikunni hvernig dauða afa hennar bar. Ingólfur Árni Jónsson lést á Hrafnistu 69 ára gamall. Sandra telur engan vafa á leika að vanræksla starfsfólks hafi haft þar sitt að segja; þó ítrekað væri óskað eftir því að kallaður yrði til læknir vegna skelfilegs ástands Ingólfs Árna hafi það verið hunsað. Hún setur fram alvarlegar athugasemdir við það hvernig starfsfólk Hrafnistu, hvar afi hennar var dvalarmaður, brást við ástandinu. Vefmiðillinn Skandall tók frásögn Söndru upp og birti í gær, það gerði DV einnig en Vísir reyndi lengi dags í gær að ná sambandi við stjórnendur Hrafnistu.Harmar fréttaflutninginn Forstöðukona Hrafnistu í Hafnarfirði vildi ekki tjá sig um málið, sagði að upplifun sé eitt, raunverulega atburðarás annan en vísaði á Pétur Magnússon forstjóra Hrafnistu. Ekki tókst að ná tali af honum en hann sendi seinna um daginn frá sér yfirlýsingu sem birtist á frettabladid.is þar sem hann harmar fréttaflutninginn og segir það sem fram það sem þar komi fram sé ekki í samræmi við staðreyndir. Sandra segir ekkert nýtt fram komið í málinu í samtali við DV en til stendur að kryfja afa hennar. Henni var mjög brugðið við tilkynningu Péturs og segir hana ómanneskjulega, það sem þar komi fram eigi ekki við nein rök að styðjast og hafi þann eina tilgang að draga úr upplifun hennar og móður hennar af dauða Ingólfs. „Að öllum líkindum hefur Ingólfur látist úr ósæðarrofi sem er mjög banvænt en má auðveldlega sjá til dæmis með ómskoðun – einkennin lýsa sér einna helst í mjög miklum kviðar- og bakverkjum. Ingólfur byrjaði strax um morguninn 31. október að kvarta undan miklum kviðverkjum – því var ekkert sinnt vegna þess að upp og niður var að ganga á Hrafnistu,“ segir Sandra og lýsir atburðarráðs í tímalínu.Atburðarrás í tímalínu samkvæmt SöndruKlukkan 17:30 þegar Ingólfur var að labba í kvöldmatinn hneig hann niður – honum var komið fyrir upp í rúmi hjá sér og ekki séð neina ástæðu til þess að láta lækni skoða hann.Klukkan 19:00 var fyrst hringt í dóttur hans og henni tilkynnt að liðið hefði yfir pabba hennar fyrr um daginn og að það væri gott fyrir hann ef hún gæti kíkt til hans.Þegar við komum til hans er ástandið alls ekki gott og mun verra en var látið hljóma i gegnum símann – eina sem er sagt við okkur er að hann sé samt allur á uppleið og sé að braggast – þarna er neitað um að láta lækni skoða hann.Hann var búinn að æla á öll fötin sín og lyktin eftir því en ekki gafst tími starfsmanna til þess að skipta um föt þar sem of mikið var að gera á deildinni.Klukkan 21:00 sagði læknir á bakvakt símleiðis að okkur væri óhætt að fara heim, hann sæi ekki ástæðu fyrir því að við þyrftum að sitja yfir honum – það myndi síðan læknir kíkja bara á hann morguninn eftir.Við tókum ekki í mál að víkja hann þar sem það var deginum ljósara að ekki væri allt með felldu.Við bentum meðal annars á að;Hann var með mjög uppblásinn kvið (venjulega með flatan maga) (skýringin er sú að kviðurinn er þarna að fyllast af blóði) en svarið sem við fengum var að það væri ómögulegt að segja til um ástæðuna á kviðnum og við spurðar hvort hann væri vanalega ekki með bumbu?Vinstra augað hans lafði alla leið niður á kinn – svarið við því var að það væri líklegast út af smá súrefnisskorti.Það kurraði alltaf meira og meira í lungunum á honum og hann átti orðið mjög erfitt með andardrátt – enginn læknir.Púlsinn hans fór upp í 135 slög á mínútu og síðan strax niður í 40 slög – svarið við því var að hann væri vanur að rokka svona í púlsi.Hann ældi upp svörtum vökva sem við sögðum að væri blóð – svarið við því að þetta væri bara næringardrykkurinn sem hann drakk fyrr um kvöldið.Ég benti á að súrefnismaskinn sem hann væri með í andlitinu væri ekki að gera mikið fyrir hann þar sem hann væri of lítill – svarið við því var að hann væri með svo stórt nef.Súrefnisslanga sem er ætluð að vera í nefinu á fólki var sett í munninn á honum.Hann var með ískalda fætur og með kaldan svita – enginn læknir.Sjúklingur á hæðinni fyrir ofan Ingólf var að fá blóðtappa og var okkur ítrekað sagt að hjúkrunarfræðingurinn gæti ekki komið til okkar fyrr en búið væri að sinna þeim sjúklingi.Læknirinn á bakvakt sá aldrei ástæðu til þess að koma og skoða hann.Þegar hjúkrunarfræðingurinn gaf sér loksins tíma í að koma þá var henni augljóst í hvað stemmdi og var ákveðið að gefa honum morfín til þess að lina kvalirnar – sirka hálftíma seinna var hann látinn, klukkan 22:20. Hann dó í höndunum á okkur, sárkvalinn, honum blæddi út og það fossaði blóð úr honum bæði uppi og niðri.Læknir segir ekki rétt að málum staðið Sandra segir svo frá að næsta dag hafi þau verið sjö aðstandendur í herbergi með lækni á Hrafnistu, þar sem hann tjáði undrun sína á þessum vinnubrögðum, hann sagði að aðstandendur ættu alltaf að geta beðið um lækni og að það ætti ávallt að verða við þeirri beiðni.Hrafnista í Hafnarfirði.Hrafnista„Hann sagði einnig, ólíkt Pétri forstjóra, að það hefði verið undirmannað þetta kvöld og tók fram að þetta væri láglaunastarf og starfsfólkið eftir því. Hann sagði að nær aldrei væri fólk krufið sem dæi á elliheimilum en í þetta skipti vildi hann fara fram á það. Hann tók skýrt fram að mun meiri vinna hefði átt að fara í Ingólf og að hann hefði att að vera mál málanna þetta kvöld.“Skammarlega búið að eldra fólki Sandra segir Pétur forstjóri hafi ekki hafa verið á staðnum þetta örlagaríka kvöld. Enginn læknir hafi verið á staðnum og hún furðar sig á tilkynningu hans. „Hvernig getur hann sagt það sem hann er að segja? Hann hefur ekki hringt í okkur til að biðjast afsökunar, fá okkar upplifun eða til að gefa nánari skýringu á atburðum þessa kvölds,“ segir Sandra og bætir því við að þjóðfélagið sé þannig að skammarlega sé búið að eldra fólki, það skipti okkur engu máli. „Fyrir þeim var bara enn eitt herbergi að losna á Hrafnistu.“
Eldri borgarar Hafnarfjörður Heilbrigðismál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira