Casillas búinn að taka skóna af hillunni Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. nóvember 2019 10:30 Iker Casillas vísir/getty Endurhæfing spænsku goðsagnarinnar Iker Casillas gengur vel en hann er að koma til baka eftir að hafa fengið hjartaáfall á æfingu með Porto í maí á þessu ári. Casillas birti færslu á Twitter reikningi sínum í gær sem sjá má neðst í fréttinni en þar má sjá að hann hafi nýlokið æfingu. Við myndina skrifar Casillas: „Í 6 mánuði og þrjá daga voru þeir á hillunni.“ Í kjölfar hjartaáfallsins var talið ólíklegt að þessi 38 ára gamli markvörður myndi snúa aftur á knattspyrnuvöllinn en Casillas hefur sjálfur sagt að hann vilji hætta á sínum forsendum. Hann er skráður í leikmannahóp Porto í portúgölsku úrvalsdeildinni og gæti því snúið aftur í markið á þessari leiktíð. Casillas er í guðatölu á Spáni og víðar og er einn af dáðustu sonum Real Madrid enda næstleikjahæsti leikmaður í sögu spænska stórveldisins með 725 leiki á árunum 1999-2015. Hann er sömuleiðis næstleikjahæsti landsliðsmaður Spánar og varði mark landsliðsins á gullaldarárum þess frá 2008-2012 þegar Spánverjar urðu Evrópumeistarar í tvígang auk þess að verða Heimsmeistarar 2010.6 meses y 3 días que estabais en la taquilla... pic.twitter.com/nDtjxfm1lq— Iker Casillas (@IkerCasillas) November 4, 2019 Fótbolti Spánn Tengdar fréttir Casillas gæti spilað með Porto á tímabilinu þrátt fyrir hjartaáfall fyrir þremur mánuðum Iker Casillas gæti snúið óvænt til baka á fótboltavöllinn með Porto þrátt fyrir að hafa fengið hjartaáfall í maí síðastliðnum. 21. ágúst 2019 17:45 Casillas segist ekki vera hættur Iker Casillas er ekki hættur í fótbolta. Fréttir um það að hann ætli sér að leggja hanskana á hilluna eru rangar segir Spánverjinn. 18. maí 2019 08:00 Casillas fer í þjálfarateymi Porto Spænski markvörðurinn Iker Casillas verður hluti af þjálfarateymi portúgalska félagsins Porto á meðan hann heldur áfram endurhæfingu sinni eftir hjartaáfall. 15. júlí 2019 22:45 Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Sjá meira
Endurhæfing spænsku goðsagnarinnar Iker Casillas gengur vel en hann er að koma til baka eftir að hafa fengið hjartaáfall á æfingu með Porto í maí á þessu ári. Casillas birti færslu á Twitter reikningi sínum í gær sem sjá má neðst í fréttinni en þar má sjá að hann hafi nýlokið æfingu. Við myndina skrifar Casillas: „Í 6 mánuði og þrjá daga voru þeir á hillunni.“ Í kjölfar hjartaáfallsins var talið ólíklegt að þessi 38 ára gamli markvörður myndi snúa aftur á knattspyrnuvöllinn en Casillas hefur sjálfur sagt að hann vilji hætta á sínum forsendum. Hann er skráður í leikmannahóp Porto í portúgölsku úrvalsdeildinni og gæti því snúið aftur í markið á þessari leiktíð. Casillas er í guðatölu á Spáni og víðar og er einn af dáðustu sonum Real Madrid enda næstleikjahæsti leikmaður í sögu spænska stórveldisins með 725 leiki á árunum 1999-2015. Hann er sömuleiðis næstleikjahæsti landsliðsmaður Spánar og varði mark landsliðsins á gullaldarárum þess frá 2008-2012 þegar Spánverjar urðu Evrópumeistarar í tvígang auk þess að verða Heimsmeistarar 2010.6 meses y 3 días que estabais en la taquilla... pic.twitter.com/nDtjxfm1lq— Iker Casillas (@IkerCasillas) November 4, 2019
Fótbolti Spánn Tengdar fréttir Casillas gæti spilað með Porto á tímabilinu þrátt fyrir hjartaáfall fyrir þremur mánuðum Iker Casillas gæti snúið óvænt til baka á fótboltavöllinn með Porto þrátt fyrir að hafa fengið hjartaáfall í maí síðastliðnum. 21. ágúst 2019 17:45 Casillas segist ekki vera hættur Iker Casillas er ekki hættur í fótbolta. Fréttir um það að hann ætli sér að leggja hanskana á hilluna eru rangar segir Spánverjinn. 18. maí 2019 08:00 Casillas fer í þjálfarateymi Porto Spænski markvörðurinn Iker Casillas verður hluti af þjálfarateymi portúgalska félagsins Porto á meðan hann heldur áfram endurhæfingu sinni eftir hjartaáfall. 15. júlí 2019 22:45 Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Sjá meira
Casillas gæti spilað með Porto á tímabilinu þrátt fyrir hjartaáfall fyrir þremur mánuðum Iker Casillas gæti snúið óvænt til baka á fótboltavöllinn með Porto þrátt fyrir að hafa fengið hjartaáfall í maí síðastliðnum. 21. ágúst 2019 17:45
Casillas segist ekki vera hættur Iker Casillas er ekki hættur í fótbolta. Fréttir um það að hann ætli sér að leggja hanskana á hilluna eru rangar segir Spánverjinn. 18. maí 2019 08:00
Casillas fer í þjálfarateymi Porto Spænski markvörðurinn Iker Casillas verður hluti af þjálfarateymi portúgalska félagsins Porto á meðan hann heldur áfram endurhæfingu sinni eftir hjartaáfall. 15. júlí 2019 22:45