Safnar sögum af hótunum og spillingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 17:00 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Fréttablaðið/Ernir „Þekkir þú sögu um hótanir á Íslandi? Til dæmis vinnuveitandi að gefa í skyn að flokksmenn einhvers stjórnmálaflokks séu ekki velkomnir eða samkeppnisaðili að monta sig af valdamiklum vinum? Ef svo, vinsamlegast gefðu þér smá tíma til þess að skrifa stutta lýsingu af reynslu þinni. Vinsamlegast hafðu söguna þína nafnlausa.“ Svona hefst stutt lýsing á vefsíðu sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, setti upp í dag. Þar biður hann fólk sem á sögur af framferði eins og því sem hann lýsir að setja fram innlegg með sögum sínum. Björn Leví segist hafa fengið hugmyndina í kjölfar Silfursins á RÚV fyrr í dag. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur um það að fólki sé hótað vinnunni og fólk þori ekki að mæta fundi hjá okkur,“ segir Björn Leví og vísar þá til þess að atvinnurekendur vilji ekki ráða fólk í vinnu vegna stjórnmálaskoðana þeirra. „Þetta er þekkt úti á landi og maður hefur heyrt þessar sögur.“Sett upp líkt og MeToo Björn Leví segist vilja halda sögunum nafnlausum og að hann hafi sótt innblástur í uppsetningu upplýsingasöfnunarinnar í MeToo-byltinguna. Það form hafi gefist vel til þess að leiða hluti fram í dagsljósið sem ekki höfðu heyrst áður. Aðspurður segist Björn Leví ekki vita hvenær eða með hvaða hætti niðurstöður könnunarinnar verði birtar, en segir að það verði gert með einhverjum hætti. „Ég veit ekkert hvernig viðbrögðin verða við þessu. Þetta er svona smá tilraun til þess að fá fólk til þess að segja frá.“ Björn Leví leggur áherslu á að sögurnar séu nafnlausar, bæði með tilliti til þeirra sem senda inn sögurnar og aðra sem þar koma fram. „Þetta er á sömu forsendum og MeToo, fólk sé ekki nefna hverjir það voru að hóta eða hverjum var hótað.“Hér er má nálgast hlekk á síðuna. Alþingi Píratar Samherjaskjölin Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
„Þekkir þú sögu um hótanir á Íslandi? Til dæmis vinnuveitandi að gefa í skyn að flokksmenn einhvers stjórnmálaflokks séu ekki velkomnir eða samkeppnisaðili að monta sig af valdamiklum vinum? Ef svo, vinsamlegast gefðu þér smá tíma til þess að skrifa stutta lýsingu af reynslu þinni. Vinsamlegast hafðu söguna þína nafnlausa.“ Svona hefst stutt lýsing á vefsíðu sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, setti upp í dag. Þar biður hann fólk sem á sögur af framferði eins og því sem hann lýsir að setja fram innlegg með sögum sínum. Björn Leví segist hafa fengið hugmyndina í kjölfar Silfursins á RÚV fyrr í dag. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur um það að fólki sé hótað vinnunni og fólk þori ekki að mæta fundi hjá okkur,“ segir Björn Leví og vísar þá til þess að atvinnurekendur vilji ekki ráða fólk í vinnu vegna stjórnmálaskoðana þeirra. „Þetta er þekkt úti á landi og maður hefur heyrt þessar sögur.“Sett upp líkt og MeToo Björn Leví segist vilja halda sögunum nafnlausum og að hann hafi sótt innblástur í uppsetningu upplýsingasöfnunarinnar í MeToo-byltinguna. Það form hafi gefist vel til þess að leiða hluti fram í dagsljósið sem ekki höfðu heyrst áður. Aðspurður segist Björn Leví ekki vita hvenær eða með hvaða hætti niðurstöður könnunarinnar verði birtar, en segir að það verði gert með einhverjum hætti. „Ég veit ekkert hvernig viðbrögðin verða við þessu. Þetta er svona smá tilraun til þess að fá fólk til þess að segja frá.“ Björn Leví leggur áherslu á að sögurnar séu nafnlausar, bæði með tilliti til þeirra sem senda inn sögurnar og aðra sem þar koma fram. „Þetta er á sömu forsendum og MeToo, fólk sé ekki nefna hverjir það voru að hóta eða hverjum var hótað.“Hér er má nálgast hlekk á síðuna.
Alþingi Píratar Samherjaskjölin Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira