Starfsfólki á Reykjalundi létt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 14:00 Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar. Vísir/Sigurjón Ný starfsstjórn hefur verið skipuð yfir Reykjalund. Formaður fagráðs Reykjalundar segir starfsfólki létt og býst við að læknar sem sögðu upp störfum sínum í mótmælaskyni dragi uppsagnirnar til baka. Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun. Starfsstjórnin hefur fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir verður formaður en aðrir stjórnarmenn eru Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari. Þá sagði Ólafur Þór Ævarsson upp störfum sínum sem framkvæmdastjóri lækninga á stofnuninni í gær eftir að hafa starfað þar í tæpan mánuð. Herdís Gunnarsdóttir sem var settur forstjóri sagði upp því starfi í síðustu viku. Meðal krafna lækna sem höfðu sagt upp störfum sínum var að þau þyrftu að víkja. Þórunn Hanna Halldórsdóttir formaður fagráðs um heilaskaða á Reykjalundi segir starfsfólki stofnunarinnar létt. „Ég býst við því að þessar nýju fréttir og þessi nýja starfsstjórn verði til þess að fólk skoði stöðu sína uppá nýtt. Ég held að forsendur margra fyrir sínum uppsögnum séu aðrar. Ég á von á því að margar af þeim uppsögnum sem hafa orðið gangi til baka,“ segir Þórunn. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir taugasviðs staðfesti við fréttastofu í morgun að hún ætli að draga uppsögn sína til baka. Þórunn finnur strax mikinn mun á starfsandanum. „Það er bara léttir yfir fólkinu hér það er það sem ég upplifi mest. Það hefur verið svo mikið vantraust og reiði og ég held að þessi nýja starfsstjórn sé það sem við þurftum,“ segir Þórunn að lokum. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Ný starfsstjórn hefur verið skipuð yfir Reykjalund. Formaður fagráðs Reykjalundar segir starfsfólki létt og býst við að læknar sem sögðu upp störfum sínum í mótmælaskyni dragi uppsagnirnar til baka. Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun. Starfsstjórnin hefur fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir verður formaður en aðrir stjórnarmenn eru Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari. Þá sagði Ólafur Þór Ævarsson upp störfum sínum sem framkvæmdastjóri lækninga á stofnuninni í gær eftir að hafa starfað þar í tæpan mánuð. Herdís Gunnarsdóttir sem var settur forstjóri sagði upp því starfi í síðustu viku. Meðal krafna lækna sem höfðu sagt upp störfum sínum var að þau þyrftu að víkja. Þórunn Hanna Halldórsdóttir formaður fagráðs um heilaskaða á Reykjalundi segir starfsfólki stofnunarinnar létt. „Ég býst við því að þessar nýju fréttir og þessi nýja starfsstjórn verði til þess að fólk skoði stöðu sína uppá nýtt. Ég held að forsendur margra fyrir sínum uppsögnum séu aðrar. Ég á von á því að margar af þeim uppsögnum sem hafa orðið gangi til baka,“ segir Þórunn. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir taugasviðs staðfesti við fréttastofu í morgun að hún ætli að draga uppsögn sína til baka. Þórunn finnur strax mikinn mun á starfsandanum. „Það er bara léttir yfir fólkinu hér það er það sem ég upplifi mest. Það hefur verið svo mikið vantraust og reiði og ég held að þessi nýja starfsstjórn sé það sem við þurftum,“ segir Þórunn að lokum.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira