Úranagnir fundust á leynilegum stað í Íran Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 21:10 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sýnir mynd af Tehran og bendir á það svæði sem hann telur kjarnorkuvopn vera geymd í leyni á fundi Sameinuðu þjóðanna. getty/John Moore Alþjóðlega kjarnorkustofnunin (IAEA) fann úraneindir í starfsstöð í Íran sem hafði ekki verið tilkynnt af írönskum yfirvöldum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Í leynilegri skýrslu, sem BBC barst, sagði ekki nákvæmlega hvar starfsstöðin er staðsett en talið er að rannsakendur hafi tekið sýnin í Truquzabad hverfinu í Tehran. Banjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur haldið því fram að þar hafi Íran haft leynilegt „kjarnorkuvöruhús.“ Því hefur áður verið haldið fram að vöruhúsið hafi verið teppahreinsunarverskmiðja og hafi ekki þjónað neinu leynilegu hlutverki. Skýrsla IAEA staðfesti það einnig að Íran hafi hafið auðgun úrans að nýju í Fordo verksmiðjunni, sem staðsett er neðanjarðar, og hafi þar með brotið enn eina skuldbindinguna í kjarnorkusamningi sem skrifað var undir árið 2015 ásamt fleiri stórveldum. Auðgað úran er hægt að nota sem eldsneyti fyrir kjarnakljúfa en það er einnig hægt að nota í kjarnorkuvopn. Þrjú ríki sem eru aðilar að samningnum, Frakkland, Bretland og Þýskaland, sögðust vera „mjög áhyggjufull“ vegna ákvörðunar Íran og vöruðu við því að þetta gerði tilraunir þeirra til að minnka spennu á svæðinu mun erfiðari. Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í síðustu viku að verið væri að bregðast við viðskiptaþvingunum sem Bandaríkin hafa sett á Íran eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði samningnum upp í fyrra og olli því að íranskur olíuflutningur hefur staðnað. Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Ísrael Þýskaland Tengdar fréttir Íranar afturkalla umboð kjarnorkueftirlitsmanns Bandaríkjastjórn segir meðferð Írana á alþjóðlegum eftirlitsmanni svívirðilega ögrun. 7. nóvember 2019 12:36 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Segir Bandaríkjastjórn hafa boðið afnám þvingana Forseti Írans staðhæfir að Bandaríkjastjórn hafi boðist til að fella niður refsiaðgerðir ef stjórnvöld í Teheran féllust á viðræður. 27. september 2019 13:12 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira
Alþjóðlega kjarnorkustofnunin (IAEA) fann úraneindir í starfsstöð í Íran sem hafði ekki verið tilkynnt af írönskum yfirvöldum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Í leynilegri skýrslu, sem BBC barst, sagði ekki nákvæmlega hvar starfsstöðin er staðsett en talið er að rannsakendur hafi tekið sýnin í Truquzabad hverfinu í Tehran. Banjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur haldið því fram að þar hafi Íran haft leynilegt „kjarnorkuvöruhús.“ Því hefur áður verið haldið fram að vöruhúsið hafi verið teppahreinsunarverskmiðja og hafi ekki þjónað neinu leynilegu hlutverki. Skýrsla IAEA staðfesti það einnig að Íran hafi hafið auðgun úrans að nýju í Fordo verksmiðjunni, sem staðsett er neðanjarðar, og hafi þar með brotið enn eina skuldbindinguna í kjarnorkusamningi sem skrifað var undir árið 2015 ásamt fleiri stórveldum. Auðgað úran er hægt að nota sem eldsneyti fyrir kjarnakljúfa en það er einnig hægt að nota í kjarnorkuvopn. Þrjú ríki sem eru aðilar að samningnum, Frakkland, Bretland og Þýskaland, sögðust vera „mjög áhyggjufull“ vegna ákvörðunar Íran og vöruðu við því að þetta gerði tilraunir þeirra til að minnka spennu á svæðinu mun erfiðari. Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í síðustu viku að verið væri að bregðast við viðskiptaþvingunum sem Bandaríkin hafa sett á Íran eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði samningnum upp í fyrra og olli því að íranskur olíuflutningur hefur staðnað.
Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Ísrael Þýskaland Tengdar fréttir Íranar afturkalla umboð kjarnorkueftirlitsmanns Bandaríkjastjórn segir meðferð Írana á alþjóðlegum eftirlitsmanni svívirðilega ögrun. 7. nóvember 2019 12:36 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Segir Bandaríkjastjórn hafa boðið afnám þvingana Forseti Írans staðhæfir að Bandaríkjastjórn hafi boðist til að fella niður refsiaðgerðir ef stjórnvöld í Teheran féllust á viðræður. 27. september 2019 13:12 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira
Íranar afturkalla umboð kjarnorkueftirlitsmanns Bandaríkjastjórn segir meðferð Írana á alþjóðlegum eftirlitsmanni svívirðilega ögrun. 7. nóvember 2019 12:36
Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13
Segir Bandaríkjastjórn hafa boðið afnám þvingana Forseti Írans staðhæfir að Bandaríkjastjórn hafi boðist til að fella niður refsiaðgerðir ef stjórnvöld í Teheran féllust á viðræður. 27. september 2019 13:12