Nýtur góðs af brotthvarfi Kasumovic | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2019 14:30 Dagur er markahæsti leikmaður KA á tímabilinu. vísir/bára KA hefur unnið báða leiki sína eftir að samningi við bosnísku skyttuna Tarik Kasumovic var rift. Um síðustu helgi gerði KA góða ferð til Reykjavíkur og vann Fram, 25-27. Í gær unnu KA-menn svo FH-inga, 31-27. Það var fyrsti heimasigur KA á tímabilinu. Kasumovic er öflug skytta og var næstmarkahæsti leikmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili. Hann er hins vegar með eindæmum hornablindur og einn besti ungi hornamaður deildarinnar, Dagur Gautason, fékk boltann ekki tímunum saman þegar Bosníumaðurinn var inni á vellinum. Í sjö leikjum á þessu tímabili átti Kasumovic einungis tvær stoðsendingar á Dag, samkvæmt HBStatz, þrátt fyrir að spila við hlið hans vinstra megin á vellinum. Kasumovic var aðeins með 0,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Á síðasta tímabili var hann með eina stoðsendingu að meðaltali í leik. Dagur blómstraði í leiknum gegn FH í gær og skoraði níu mörk úr tólf skotum. Hann hefur ekki skorað meira í leik í vetur. Mörkin hans má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mörk Dags Gautasonar gegn FH Patrekur Stefánsson var duglegur að finna Dag og átti fimm stoðsendingar á hann. Patrekur kom til KA frá Akureyri fyrir tímabilið og hefur leikið virkilega vel í gula og bláa búningnum. Patrekur er með 4,6 mörk og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Dagur er markahæsti leikmaður KA á tímabilinu með 47 mörk, eða 5,2 mörk að meðaltali í leik. KA er í 7. sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Val á Hlíðarenda á miðvikudaginn. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KA 31-27 FH | Fyrsti heimasigur KA kom gegn Fimleikafélaginu KA vann sinn fyrsta heimasigur í Olís-deild karla í kvöld. 10. nóvember 2019 20:15 Kasumovic farinn frá KA Bosníumaðurinn Tarik Kasumovic leikur ekki fleiri leiki með KA. 2. nóvember 2019 15:36 Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 25-27 | KA hafði betur í Safamýrinni KA gerði góða ferð í Safamýrina og stöðvaði sigurgöngu Fram. 2. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Leik lokið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
KA hefur unnið báða leiki sína eftir að samningi við bosnísku skyttuna Tarik Kasumovic var rift. Um síðustu helgi gerði KA góða ferð til Reykjavíkur og vann Fram, 25-27. Í gær unnu KA-menn svo FH-inga, 31-27. Það var fyrsti heimasigur KA á tímabilinu. Kasumovic er öflug skytta og var næstmarkahæsti leikmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili. Hann er hins vegar með eindæmum hornablindur og einn besti ungi hornamaður deildarinnar, Dagur Gautason, fékk boltann ekki tímunum saman þegar Bosníumaðurinn var inni á vellinum. Í sjö leikjum á þessu tímabili átti Kasumovic einungis tvær stoðsendingar á Dag, samkvæmt HBStatz, þrátt fyrir að spila við hlið hans vinstra megin á vellinum. Kasumovic var aðeins með 0,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Á síðasta tímabili var hann með eina stoðsendingu að meðaltali í leik. Dagur blómstraði í leiknum gegn FH í gær og skoraði níu mörk úr tólf skotum. Hann hefur ekki skorað meira í leik í vetur. Mörkin hans má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mörk Dags Gautasonar gegn FH Patrekur Stefánsson var duglegur að finna Dag og átti fimm stoðsendingar á hann. Patrekur kom til KA frá Akureyri fyrir tímabilið og hefur leikið virkilega vel í gula og bláa búningnum. Patrekur er með 4,6 mörk og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Dagur er markahæsti leikmaður KA á tímabilinu með 47 mörk, eða 5,2 mörk að meðaltali í leik. KA er í 7. sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Val á Hlíðarenda á miðvikudaginn.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KA 31-27 FH | Fyrsti heimasigur KA kom gegn Fimleikafélaginu KA vann sinn fyrsta heimasigur í Olís-deild karla í kvöld. 10. nóvember 2019 20:15 Kasumovic farinn frá KA Bosníumaðurinn Tarik Kasumovic leikur ekki fleiri leiki með KA. 2. nóvember 2019 15:36 Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 25-27 | KA hafði betur í Safamýrinni KA gerði góða ferð í Safamýrina og stöðvaði sigurgöngu Fram. 2. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Leik lokið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
Umfjöllun: KA 31-27 FH | Fyrsti heimasigur KA kom gegn Fimleikafélaginu KA vann sinn fyrsta heimasigur í Olís-deild karla í kvöld. 10. nóvember 2019 20:15
Kasumovic farinn frá KA Bosníumaðurinn Tarik Kasumovic leikur ekki fleiri leiki með KA. 2. nóvember 2019 15:36
Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 25-27 | KA hafði betur í Safamýrinni KA gerði góða ferð í Safamýrina og stöðvaði sigurgöngu Fram. 2. nóvember 2019 18:00