Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2019 18:30 Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gær að fíkniefnið Spice, hafi fundist í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu nýverið. „Þetta hefst í rauninni á því að skólayfirvöld hafa samband við barnavernd með einhver torkennileg efni og það er rannsakað og efnagreint hjá háskólanum og þar kemur í ljós að um er að ræða svokallað Spice,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Jóhann K.Spice yfirleitt fundist í fangelsum en ekki í almennri dreifinguFréttastofan greindi frá því í lok október að óvenju mikið af fíkniefninu hafi fundist við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Í fangelsinu hafa fangaverðir fundið efnið í miklu mæli frá árinu 2017. „Þetta hefur yfirleitt loðað við fangelsi bæði hér heima og erlendis og þróunin erlendis hefur sýnt að efnin færast meira og meira út á almennan markað,“ segir Leifur Gauti. Leifur segir að sé mikið áhyggjuefni að efnið sé í almennri dreifingu og hvað þá á meðal barna og ungmenna. hann segir að þetta sé í fyrsta skipti sem fíkniefnið finnist í rafrettuvökva á Íslandi.Ekki ljóst í hve mikilli dreifingu Spice er á almennum markaði. Hæpið að þetta sé eina tilfellið „Nei, við vitum það ekki að svo stöddu,“ segir Leifur. Spice var sett í reglugerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. Lögreglan vill hvetja forráðamenn barna og unglinga til þess að vera á varðbergi. Efnið sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið meðal annars aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Leifur segir að ætla megi að efnið sé í meiri dreifingu en áður hefur verið haldið. „Það er frekar hæpið að þetta sé einstakt tilfelli. Við höfum af þessu miklar áhyggjur. Erlendis er verið að selja þetta efni sem vape, sem THC upplausn og eitthvað álíka, sem það er alls ekki, þetta er miklu miklu hættulegra og skaðlegra efni,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fíkniefnavandinn Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Íslenskir unglingar veipuðu spice Fíkniefnið spice fannst nýverið í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu. 19. nóvember 2019 17:50 Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. 9. nóvember 2019 17:15 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gær að fíkniefnið Spice, hafi fundist í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu nýverið. „Þetta hefst í rauninni á því að skólayfirvöld hafa samband við barnavernd með einhver torkennileg efni og það er rannsakað og efnagreint hjá háskólanum og þar kemur í ljós að um er að ræða svokallað Spice,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Jóhann K.Spice yfirleitt fundist í fangelsum en ekki í almennri dreifinguFréttastofan greindi frá því í lok október að óvenju mikið af fíkniefninu hafi fundist við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Í fangelsinu hafa fangaverðir fundið efnið í miklu mæli frá árinu 2017. „Þetta hefur yfirleitt loðað við fangelsi bæði hér heima og erlendis og þróunin erlendis hefur sýnt að efnin færast meira og meira út á almennan markað,“ segir Leifur Gauti. Leifur segir að sé mikið áhyggjuefni að efnið sé í almennri dreifingu og hvað þá á meðal barna og ungmenna. hann segir að þetta sé í fyrsta skipti sem fíkniefnið finnist í rafrettuvökva á Íslandi.Ekki ljóst í hve mikilli dreifingu Spice er á almennum markaði. Hæpið að þetta sé eina tilfellið „Nei, við vitum það ekki að svo stöddu,“ segir Leifur. Spice var sett í reglugerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. Lögreglan vill hvetja forráðamenn barna og unglinga til þess að vera á varðbergi. Efnið sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið meðal annars aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Leifur segir að ætla megi að efnið sé í meiri dreifingu en áður hefur verið haldið. „Það er frekar hæpið að þetta sé einstakt tilfelli. Við höfum af þessu miklar áhyggjur. Erlendis er verið að selja þetta efni sem vape, sem THC upplausn og eitthvað álíka, sem það er alls ekki, þetta er miklu miklu hættulegra og skaðlegra efni,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Fíkniefnavandinn Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Íslenskir unglingar veipuðu spice Fíkniefnið spice fannst nýverið í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu. 19. nóvember 2019 17:50 Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. 9. nóvember 2019 17:15 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15
Íslenskir unglingar veipuðu spice Fíkniefnið spice fannst nýverið í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu. 19. nóvember 2019 17:50
Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. 9. nóvember 2019 17:15