Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2019 10:13 Á myndum úr vefmyndavél á vettvangi má sjá ferðamenn á göngustíg við gíginn rétt áður en eldgosið byrjaði. Vísir/AP Fimm eru nú staðfestir látnir eftir að eldgos hófst á eldfjallaeyjunni Whakaari, eða „Hvítu eyju“, á Nýja-Sjálandi í nótt. Þá er tíu manns enn saknað af eyjunni, að því er fram kom á blaðamannafundi nýsjálenskrar lögreglu í dag. Flestir sem voru á eyjunni þegar gosið hófst eru taldir hafa verið farþegar úr sama skemmtiferðaskipinu.Sjá einnig: Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Gosið hófst um tvöleytið í dag að nýsjálenskum tíma, eða um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. Hinir átján voru fluttir slasaðir á sjúkrahús, margir með alvarleg brunasár. Á myndum úr vefmyndavél á vettvangi má sjá ferðamenn á göngustíg við gíginn rétt áður en eldgosið byrjaði. Slíka mynd má sjá efst í fréttinni.pic.twitter.com/NcFiCWi2Yf — Michael Schade (@sch) December 9, 2019 Talið er að tæplega fimmtíu manns hafi verið á eyjunni þegar gosið hófst. Þar af voru yfir þrjátíu farþegar skemmtiferðarskipsins Ovation of the Seas á vegum Royal Caribbean Cruise Line. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að það harmi atburði dagsins og komi á framfæri samúðarkveðjum til allra hlutaðeigandi. Fram kom á blaðamannafundi lögreglu að ekki hafi náðst samband við neinn á eyjunni. Þá sé unnið að því að bera kennsl á þá sem voru þar staddir þegar gosið hófst en um er að ræða bæði Nýsjálendinga og erlenda ferðamenn. Björgunarstarf gengur erfiðlega þar sem aðstæður á eyjunni eru metnar afar hættulegar.Fjallið, sem er á eyju rétt norðan við stóru eyjar Nýja-Sjálands, er eitt af virkustu eldfjöllum landsins. Hvíta eyja er jafnframt vinsæll ferðamannastaður og þangað fara ferðamenn gjarnan í dagsferðir. Þá eru gos í fjallinu nokkuð tíð. Síðast gaus þar árið 2016 en engan sakaði. Eldgos og jarðhræringar Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Fimm eru nú staðfestir látnir eftir að eldgos hófst á eldfjallaeyjunni Whakaari, eða „Hvítu eyju“, á Nýja-Sjálandi í nótt. Þá er tíu manns enn saknað af eyjunni, að því er fram kom á blaðamannafundi nýsjálenskrar lögreglu í dag. Flestir sem voru á eyjunni þegar gosið hófst eru taldir hafa verið farþegar úr sama skemmtiferðaskipinu.Sjá einnig: Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Gosið hófst um tvöleytið í dag að nýsjálenskum tíma, eða um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. Hinir átján voru fluttir slasaðir á sjúkrahús, margir með alvarleg brunasár. Á myndum úr vefmyndavél á vettvangi má sjá ferðamenn á göngustíg við gíginn rétt áður en eldgosið byrjaði. Slíka mynd má sjá efst í fréttinni.pic.twitter.com/NcFiCWi2Yf — Michael Schade (@sch) December 9, 2019 Talið er að tæplega fimmtíu manns hafi verið á eyjunni þegar gosið hófst. Þar af voru yfir þrjátíu farþegar skemmtiferðarskipsins Ovation of the Seas á vegum Royal Caribbean Cruise Line. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að það harmi atburði dagsins og komi á framfæri samúðarkveðjum til allra hlutaðeigandi. Fram kom á blaðamannafundi lögreglu að ekki hafi náðst samband við neinn á eyjunni. Þá sé unnið að því að bera kennsl á þá sem voru þar staddir þegar gosið hófst en um er að ræða bæði Nýsjálendinga og erlenda ferðamenn. Björgunarstarf gengur erfiðlega þar sem aðstæður á eyjunni eru metnar afar hættulegar.Fjallið, sem er á eyju rétt norðan við stóru eyjar Nýja-Sjálands, er eitt af virkustu eldfjöllum landsins. Hvíta eyja er jafnframt vinsæll ferðamannastaður og þangað fara ferðamenn gjarnan í dagsferðir. Þá eru gos í fjallinu nokkuð tíð. Síðast gaus þar árið 2016 en engan sakaði.
Eldgos og jarðhræringar Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25