Samtök kvenna í íþróttum gagnrýna ÍSÍ, SA, og fleiri vegna máls Emilíu Andri Eysteinsson skrifar 4. desember 2019 20:39 Skautakonan Emilía Rós sagði sögu sína af kynferðislegri áreitni þjálfara. SKÍÍ/Getty/Alexander Hassenstein Samtök kvenna í íþróttum hvetja ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag og Skautasamband Íslands til þess að leita úrlausna og bregðast við máli skautakonunnar Emilíu Rósar Ómarsdóttur sem steig fram og sagði sögu sína í viðtali við Fréttablaðið. Þá gagnrýna samtökin félögin fyrir viðbrögð sín við málinu. Þá sagði Emilía Rós að enginn hafi beðið hana afsökunar eftir umfjöllunina í öðru viðtali við Fréttablaðið.Sjá einnig: Þetta er aldrei í lagi Samtök kvenna í íþróttum hafa alvarlegar áhyggjur af stöðu mála og birtust í dag athugasemdir samtakanna í færslu á Facebook síðu þeirra. „Ef einhvern lærdóm mátti draga af #metoo byltingu íþróttakvenna, er það sá að þolendur vantaði skilgreindan farveg fyrir tilkynningar, úrvinnslu mála var ábótavant og í sumum tilfellum var úrræðaleysið algjört.“ „Hvernig má það vera að hér vill enginn tjá sig um málið þegar svara er leitað og Emilía stendur enn í baráttunni um réttlæti án baklands íþróttahreyfingarinnar? Öll benda á hvert annað þegar hún leitast við að fá aðstoð við að vinna málið og að auki þarf hún að bíða í óeðlilega langan tíma til að fá svör, svör sem sum hver hafa enn ekki borist, mörgum mánuðum síðar?“ segir í færslunni.Hvers vegna er brugðist seint og illa við? Emilía greindi frá því að hún hafi flutt frá heimabæ sínum, Akureyri, til Reykjavíkur á síðasta ári eftir að hafa reynt að sporna við kynferðislegri áreitni þjálfara síns hjá Skautafélagi Akureyrar. Emilía fékk ekki stuðning frá SA sem lýsti yfir stuðningi við þjálfarann í yfirlýsingu þar sem greint var frá því að engar sannanir væru um að þjálfarinn hafi brotið siðareglur. „Hvers vegna hafa ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag Akureyrar og Skautasamband Íslands brugðist seint og illa við ítrekuðum óskum Emilíu um aðstoð við úrlausn málsins? “Hvernig er hægt að ætlast til þess að félög og sérsambönd vinni ofbeldis og áreitnismál faglega þegar æðsta stofnun íþrótta á Íslandi gerir það takmarkað/ekki sjálf?„ segir í færslu samtakanna sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Akureyri MeToo Skautaíþróttir Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Samtök kvenna í íþróttum hvetja ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag og Skautasamband Íslands til þess að leita úrlausna og bregðast við máli skautakonunnar Emilíu Rósar Ómarsdóttur sem steig fram og sagði sögu sína í viðtali við Fréttablaðið. Þá gagnrýna samtökin félögin fyrir viðbrögð sín við málinu. Þá sagði Emilía Rós að enginn hafi beðið hana afsökunar eftir umfjöllunina í öðru viðtali við Fréttablaðið.Sjá einnig: Þetta er aldrei í lagi Samtök kvenna í íþróttum hafa alvarlegar áhyggjur af stöðu mála og birtust í dag athugasemdir samtakanna í færslu á Facebook síðu þeirra. „Ef einhvern lærdóm mátti draga af #metoo byltingu íþróttakvenna, er það sá að þolendur vantaði skilgreindan farveg fyrir tilkynningar, úrvinnslu mála var ábótavant og í sumum tilfellum var úrræðaleysið algjört.“ „Hvernig má það vera að hér vill enginn tjá sig um málið þegar svara er leitað og Emilía stendur enn í baráttunni um réttlæti án baklands íþróttahreyfingarinnar? Öll benda á hvert annað þegar hún leitast við að fá aðstoð við að vinna málið og að auki þarf hún að bíða í óeðlilega langan tíma til að fá svör, svör sem sum hver hafa enn ekki borist, mörgum mánuðum síðar?“ segir í færslunni.Hvers vegna er brugðist seint og illa við? Emilía greindi frá því að hún hafi flutt frá heimabæ sínum, Akureyri, til Reykjavíkur á síðasta ári eftir að hafa reynt að sporna við kynferðislegri áreitni þjálfara síns hjá Skautafélagi Akureyrar. Emilía fékk ekki stuðning frá SA sem lýsti yfir stuðningi við þjálfarann í yfirlýsingu þar sem greint var frá því að engar sannanir væru um að þjálfarinn hafi brotið siðareglur. „Hvers vegna hafa ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag Akureyrar og Skautasamband Íslands brugðist seint og illa við ítrekuðum óskum Emilíu um aðstoð við úrlausn málsins? “Hvernig er hægt að ætlast til þess að félög og sérsambönd vinni ofbeldis og áreitnismál faglega þegar æðsta stofnun íþrótta á Íslandi gerir það takmarkað/ekki sjálf?„ segir í færslu samtakanna sem má sjá í heild sinni hér að neðan.
Akureyri MeToo Skautaíþróttir Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira