Sakaði eiginkonu dáins þingmanns um vanþakklæti og ýjaði að veru hans í helvíti Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2019 12:15 Donald Trump á kosningafundinum í gær. AP/Paul Sancya Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór um víðan völl á kosningafundi sínum í Michigan í gær. Fundurinn var á sama tíma og umræður á fulltrúadeildinni um hvort ákæra ætti Trump til embættismissis og spilaði það nokkuð stóra rullu á fundi Trump, sem stóð yfir í rúmar tvær klukkustundir. Umdeildasta atvik fundarins var þó þegar Trump gaf í skyn að lengst sitjandi þingmaður Bandaríkjanna John Dingell, sem dó fyrr á árinu, væri í helvíti, því Debbie Dingell, eiginkona hans sem tók við embættinu, greiddi atkvæði með ákærunum gegn Trump. Þá sakaði Trump Debbie Dingell um vanþakklæti því hann hefði látið flagga í hálfa stöng þegar John dó. „Ég gaf honum ekki B-meðferðina. Ég gaf honum ekki C eða D, ég hefði getað það. Enginn hefði…Þið vitið. Ég gaf honum A-Plús-meðferðina. Takið fánana niður!“ sagði Trump. „Ég lét hann hafa allt. Það er allt í lagi. Ég vil ekkert í staðinn. Ég vil ekki neitt fyrir það sem ég geri.“ Því næst leiklas hann símtal frá Debbie þar sem hún á að hafa þakkað honum fyrir meðferðina sem eiginmaður hennar fékk eftir að hann dó.Sjá einnig: Lengst starfandi þingmaður Bandaríkjanna látinnTrump sagði Debbie hafa þakkað sér fyrir og sagt að John hefði verið mjög ánægður með þetta. Hann væri að fylgjast með af himnum. „Kannski er hann að horfa upp,“ sagði Trump og bætti fljótt við: „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Kannski. En gerum ráð fyrir því að hann sé að horfa niður.“ Sjá má ummæli forsetans hér að neðan. Debbie Dingell svaraði forsetanum fljótt á Twitter. Þar sagði hún meðal annars að hún væri að undirbúa sig fyrir fyrstu jólahátíðina án mannsins sem hún elskar og Trump geti ekki ímyndað sér hve mikið orð hans hafi komið niður á henni. Þá hafi hann gert bataferli hennar mun erfiðara. Mr. President, let’s set politics aside. My husband earned all his accolades after a lifetime of service. I’m preparing for the first holiday season without the man I love. You brought me down in a way you can never imagine and your hurtful words just made my healing much harder.— Rep. Debbie Dingell (@RepDebDingell) December 19, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór um víðan völl á kosningafundi sínum í Michigan í gær. Fundurinn var á sama tíma og umræður á fulltrúadeildinni um hvort ákæra ætti Trump til embættismissis og spilaði það nokkuð stóra rullu á fundi Trump, sem stóð yfir í rúmar tvær klukkustundir. Umdeildasta atvik fundarins var þó þegar Trump gaf í skyn að lengst sitjandi þingmaður Bandaríkjanna John Dingell, sem dó fyrr á árinu, væri í helvíti, því Debbie Dingell, eiginkona hans sem tók við embættinu, greiddi atkvæði með ákærunum gegn Trump. Þá sakaði Trump Debbie Dingell um vanþakklæti því hann hefði látið flagga í hálfa stöng þegar John dó. „Ég gaf honum ekki B-meðferðina. Ég gaf honum ekki C eða D, ég hefði getað það. Enginn hefði…Þið vitið. Ég gaf honum A-Plús-meðferðina. Takið fánana niður!“ sagði Trump. „Ég lét hann hafa allt. Það er allt í lagi. Ég vil ekkert í staðinn. Ég vil ekki neitt fyrir það sem ég geri.“ Því næst leiklas hann símtal frá Debbie þar sem hún á að hafa þakkað honum fyrir meðferðina sem eiginmaður hennar fékk eftir að hann dó.Sjá einnig: Lengst starfandi þingmaður Bandaríkjanna látinnTrump sagði Debbie hafa þakkað sér fyrir og sagt að John hefði verið mjög ánægður með þetta. Hann væri að fylgjast með af himnum. „Kannski er hann að horfa upp,“ sagði Trump og bætti fljótt við: „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Kannski. En gerum ráð fyrir því að hann sé að horfa niður.“ Sjá má ummæli forsetans hér að neðan. Debbie Dingell svaraði forsetanum fljótt á Twitter. Þar sagði hún meðal annars að hún væri að undirbúa sig fyrir fyrstu jólahátíðina án mannsins sem hún elskar og Trump geti ekki ímyndað sér hve mikið orð hans hafi komið niður á henni. Þá hafi hann gert bataferli hennar mun erfiðara. Mr. President, let’s set politics aside. My husband earned all his accolades after a lifetime of service. I’m preparing for the first holiday season without the man I love. You brought me down in a way you can never imagine and your hurtful words just made my healing much harder.— Rep. Debbie Dingell (@RepDebDingell) December 19, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira