Sakaði eiginkonu dáins þingmanns um vanþakklæti og ýjaði að veru hans í helvíti Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2019 12:15 Donald Trump á kosningafundinum í gær. AP/Paul Sancya Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór um víðan völl á kosningafundi sínum í Michigan í gær. Fundurinn var á sama tíma og umræður á fulltrúadeildinni um hvort ákæra ætti Trump til embættismissis og spilaði það nokkuð stóra rullu á fundi Trump, sem stóð yfir í rúmar tvær klukkustundir. Umdeildasta atvik fundarins var þó þegar Trump gaf í skyn að lengst sitjandi þingmaður Bandaríkjanna John Dingell, sem dó fyrr á árinu, væri í helvíti, því Debbie Dingell, eiginkona hans sem tók við embættinu, greiddi atkvæði með ákærunum gegn Trump. Þá sakaði Trump Debbie Dingell um vanþakklæti því hann hefði látið flagga í hálfa stöng þegar John dó. „Ég gaf honum ekki B-meðferðina. Ég gaf honum ekki C eða D, ég hefði getað það. Enginn hefði…Þið vitið. Ég gaf honum A-Plús-meðferðina. Takið fánana niður!“ sagði Trump. „Ég lét hann hafa allt. Það er allt í lagi. Ég vil ekkert í staðinn. Ég vil ekki neitt fyrir það sem ég geri.“ Því næst leiklas hann símtal frá Debbie þar sem hún á að hafa þakkað honum fyrir meðferðina sem eiginmaður hennar fékk eftir að hann dó.Sjá einnig: Lengst starfandi þingmaður Bandaríkjanna látinnTrump sagði Debbie hafa þakkað sér fyrir og sagt að John hefði verið mjög ánægður með þetta. Hann væri að fylgjast með af himnum. „Kannski er hann að horfa upp,“ sagði Trump og bætti fljótt við: „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Kannski. En gerum ráð fyrir því að hann sé að horfa niður.“ Sjá má ummæli forsetans hér að neðan. Debbie Dingell svaraði forsetanum fljótt á Twitter. Þar sagði hún meðal annars að hún væri að undirbúa sig fyrir fyrstu jólahátíðina án mannsins sem hún elskar og Trump geti ekki ímyndað sér hve mikið orð hans hafi komið niður á henni. Þá hafi hann gert bataferli hennar mun erfiðara. Mr. President, let’s set politics aside. My husband earned all his accolades after a lifetime of service. I’m preparing for the first holiday season without the man I love. You brought me down in a way you can never imagine and your hurtful words just made my healing much harder.— Rep. Debbie Dingell (@RepDebDingell) December 19, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór um víðan völl á kosningafundi sínum í Michigan í gær. Fundurinn var á sama tíma og umræður á fulltrúadeildinni um hvort ákæra ætti Trump til embættismissis og spilaði það nokkuð stóra rullu á fundi Trump, sem stóð yfir í rúmar tvær klukkustundir. Umdeildasta atvik fundarins var þó þegar Trump gaf í skyn að lengst sitjandi þingmaður Bandaríkjanna John Dingell, sem dó fyrr á árinu, væri í helvíti, því Debbie Dingell, eiginkona hans sem tók við embættinu, greiddi atkvæði með ákærunum gegn Trump. Þá sakaði Trump Debbie Dingell um vanþakklæti því hann hefði látið flagga í hálfa stöng þegar John dó. „Ég gaf honum ekki B-meðferðina. Ég gaf honum ekki C eða D, ég hefði getað það. Enginn hefði…Þið vitið. Ég gaf honum A-Plús-meðferðina. Takið fánana niður!“ sagði Trump. „Ég lét hann hafa allt. Það er allt í lagi. Ég vil ekkert í staðinn. Ég vil ekki neitt fyrir það sem ég geri.“ Því næst leiklas hann símtal frá Debbie þar sem hún á að hafa þakkað honum fyrir meðferðina sem eiginmaður hennar fékk eftir að hann dó.Sjá einnig: Lengst starfandi þingmaður Bandaríkjanna látinnTrump sagði Debbie hafa þakkað sér fyrir og sagt að John hefði verið mjög ánægður með þetta. Hann væri að fylgjast með af himnum. „Kannski er hann að horfa upp,“ sagði Trump og bætti fljótt við: „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Kannski. En gerum ráð fyrir því að hann sé að horfa niður.“ Sjá má ummæli forsetans hér að neðan. Debbie Dingell svaraði forsetanum fljótt á Twitter. Þar sagði hún meðal annars að hún væri að undirbúa sig fyrir fyrstu jólahátíðina án mannsins sem hún elskar og Trump geti ekki ímyndað sér hve mikið orð hans hafi komið niður á henni. Þá hafi hann gert bataferli hennar mun erfiðara. Mr. President, let’s set politics aside. My husband earned all his accolades after a lifetime of service. I’m preparing for the first holiday season without the man I love. You brought me down in a way you can never imagine and your hurtful words just made my healing much harder.— Rep. Debbie Dingell (@RepDebDingell) December 19, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira