Fótbolti

Íslendingar enda árið í 39. sæti styrkleikalistans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska liðið vann sex mótsleiki á árinu 2019.
Íslenska liðið vann sex mótsleiki á árinu 2019. vísir/vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 39. sæti á síðasta styrkleikalista FIFA á árinu. Íslendingar standa í stað frá því listinn var síðast gefinn út.

Rúmenía, sem Ísland mætir í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars á næsta ári, er í 37. sæti styrkleikalistans, tveimur sætum ofar en Ísland.

Engar breytingar urðu á stöðu efstu liða. Belgar eru enn í 1. sæti listans, Frakkar í 2. sæti og Brasilíumenn í því þriðja.

Íslendingar eru í 3. sæti af Norðurlandaþjóðunum. Danir eru efstir, 16. sæti, Svíar sæti neðar og Norðmenn í 44. sæti. Finnar eru í 58. sæti og Færeyingar í 110. sæti.

Besti árangur Íslands á listanum í ár var 35. sæti í júní.

Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×