Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2019 11:31 Boris Johnson er enn andvígur því að Skotland haldi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. getty/Carl Court Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert Nicola Sturgeon, leiðtoga skoska þjóðarflokksins, það ljóst að hann sé enn andvígur því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi um sjálfstæði þess. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Downing stræti. Downing Street spokesperson says Prime Minister Boris Johnson has spoken to SNP leader Nicola Sturgeon and has made clear that he remains opposed to a second Scottish independence referendum— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) December 13, 2019 Boris Johnson ræddi við Nicola símleiðis á föstudagskvöld og sagði hann að hann liti svo á að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá árinu 2014 ætti að virða. Þá ítrekaði Sturgeon að ekki væri hægt að neita Skotlandi að kjósa um framtíð sína. Þá á Sturgeon að hafa ýjað að því að hún hyggist birta tillögu í næstu viku um að leggja málið aftur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Skipting þingsæta í Bretlandi.vísir Leiðtogarnir tveir hafa sammælst um að ræða málið ítarlegar í nánustu framtíð vegna stórsigurs Íhaldsflokksins í kosningunum en flokkurinn er með 80 þingsæta meirihluta í þinginu. Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, vann stórsigur í þingkosningunum í vikunni en flokkurinn hlaut 48 af 59 sætum Skotlands á breska þinginu. Þá er flokkurinn með þrettán fleiri sæti en í kosningunum 2017 og jókst fylgi við flokkinn um 8,1 prósentustig upp í 45% fylgi. Skipting skoskra þingsæta. Fylgi skoska þjóðarflokksins jókst til muna.vísir Skoski Íhaldsflokkurinn missti sjö af þrettán sætum sínum í Skotlandi, þrátt fyrir að breski Íhaldsflokkurinn hafi unnið stórsigur á landsvísu en það er stærsti sigur Íhaldsflokksins síðan 1987. Stórsigurinn leiðir til þess að Bretland mun ganga úr Evrópusambandinu í lok næsta mánaðar, samkvæmt stjórnmálablaðamanni BBC Laura Kuenssberg. Mikill meirihluti þingmanna Íhaldsflokksins mun auðvelda Johnson að koma lagabreytingum í gegn um þingið sem þarf að staðfesta til að hægt sé að klára Brexit. Kuenssberg telur að það gæti hafist innan nokkurra vikna. Vill ekki að Skotland verði sundrað á ný Talsmaður Downing strætis staðfesti að Johnson og Sturgeon hafi rætt Brexit og aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í símtalinu. „Forsætisráðherrann sagði að hann sé nú í þeirri stöðu með Brexit að hann geti klárað það þannig að Bretland allt geti sett Brexit á bak við sig í sameiningu, og beitt skoskum fyrirtækjum vissu og bætt líf skosku þjóðarinnar.“ „Forsætisráðherrann tók það skýrt fram að hann væri enn andvígur annarri þjóðaratkvæðagreiðslu og stæði með meirihluta skosku þjóðarinnar sem vill ekki frekari óvissu og sundrung.“ „Hann tók það einnig skýrt fram að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2014 hafi verið skýr og hana ætti að virða.“ Segir tíma til kominn að skoska þjóðin ákveði eigin framtíð Samtalið milli ráðherranna fylgdi ræðu sem Johnson flutti fyrir utan Downing stræti þar sem hann sagðist vona að „stórkostlegur“ sigur Íhaldsflokksins myndi stuðla að því að Brexit umræðan myndi klára og þjóðin gæti jafnað sig. Þá ítrekaði hann það að hann væri „einnar þjóðar íhaldsmaður“ og sagði hann það þýða að Íhaldsflokkurinn ætti að vinna fyrir alla í Bretlandi. „Það þýðir að stefnumál virki fyrir fólk með mismunandi efnahagslegan bakgrunn, frá mismunandi svæðum og mismunandi þjóðum Bretlands.“ Nicola Sturgeon, leiðtogi skoska þjóðarflokksins.getty/Jeff J Mitchell Talsmaður Sturgeon sagði að símtalið hafi verið uppbyggilegt og að ráðherrann hafi ýjað að því að hún myndi birta tillögu í næstu viku. Auk þess hafi ráðherrarnir tveir samþykkt að ræða kosninganiðurstöðurnar betur í náinni framtíð. Þá bætti hún því við að Sturgeon hafi gert það „kýrskýrt að forsætisráðherrann gæti ekki neitað Skotlandi að kjósa um framtíð sína.“ Sturgeon sagði í ræðu í Edinborg fyrr á föstudag að stórsigur SNP í Skotlandi styrki umboðið til að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá sagði hún við Johnson að hann, sem leiðtogi flokks sem var sigraður í Skotlandi, hefði engan rétt til að standa í vegi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Skoska þjóðin hefur talað. Það er kominn tími til að við ákveðum okkar eigin framtíð.“ Þá sagði hún að skoska heimastjórnin myndi birta ítarlega skýrslu um það hvers vegna Holyrood, skoska þingið, ætti að ákveða hvort haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla. Gert er ráð fyrir því að hún muni biðja bresku ríkisstjórnina um að færa valdið til skoska þingsins til að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er gert með tilskipun sem kallast „Section 30 order,“ en notast var við slíka færslu árið 2014. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45 Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03 Leiðtogar á ferð og flugi á síðasta degi kosningabaráttunnar Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur. 11. desember 2019 08:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert Nicola Sturgeon, leiðtoga skoska þjóðarflokksins, það ljóst að hann sé enn andvígur því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi um sjálfstæði þess. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Downing stræti. Downing Street spokesperson says Prime Minister Boris Johnson has spoken to SNP leader Nicola Sturgeon and has made clear that he remains opposed to a second Scottish independence referendum— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) December 13, 2019 Boris Johnson ræddi við Nicola símleiðis á föstudagskvöld og sagði hann að hann liti svo á að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá árinu 2014 ætti að virða. Þá ítrekaði Sturgeon að ekki væri hægt að neita Skotlandi að kjósa um framtíð sína. Þá á Sturgeon að hafa ýjað að því að hún hyggist birta tillögu í næstu viku um að leggja málið aftur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Skipting þingsæta í Bretlandi.vísir Leiðtogarnir tveir hafa sammælst um að ræða málið ítarlegar í nánustu framtíð vegna stórsigurs Íhaldsflokksins í kosningunum en flokkurinn er með 80 þingsæta meirihluta í þinginu. Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, vann stórsigur í þingkosningunum í vikunni en flokkurinn hlaut 48 af 59 sætum Skotlands á breska þinginu. Þá er flokkurinn með þrettán fleiri sæti en í kosningunum 2017 og jókst fylgi við flokkinn um 8,1 prósentustig upp í 45% fylgi. Skipting skoskra þingsæta. Fylgi skoska þjóðarflokksins jókst til muna.vísir Skoski Íhaldsflokkurinn missti sjö af þrettán sætum sínum í Skotlandi, þrátt fyrir að breski Íhaldsflokkurinn hafi unnið stórsigur á landsvísu en það er stærsti sigur Íhaldsflokksins síðan 1987. Stórsigurinn leiðir til þess að Bretland mun ganga úr Evrópusambandinu í lok næsta mánaðar, samkvæmt stjórnmálablaðamanni BBC Laura Kuenssberg. Mikill meirihluti þingmanna Íhaldsflokksins mun auðvelda Johnson að koma lagabreytingum í gegn um þingið sem þarf að staðfesta til að hægt sé að klára Brexit. Kuenssberg telur að það gæti hafist innan nokkurra vikna. Vill ekki að Skotland verði sundrað á ný Talsmaður Downing strætis staðfesti að Johnson og Sturgeon hafi rætt Brexit og aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í símtalinu. „Forsætisráðherrann sagði að hann sé nú í þeirri stöðu með Brexit að hann geti klárað það þannig að Bretland allt geti sett Brexit á bak við sig í sameiningu, og beitt skoskum fyrirtækjum vissu og bætt líf skosku þjóðarinnar.“ „Forsætisráðherrann tók það skýrt fram að hann væri enn andvígur annarri þjóðaratkvæðagreiðslu og stæði með meirihluta skosku þjóðarinnar sem vill ekki frekari óvissu og sundrung.“ „Hann tók það einnig skýrt fram að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2014 hafi verið skýr og hana ætti að virða.“ Segir tíma til kominn að skoska þjóðin ákveði eigin framtíð Samtalið milli ráðherranna fylgdi ræðu sem Johnson flutti fyrir utan Downing stræti þar sem hann sagðist vona að „stórkostlegur“ sigur Íhaldsflokksins myndi stuðla að því að Brexit umræðan myndi klára og þjóðin gæti jafnað sig. Þá ítrekaði hann það að hann væri „einnar þjóðar íhaldsmaður“ og sagði hann það þýða að Íhaldsflokkurinn ætti að vinna fyrir alla í Bretlandi. „Það þýðir að stefnumál virki fyrir fólk með mismunandi efnahagslegan bakgrunn, frá mismunandi svæðum og mismunandi þjóðum Bretlands.“ Nicola Sturgeon, leiðtogi skoska þjóðarflokksins.getty/Jeff J Mitchell Talsmaður Sturgeon sagði að símtalið hafi verið uppbyggilegt og að ráðherrann hafi ýjað að því að hún myndi birta tillögu í næstu viku. Auk þess hafi ráðherrarnir tveir samþykkt að ræða kosninganiðurstöðurnar betur í náinni framtíð. Þá bætti hún því við að Sturgeon hafi gert það „kýrskýrt að forsætisráðherrann gæti ekki neitað Skotlandi að kjósa um framtíð sína.“ Sturgeon sagði í ræðu í Edinborg fyrr á föstudag að stórsigur SNP í Skotlandi styrki umboðið til að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá sagði hún við Johnson að hann, sem leiðtogi flokks sem var sigraður í Skotlandi, hefði engan rétt til að standa í vegi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Skoska þjóðin hefur talað. Það er kominn tími til að við ákveðum okkar eigin framtíð.“ Þá sagði hún að skoska heimastjórnin myndi birta ítarlega skýrslu um það hvers vegna Holyrood, skoska þingið, ætti að ákveða hvort haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla. Gert er ráð fyrir því að hún muni biðja bresku ríkisstjórnina um að færa valdið til skoska þingsins til að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er gert með tilskipun sem kallast „Section 30 order,“ en notast var við slíka færslu árið 2014.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45 Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03 Leiðtogar á ferð og flugi á síðasta degi kosningabaráttunnar Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur. 11. desember 2019 08:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45
Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03
Leiðtogar á ferð og flugi á síðasta degi kosningabaráttunnar Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur. 11. desember 2019 08:53