Handbolti

Álaborg styrkti stöðu sína á toppnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Janus Daði Smárason.
Janus Daði Smárason. vísir/getty

Þrír leikir voru á dagskrá dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld og þar komu sex íslenskir leikmenn við sögu.

Íslendingalið Álaborgar vann tveggja marka sigur á liði Árósa, 28-26, og venju samkvæmt mæddi mikið á Janusi Daða Smárasyni í sóknarleik Álaborgar.

Hann skoraði tvö mörk úr sex skotum auk þess að eiga 3 stoðsendingar.

Það var Íslendingaslagur í Kolding þar sem Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson leika en þeir fengu Arnar Birki Hálfdánsson, Svein Jóhannsson og félaga í Sönderjyske í heimsókn. Óhætt er að segja að gestirnir hafi verið miklu betri en Sönderjyske vann níu marka sigur, 24-33, eftir að hafa leitt með sex mörkum í leikhléi, 11-17.

Arnar Birkir skoraði eitt mark en aðrir Íslendingar komust ekki á blað í leiknum.

Þá var Þráinn Orri Jónsson með Silkeborg þegar liðið vann nauman sigur á Lemvig, 31-30 en Þráinn komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×