„Eitthvað sem höfum ekki séð áður“ gangi spárnar eftir Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 10. desember 2019 12:00 Frá Sauðárkróki í morgun. Vísir/Jói K. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að veðrið sem spáð er að muni ganga yfir landsfjórðunginn í dag og á morgun leggist ekki vel í hann. Hann telur þó að íbúar og viðbragðsaðilar á svæðinu sé búnir að gera þær ráðstafnir sem þarf svo lágmarka megi tjón vegna veðurs.Fyrsta rauða viðvörun í sögu veðurviðvörunarkerfis Veðurstofunnar er í gildi á Norðurlandi vestra og Ströndum frá klukkan 17 í dag til miðnættis. Appelsínugul viðvörun hefur verið í gildi frá því snemma í morgun á svæðinu og er hún í gildi allt til hádegis á morgun, og lengur annars staðar á landinu. „Ef að spárnar ganga eftir þá er þetta eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Þær líta bara alls ekki vel út og að það stefnir í vonskuveður,“ sagði Stefán Vagn í samtali við Jóhann K. Jóhannsson fréttamann sem staddur er á Sauðárkróki. Veður er farið að versna en það versta á eftir að ganga yfir. „Þetta leggst ekkert sérstaklega vel í mig en ég held að við séum búnir að gera allar þær ráðstafanir sem að hægt er, bæði lögreglan og aðrir viðbragðsaðilar á svæðinu,“ sagði Stefán Vagn. „Ég held að fólk sé meðvitað um hvað er í vændum og hafi gert þær ráðstafanir sem hægt er til þess að verjast þessu.“ Svona líta viðvaranirnar út um kvöldmatarleytið.Skjáskot/veðurstofan Varað hefur við snjóflóðahættu á Tröllaskaga og búist er við að veðrinu fylgi gríðarlegt fannfergi á Norðurlandi. „Menn eru að gera ráð fyrir því að á fimmtudeginum þegar þetta allt saman er gengið yfir þá geti verið allt að þriggja metra jafnfallinn snjór á Öxnadalsheiði. Þannig að við erum að tala um alveg gríðarlega ofankomu og gríðarlegt fannfergi gangi þetta eftir,“ segir Stefán Vagn. Þrír snjóbílar voru sendir frá Reykjavík og Akranesi í gær og eru þeir staðsettir á Hvammstanga, Skagaströnd og í Hrútafirði. „Samkvæmt spánni er versta veðrið í Hrútafirðinum og þar í kring en veðrið verður alls staðar mjög mjög vont. Við erum ekkert að horfa í einhver einstök svæði. Við erum að horfa á svæðið allt og reyna að dreifa mannskap og björgum eins víða og hægt er þannig að við getum lágmarkað þann tíma sem það tekur fyrir viðbragðsaðila að koma sér á staðina,“ segir Stefán Vagn. Fólk hefur eindregið verið hvatt til að halda sér heima en segir Stefán Vagn að þurfi einhver á aðstoð að halda eigi þeir sömu ekki að hika við að hafa samband við lögreglu. „Það sem við höfum sagt er að verði veðrið eins vitlaust og spár gera ráð fyrir þá höfum við hugfast að auðvitað getur tekið mjög langan tíma að koma til fólk og við gætum mögulega þurft að forgangsraða verkefnunum þannig að einhver minni verkefni geti beðið. Við vonum að til þess muni ekki koma en við hvetjum fólk að sjálfsögðu til að hringja eða senda skilaboð ef þeim vantar aðstoð og við munum reyna að bregðast við því eins hratt og mögulegt er.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Veður Tengdar fréttir Jólunum komið í skjól fyrir veðurofsanum Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að því í morgun að tryggja stórar jólaskreytingar í miðbænum áður en mikið hvassviðri skellur á síðdegis í dag. 10. desember 2019 11:14 Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að veðrið sem spáð er að muni ganga yfir landsfjórðunginn í dag og á morgun leggist ekki vel í hann. Hann telur þó að íbúar og viðbragðsaðilar á svæðinu sé búnir að gera þær ráðstafnir sem þarf svo lágmarka megi tjón vegna veðurs.Fyrsta rauða viðvörun í sögu veðurviðvörunarkerfis Veðurstofunnar er í gildi á Norðurlandi vestra og Ströndum frá klukkan 17 í dag til miðnættis. Appelsínugul viðvörun hefur verið í gildi frá því snemma í morgun á svæðinu og er hún í gildi allt til hádegis á morgun, og lengur annars staðar á landinu. „Ef að spárnar ganga eftir þá er þetta eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Þær líta bara alls ekki vel út og að það stefnir í vonskuveður,“ sagði Stefán Vagn í samtali við Jóhann K. Jóhannsson fréttamann sem staddur er á Sauðárkróki. Veður er farið að versna en það versta á eftir að ganga yfir. „Þetta leggst ekkert sérstaklega vel í mig en ég held að við séum búnir að gera allar þær ráðstafanir sem að hægt er, bæði lögreglan og aðrir viðbragðsaðilar á svæðinu,“ sagði Stefán Vagn. „Ég held að fólk sé meðvitað um hvað er í vændum og hafi gert þær ráðstafanir sem hægt er til þess að verjast þessu.“ Svona líta viðvaranirnar út um kvöldmatarleytið.Skjáskot/veðurstofan Varað hefur við snjóflóðahættu á Tröllaskaga og búist er við að veðrinu fylgi gríðarlegt fannfergi á Norðurlandi. „Menn eru að gera ráð fyrir því að á fimmtudeginum þegar þetta allt saman er gengið yfir þá geti verið allt að þriggja metra jafnfallinn snjór á Öxnadalsheiði. Þannig að við erum að tala um alveg gríðarlega ofankomu og gríðarlegt fannfergi gangi þetta eftir,“ segir Stefán Vagn. Þrír snjóbílar voru sendir frá Reykjavík og Akranesi í gær og eru þeir staðsettir á Hvammstanga, Skagaströnd og í Hrútafirði. „Samkvæmt spánni er versta veðrið í Hrútafirðinum og þar í kring en veðrið verður alls staðar mjög mjög vont. Við erum ekkert að horfa í einhver einstök svæði. Við erum að horfa á svæðið allt og reyna að dreifa mannskap og björgum eins víða og hægt er þannig að við getum lágmarkað þann tíma sem það tekur fyrir viðbragðsaðila að koma sér á staðina,“ segir Stefán Vagn. Fólk hefur eindregið verið hvatt til að halda sér heima en segir Stefán Vagn að þurfi einhver á aðstoð að halda eigi þeir sömu ekki að hika við að hafa samband við lögreglu. „Það sem við höfum sagt er að verði veðrið eins vitlaust og spár gera ráð fyrir þá höfum við hugfast að auðvitað getur tekið mjög langan tíma að koma til fólk og við gætum mögulega þurft að forgangsraða verkefnunum þannig að einhver minni verkefni geti beðið. Við vonum að til þess muni ekki koma en við hvetjum fólk að sjálfsögðu til að hringja eða senda skilaboð ef þeim vantar aðstoð og við munum reyna að bregðast við því eins hratt og mögulegt er.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Veður Tengdar fréttir Jólunum komið í skjól fyrir veðurofsanum Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að því í morgun að tryggja stórar jólaskreytingar í miðbænum áður en mikið hvassviðri skellur á síðdegis í dag. 10. desember 2019 11:14 Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Jólunum komið í skjól fyrir veðurofsanum Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að því í morgun að tryggja stórar jólaskreytingar í miðbænum áður en mikið hvassviðri skellur á síðdegis í dag. 10. desember 2019 11:14
Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55
Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15