Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. desember 2019 20:45 Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. Vísir/Vilhelm Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður.Landspítalinn hefur glímt við flæðisvanda eða að sjúklingar fá ekki pláss á viðeigandi legudeildum. Til að mynda voru mun fleiri sjúklingar inniliggjandi á bráðamóttöku spítalans en síðustu ár. Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir á bráðamóttökunni. „Venjulega sjáum við að þeim sjúklingum fækkar töluvert yfir hátíðirnar en höfum ekki séð það nú um jólin það eru enn þá 20-25 sjúklingar inniliggjandi hjá okkur á bráðamóttökunni,“ segir Jón.Hann segir að venjulega hafi inniliggjandi sjúklingar verið um og undir tíu yfir hátíðarhöldin. „Það hefur þau áhrif að við höfum þurft að sinna sjúklingum á göngum deildarinnar. Deildin er bara með 34 rúm þannig að ef 20-25 í notkun þá fá eftir til að sinna nýjum sjúklingum sem koma til okkar,“ segir Jón.Jón bindur vonir við að þetta breytist á næstu mánuðum og segir að nú sé mikil vinna í gangi til að lagfæra þetta ástand. Að öðru leiti hafi verið frekar rólegt yfir hátíðina á bráðamóttöku Landspítalans.„Það hafa einstaka komið til okkar þar sem þeir hafa ekki farið varlega í mat eða drykk en þau áhrif eru miklu minni en áður þar sem maturinn er minna saltur og minna meðhöndlaður en áður. Fólk er líklega mun meðvitaðra um þessi áhrif en áður,“ segir Jón.Þá segir hann að inflúensan sé byrjuð að kræla á sér. „Það er mikið af flensulíkum einkennum að ganga, við finnum fyrir því hjá þeim sem leita til okkar og einnig hjá starfsfólki,“ sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Heilbrigðismál Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira
Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður.Landspítalinn hefur glímt við flæðisvanda eða að sjúklingar fá ekki pláss á viðeigandi legudeildum. Til að mynda voru mun fleiri sjúklingar inniliggjandi á bráðamóttöku spítalans en síðustu ár. Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir á bráðamóttökunni. „Venjulega sjáum við að þeim sjúklingum fækkar töluvert yfir hátíðirnar en höfum ekki séð það nú um jólin það eru enn þá 20-25 sjúklingar inniliggjandi hjá okkur á bráðamóttökunni,“ segir Jón.Hann segir að venjulega hafi inniliggjandi sjúklingar verið um og undir tíu yfir hátíðarhöldin. „Það hefur þau áhrif að við höfum þurft að sinna sjúklingum á göngum deildarinnar. Deildin er bara með 34 rúm þannig að ef 20-25 í notkun þá fá eftir til að sinna nýjum sjúklingum sem koma til okkar,“ segir Jón.Jón bindur vonir við að þetta breytist á næstu mánuðum og segir að nú sé mikil vinna í gangi til að lagfæra þetta ástand. Að öðru leiti hafi verið frekar rólegt yfir hátíðina á bráðamóttöku Landspítalans.„Það hafa einstaka komið til okkar þar sem þeir hafa ekki farið varlega í mat eða drykk en þau áhrif eru miklu minni en áður þar sem maturinn er minna saltur og minna meðhöndlaður en áður. Fólk er líklega mun meðvitaðra um þessi áhrif en áður,“ segir Jón.Þá segir hann að inflúensan sé byrjuð að kræla á sér. „Það er mikið af flensulíkum einkennum að ganga, við finnum fyrir því hjá þeim sem leita til okkar og einnig hjá starfsfólki,“ sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni.
Heilbrigðismál Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira