Misstu samband við fyrsta indverska tunglfarið Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2019 23:43 Það var þungt yfir indversku leiðangursstjórnendunum eftir að sambandið rofnaði við Vikram í kvöld. Vísir/EPA Samband við indverska tunglendingarfarið Vikram örfáum mínútum áður en það átti að verða fyrsta indverska geimfarið til að lenda á tunglinu í kvöld. Ekki er ljóst hvort að aðeins sé um fjarskiptavandamál að ræða eða hvort geimfarið hafi brotlent á tunglinu. Vikram er lendingarfar Chandrayaan 2-leiðangurs Indverja sem hófst 22. júlí. Geimfarið hafði gengið á braut um jörðina og tunglið en átti að lenda á suðurpól tunglsins þar sem ekkert geimfar hefur áður lent í kvöld, að sögn Washington Post. K. Sivan, forstjóri indversku geimstofnunarinnar ISRO, sagði eftir að sambandið rofnaði að allt hefði verið með felldu með aðflug Vikram allt þar til geimfarið var um 2.100 metrum yfir yfirborði tunglsins. Þá hafi sambandið rofnað. Verkfræðingar vinna nú að því að greina gögnin sem bárust frá geimfarinu.Space.com segir að gögn sem voru sýnd á meðan á lendingunni stóð hafi næst sýnt Vikram í rúmlega þrjú hundruð metra hæð yfir yfirborðinu. Geimfarið hafi hins vegar verið um einum kílómetra lárétt frá áætluðum lendingarstað þegar sambandið slitnaði. Hefði lendingin gengið að óskum hefðu Indverjar aðeins orðið fjórða þjóðin til að lenda geimfari á tunglinu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, reyndi að stappa stálinu í vísindamennina og landsmenn á Twitter eftir að sambandið við Vikram rofnaði. „Þetta er augnablik til að vera hugrakkur og við verðum hugrökk!“ tísti Modi sem er væntanlegur til Íslands í næstu viku. Um borð í Vikram var tungljeppinn Pragyan sem hefur að líkindum farist með lendingarfarinu. Brautarfarið Chandrayaan 2 er enn starfandi á braut um tunglið og getu haldið áfram athugunum þar næsta árið. Geimurinn Indland Tækni Vísindi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Samband við indverska tunglendingarfarið Vikram örfáum mínútum áður en það átti að verða fyrsta indverska geimfarið til að lenda á tunglinu í kvöld. Ekki er ljóst hvort að aðeins sé um fjarskiptavandamál að ræða eða hvort geimfarið hafi brotlent á tunglinu. Vikram er lendingarfar Chandrayaan 2-leiðangurs Indverja sem hófst 22. júlí. Geimfarið hafði gengið á braut um jörðina og tunglið en átti að lenda á suðurpól tunglsins þar sem ekkert geimfar hefur áður lent í kvöld, að sögn Washington Post. K. Sivan, forstjóri indversku geimstofnunarinnar ISRO, sagði eftir að sambandið rofnaði að allt hefði verið með felldu með aðflug Vikram allt þar til geimfarið var um 2.100 metrum yfir yfirborði tunglsins. Þá hafi sambandið rofnað. Verkfræðingar vinna nú að því að greina gögnin sem bárust frá geimfarinu.Space.com segir að gögn sem voru sýnd á meðan á lendingunni stóð hafi næst sýnt Vikram í rúmlega þrjú hundruð metra hæð yfir yfirborðinu. Geimfarið hafi hins vegar verið um einum kílómetra lárétt frá áætluðum lendingarstað þegar sambandið slitnaði. Hefði lendingin gengið að óskum hefðu Indverjar aðeins orðið fjórða þjóðin til að lenda geimfari á tunglinu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, reyndi að stappa stálinu í vísindamennina og landsmenn á Twitter eftir að sambandið við Vikram rofnaði. „Þetta er augnablik til að vera hugrakkur og við verðum hugrökk!“ tísti Modi sem er væntanlegur til Íslands í næstu viku. Um borð í Vikram var tungljeppinn Pragyan sem hefur að líkindum farist með lendingarfarinu. Brautarfarið Chandrayaan 2 er enn starfandi á braut um tunglið og getu haldið áfram athugunum þar næsta árið.
Geimurinn Indland Tækni Vísindi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira