Lyklaskipti að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2019 12:38 Lyklaskipti munu fara fram í dómsmálaráðuneytinu að loknum ríkisráðsfundi að Bessastöðum. Á ljósmyndinni hér að neðan, sem tekin er árið 2017, sjást vinkonurnar og samherjarnir Áslaug Arna og Þórdís Kolbrún. FBL/Eyþór Árnason Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag. Hún segir að það sé of snemmt að segja til um það hvort áherslubreytingar verði með hana í brúnni en Áslaug Arna er þó sannfærð um að hún muni setja sitt mark á embættið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti fjölmiðlum að loknum þingflokksfundi í gær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir væri næsti dómsmálaráðherra. Það er stór dagur framundan hjá Áslaugu Örnu en ríkisráð kemur saman að Bessastöðum klukkan fjögur en þar mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, formlega láta af embætti. Að loknum ríkisráðsfundi halda þær Þórdís og Áslaug Arna halda upp í dómsmálaráðuneyti þar sem lyklaskipti fara fram. „Ég er mjög spennt fyrir þessum komandi verkefnum sem bíða mín og að starfa með þessu góða fólki í þessu ráðuneyti að öllum þessum fjölmörgu verkefnum.“ Aðspurð hvort hún muni gera miklar breytingar í ráðuneytinu segir Áslaug Arna að of snemmt sé að segja til um það. „Ég er að ganga inn í ákveðna ríkisstjórn og við vinum eftir ákveðnum sáttmála en ég mun alveg setja mitt mark á embættið eins og flestir ráðherrar gera og það verður auðvitað að koma í ljós. Þetta bar mjög brátt að. Ég er auðvitað bara að taka við núna á eftir.“ Hún segist þó hafa sínar hugmyndir og mikinn metnað fyrir embættinu. „Já, þetta eru auðvitað margir málaflokkar sem fara þarna undir. Og ég hef mikinn áhuga á þeim. Ég starfaði sem lögreglumaður og þekki svona þá hlið vel og er auðvitað menntaður lögfræðingur líka. Ég er auðvitað bara spennt að takast á við þær ýmsu áskoranir sem eru þarna undir.“ Nú velta margir fyrir sér hvort hin nýja skipan muni þýða stefnubreyting í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. „Bara eins og ég sagði áðan þá er ég auðvitað að ganga inn í ákveðna ríkisstjórn og svo verð ég bara að fá tíma til að koma mér inn í málaflokkana og ráðuneytið og svo kemur það bara í ljós,“ segir Áslaug Arna sem tekur við embættinu í dag. Það kemur í ljós á þriðjudag hvort efri deild mannréttindadómstóls Evrópu taki fyrir Landsréttarmálið. Áslaug Arna segir að ríkisstjórnin sé viðbúin niðurstöðunni. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag. Hún segir að það sé of snemmt að segja til um það hvort áherslubreytingar verði með hana í brúnni en Áslaug Arna er þó sannfærð um að hún muni setja sitt mark á embættið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti fjölmiðlum að loknum þingflokksfundi í gær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir væri næsti dómsmálaráðherra. Það er stór dagur framundan hjá Áslaugu Örnu en ríkisráð kemur saman að Bessastöðum klukkan fjögur en þar mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, formlega láta af embætti. Að loknum ríkisráðsfundi halda þær Þórdís og Áslaug Arna halda upp í dómsmálaráðuneyti þar sem lyklaskipti fara fram. „Ég er mjög spennt fyrir þessum komandi verkefnum sem bíða mín og að starfa með þessu góða fólki í þessu ráðuneyti að öllum þessum fjölmörgu verkefnum.“ Aðspurð hvort hún muni gera miklar breytingar í ráðuneytinu segir Áslaug Arna að of snemmt sé að segja til um það. „Ég er að ganga inn í ákveðna ríkisstjórn og við vinum eftir ákveðnum sáttmála en ég mun alveg setja mitt mark á embættið eins og flestir ráðherrar gera og það verður auðvitað að koma í ljós. Þetta bar mjög brátt að. Ég er auðvitað bara að taka við núna á eftir.“ Hún segist þó hafa sínar hugmyndir og mikinn metnað fyrir embættinu. „Já, þetta eru auðvitað margir málaflokkar sem fara þarna undir. Og ég hef mikinn áhuga á þeim. Ég starfaði sem lögreglumaður og þekki svona þá hlið vel og er auðvitað menntaður lögfræðingur líka. Ég er auðvitað bara spennt að takast á við þær ýmsu áskoranir sem eru þarna undir.“ Nú velta margir fyrir sér hvort hin nýja skipan muni þýða stefnubreyting í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. „Bara eins og ég sagði áðan þá er ég auðvitað að ganga inn í ákveðna ríkisstjórn og svo verð ég bara að fá tíma til að koma mér inn í málaflokkana og ráðuneytið og svo kemur það bara í ljós,“ segir Áslaug Arna sem tekur við embættinu í dag. Það kemur í ljós á þriðjudag hvort efri deild mannréttindadómstóls Evrópu taki fyrir Landsréttarmálið. Áslaug Arna segir að ríkisstjórnin sé viðbúin niðurstöðunni.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30
Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19
Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00
Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent